Madrídingar snéru taflinu við gegn Dallas Mavericks Evrópska stórliðið Real Madrid vann nauman fjögurra stiga sigur er liðið tók á móti NBA-liði Dallas Mavericks í æfingaleik í kvöld, 127-123. Körfubolti 10. október 2023 21:06
Auddi Blö mætir í sófann hjá Sápa og Tomma Steindórs Í kvöld hefur göngu sína nýr þáttur á Stöð 2 Sport. Sá heitir Subway körfuboltakvöld Extra og er í umsjón þeirra Stefáns Árna Pálssonar og Tomma Steindórs. Körfubolti 10. október 2023 16:31
„Hún er með sjálfstraust á við miðaldra hvítan karlmann“ Ungu efnilegu körfuboltastelpurnar úr Garðabænum eru farnar að láta til sín taka í Subway deild kvenna í körfubolta og þær fögnuðu sínum fyrsta sigri um síðustu helgi. Körfuboltakvöld kvenna fór yfir liðið og ræddi þá sérstaklega kornunga tvo leikmenn liðsins. Körfubolti 10. október 2023 12:30
Endurkoma Doncic til Madrid í beinni á Stöð 2 Sport í kvöld Það styttist í NBA deildina í körfubolta og í kvöld mun Dallas Mavericks liðið hita upp fyrir tímabilið með skemmtilegum hætti. Körfubolti 10. október 2023 11:01
Bjó til myndir með liðum Subway deildarinnar með hjálp gervigreindar Subway deild karla í körfubolta er farin af stað en fyrstu umferðinni lauk á Álftanesi á sunnudagskvöldið. Körfuboltaáhugamaðurinn Gunnar Freyr Steinsson hitaði upp fyrir komandi tímabil með því að fá gervigreindina með sér í lið. Körfubolti 10. október 2023 10:30
Finnst skrítið að hún sé enn á Íslandi: „Bleikur fíll sem enginn vill tala um“ Njarðvíkurkonur hafa spilað fyrstu leiki sína í Subway deild kvenna án þess að hafa bandarískan leikmann í sínu liði. Staðan á bandaríska leikmanni Njarðvíkurliðsins var til umræðu í Körfuboltakvöldi kvenna í gær. Körfubolti 10. október 2023 08:31
Skaut á Brady: „Það var mikið að þú drullaðir þér á leik“ Leikmaður Las Vegas Aces gat ekki stillt sig um að skjóta á Tom Brady þegar hann mætti á leik liðsins í úrslitum WNBA. Körfubolti 9. október 2023 15:31
Kolbrún María sló met Helenu Sverris: Yngst til að skora 31 stig Stjörnustúlkan Kolbrún María Ármannsdóttir varð um helgina yngsti leikmaðurinn í efstu deild kvenna í körfubolta til að skora 31 stig eða meira í einum og sama leiknum. Körfubolti 9. október 2023 10:31
Segir að Stólarnir hljóti að hafa áhyggjur að missa Drungilas á skelfilegum tíma Olnbogaskot Tindastólsmannsins Adomas Drungilas í æfingarleik á móti Stjörnunni var til umræðu í Subway Körfuboltakvöldi en afleiðingin af því var að Stjörnumaðurinn Kevin Kone lá á eftir tvíkjálkabrotinn. Körfubolti 9. október 2023 10:02
Framlengingin: Á að sameina Keflavík og Njarðvík? Strákarnir í Körfuboltakvöldi reyndu að svara stóru spurningunum í Framlengingunni í þætti föstudagsins. Þar spurði Stefán Árni Pálsson, stjórnandi þáttarins, meðal annars um það hvort sameina ætti Keflavík og Njarðvík. Körfubolti 9. október 2023 07:01
„Get nú ekki sagt það að maður sé að verða ríkur“ Stefán Árni Pálsson, stjórnandi Körfuboltakvölds, fór og hitti körfuboltadómarann Davíð Tómas Tómasson, Dabba T, í síðasta þætti og ræddi um nýhafið tímabil í Subway-deild karla. Körfubolti 8. október 2023 22:31
Öruggt hjá Keflavík og Þór fór illa með Snæfellinga í nýliðaslagnum Keflavík og Þór Akureyri unnu örugga sigra í leikjum kvöldsins í Subway-deild kvenna í körfubolta. Keflvíkingar unnu 30 stiga útisigur gegn Breiðablik og Þórsarar unnu 39 stiga risasigur gegn Snæfelli. Körfubolti 8. október 2023 21:53
Pavel: Umhverfið hjálpaði okkur Pavel Ermolinskij, þjálfari Tindastóls, var afar ánægður með sigurinn og þá sérstaklega varnarleikinn. Sport 8. október 2023 21:51
Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Valur 91-83 | Íslandsmeistararnir tapa öðrum leiknum í röð Íslandsmeistarar Vals töpuðu öðrum leik sínum í röð þegar þær mættu til Grindavíkur í kvöld. Leikurinn var jafn og spennandi framan af en Grindvíkingar tóku forystuna snemma í seinni hálfleiknum og sigldu þriðja sigri sínum örugglega heim að endingu. Körfubolti 8. október 2023 21:00
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Álftanes - Tindastóll 65-70 | Meistararnir mörðu nýliðana Íslandsmeistarar Tindastóls unnu nauman fimm stiga sigur er liðið heimsótti Álftanes í fyrstu umferð Subway-deildar karla í körfubolta í kvöld. Lokatölur 65-70. Körfubolti 8. október 2023 20:58
„Sjálfstraust, getur ekki keypt eða fundið það, ef þú ert með það þá ert með það" Ragnar Ágúst Nathanaelsson átti góðan leik þegar Hamar fékk Keflavík í heimsókn í 1. umferð Subway-deildar karla í körfubolta. Keflavík vann á endanum leikinn en lenti svo sannarlega í vandræðum með nýliðana. Frammistaða Ragnars var til umræðu í Körfuboltakvöldi. Körfubolti 8. október 2023 13:01
Tryggvi Snær frábær í sigri Bilbao Tryggvi Snær Hlinason lét heldur betur til sín taka undir körfunni í sigri Bilbao á Murcia í spænsku úrvalsdeild karla í körfubolta. Körfubolti 8. október 2023 12:36
Varin skot talin flottustu tilþrif 1. umferðar Subway-deildar karla „Tilþrifin“ voru á sínum stað í síðasta þætti Körfuboltakvölds. Alls voru tíu atvik valin, hveert öðru glæsilegra. Körfubolti 8. október 2023 10:30
Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Njarðvík 49-72 | Njarðvík burstaði Hauka að Ásvöllum Njarðvík vann afar sannfærandi 72-49 sigur þegar liðið sótti Hauka heim í Ólafssal á Ásvelli í þriðju umferð Subway-deildar kvenna í dag. Körfubolti 7. október 2023 19:06
„Hrikalega ánægður að koma hérna í uppáhalds húsið mitt og taka tvö stig“ Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur í Subway-deild kvenna, var gríðarlega sáttur með frammistöðu sinna kvenna sem lögðu Hauka nokkuð örugglega í Ólafssal í dag en lokatölur leiksins urðu 49-72. Körfubolti 7. október 2023 18:28
Orri þurfti að sætta sig við tap Orri Gunnarsson, landsliðsmaður í körfubolta, skoraði sjö stig fyrir lið sitt Swans Gmunden þegar liðið laut í lægra haldi fyrir BK IMMOunited Dukes í austurrísku efstu deildinni í kvöld. Körfubolti 7. október 2023 17:51
Stjörnukonur sóttu sinn fyrsta sigur Stjarnan vann sinn fyrsta sigur á tímabilinu er liðið tók á móti Fjölni í Subway-deild kvenna í körfubolta í dag. Körfubolti 7. október 2023 15:50
Umfjöllun og viðtöl: Þór Þ. - Valur 81-96 | Valur kom til baka og vann í Þorlákshöfn Valur hafði betur gegn Þór Þorlákshöfn í Icelandic Glacial höllinni í Þorlákshöfn í kvöld þökk sé endurkomu í þriðja leikhluta. Körfubolti 6. október 2023 21:46
KR vann fyrsta leik sinn í 1.deildinni KR nældi í tvö stig í sínum fyrsta leik í 1.deildinni í körfubolta í kvöld er liðið lagði Skallagrím í Borgarnesi Körfubolti 6. október 2023 21:42
„Væri eitthvað skrýtið ef ég væri í skýjunum einhverra hluta vegna“ Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals, gat leyft sér að brosa eftir góðan 15 stiga sigur gegn Þór Þorlákshöfn í Icelandic Glacial höllinni í Þorlákshöfn í kvöld. Valsliðið lenti 18 stigum undir í öðrum leikhluta, en snéri taflinu við í seinni hálfleik. Körfubolti 6. október 2023 21:38
Hipsumhaps og Dikta sameinast í nýju stuðningsmannalagi Álftnesinga Það er allt fyrst á Álftanesi í ár og þar á meðal er nýtt lag sem varð til eftir samvinnu tveggja manna úr vinsælum hljómsveitum á Íslandi. Körfubolti 6. október 2023 14:31
Golden State Warriors fær kvennalið samþykkt í WNBA Golden State Warriors mun tefla fram liði í WNBA-deildinni frá og með árinu 2025. WNBA hefur samþykkt umsókn Warriors og ákveðið þar með að fjölga liðum í deildinni. Körfubolti 6. október 2023 10:30
Hörðustu Njarðvíkingar horfa til sameiningar við Keflavík Keflavík og Njarðvík eiga tvö af sigursælustu körfuboltafélögum landsins og viðureignir liðanna eru tveir af hápunktum hvers tímabils. Þess vegna vekja vangaveltur frá fyrrum formanni körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur athygli. Körfubolti 6. október 2023 08:31
„Áttum ekki sérstakan leik en virði stigin“ Benedikt Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkur, var ánægður með stigin tvö en var svekktur með frammistöðu liðsins eftir þriggja stiga sigur gegn Stjörnunni. Sport 5. október 2023 22:58
Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Höttur 87 - 104 | Frábær sigur gestanna Höttur gerði sér lítið fyrir og lagði mikið breytt lið Grindavíkur í 1. umferð Subway-deildar karla í körfubolta. Gestirnir voru einfaldlega miklu betri en heimamenn og virtust hafa leikinn í hendi sér svo til allan tímann. Körfubolti 5. október 2023 22:48