Slæmur lokaleikhluti urðu Tryggva og Zaragoza að falli gegn toppliðinu Tryggvi Hlinason og félagar í Zaragoza mættur toppliði Real Madrid í spænska körfuboltanum í dag. Zaragoza var yfir þegar komið var að lokaleikhlutanum, en þurftu að sætta sig við níu stiga tap, 89-98. Körfubolti 2. maí 2021 18:19
Snæfell of stór biti fyrir Skallagrím Skallagrímur tók á móti Snæfelli í Domino's deild kvenna í dag. Snæfellingar tóku forystuna strax í upphafi og litu aldrei til baka. Lokastaðan 20 stiga sigur gestanna, 67-87. Körfubolti 2. maí 2021 17:43
Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík - Þór Ak. 97-75| Njarðvík batt enda á fjögurra leikja taphrinu á heimavelli Njarðvík náði að lyfta sér upp úr botnsætinu í kvöld með 22 stiga sigri á Þór Akureyri Körfubolti 2. maí 2021 17:31
Lygilegar tölur hjá Doncic í spennutrylli, Jokic sá um Clippers og Pacers skoruðu 152 stig Að venju var nóg um að vera í NBA-deildinni í körfubolta í nótt þar sem tíu leikir fóru fram. Körfubolti 2. maí 2021 09:15
Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Valur 58 - 66 | Valur styrkti stöðu sína á toppnum Valur tók stórt skref í átt að deildarmeistaratitlinum í dag með sigri á Haukum. Leikurinn var jafn og spennandi þar til Valur gaf í undir lokinn og niðurstaðan 58 - 66 sigur Vals. Körfubolti 1. maí 2021 19:30
Háspenna í Keflavík og Breiðablik kláraði botnliðið Rétt í þessu kláruðust tveir leikir í Domino's deild kvenna í körfubolta þar sem Keflavík vann sterkan sigur á Fjölni, 87-85 , og Breiðablik hafði betur gegn botnliði KR, 76-65. Körfubolti 1. maí 2021 17:44
NBA dagsins: Mögnuð frammistaða Tatum, toppslagur Vestursins og afhroð meistaranna Það var að venju nóg um að vera í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Körfubolti 1. maí 2021 16:31
Keflvíkingar fögnuðu tveimur deildarmeistaratitlum í gærkvöld Keflavík varð í gær deildarmeistari í körfubolta er liðið vann KR í Domino´s deild karla. Þá fékk knattspyrnulið félagsins loksins bikarinn afhentan fyrir að vinna Lengjudeild karla síðasta sumar. Fótbolti 1. maí 2021 11:30
Suns hirti toppsætið af Jazz, Lakers tapaði í endurkomu LeBron og Tatum jafnaði stigamet Larry Bird Alls fóru átta leikir fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Phoenix Suns vann stórsigur á Utah Jazz og hirti þar með toppsæti Vesturdeildarinnar. Körfubolti 1. maí 2021 09:31
Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - KR 95-87 | Keflavík deildarmeistari eftir endurkomusigur Keflvíkingar geta tryggt sér endanlega deildarmeistarartitilinn þegar KR-ingar heimsækja þá í Blue-höllina í Domino´s deild karla í körfubolta í kvöld. Körfubolti 1. maí 2021 07:15
Ég nánast tryllist þegar dómararnir ætluðu að setja ásetning á mig Matthías Orri Sigurðarson, leikmaður KR, var fremur óánægður í leikslok eftir 8 stiga tap í Keflavík. Körfubolti 30. apríl 2021 23:45
Blikar tryggðu sér sæti í Dominos-deild karla á næsta ári Þrír leikir fóru fram í næstefstu deild karla í körfubolta í kvöld. Sigur Breiðabliks þýðir að liðið er búið að tryggja sér sæti í Domino´s deild karla á næsta ári. Körfubolti 30. apríl 2021 22:16
Umfjöllun og viðtöl: Þór Þorl. - Valur 98-96 | Þórsarar stöðvuðu sigurgöngu Vals Þór Þorlákshöfn sá til þess að Valur vann ekki sinn sjöunda leik í röð í Domino´s deild karla í körfubolta í kvöld. Lokatölur 98-96 Þórsurum í vil í háspennuleik. Körfubolti 30. apríl 2021 21:05
Lárus: Þetta var bara góður körfuboltaleikur Lárus Jónsson, þjálfari Þórs Þorlákshafnar, var eðlilega ánægður með 98-96 sigur sinna manna gegn Val í kvöld. Lárus segir að í heildina hafi þetta verið góður körfuboltaleikur hjá báðum liðum. Körfubolti 30. apríl 2021 20:35
Martin öflugur í þægilegum sigri Valencia Valencia vann öruggan 14 stiga útisigur á Murcia í spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í kvöld, lokatölur 80-66. Körfubolti 30. apríl 2021 18:45
NBA dagsins: Svona komst Porter í sögubækurnar, Antetokounmpo meiddist og Durant í ham Kevin Durant fór á kostum í sigri Brooklyn Nets í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Þó að botnlið Houston Rockets hafi ekki að neinu að keppa lét Kevin Porter sig ekki muna um að skora 50 stig gegn Milwaukee Bucks. Körfubolti 30. apríl 2021 15:01
Sjáðu flautuþrist Kristins og sigurkörfu Hattar á Akureyri Dramatíkin var allsráðandi í Dominos-deild karla í körfubolta í gærkvöld þar sem sigrar unnust á síðustu sekúndunum. Körfubolti 30. apríl 2021 10:30
Gríska undrið náði ekki að klára fyrstu mínútuna og Porter skoraði fimmtíu Giannis Antetokounmpo lék aðeins 46 sekúndur í tapi Milwaukee Bucks gegn lakasta liði NBA-deildarinnar, Houston Rockets, í nótt. Hinn tvítugi Kevin Porter skoraði 50 stig fyrir Houston. Körfubolti 30. apríl 2021 07:30
Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - ÍR 79-76 | Flautukarfa Kristins fullkomnaði endurkomu Grindavíkinga Grindvíkingar unnu gríðarlega mikilvægan sigur á ÍR í Domino´s deild karla í körfuknattleik í kvöld. Kristinn Pálsson tryggði liðinu sigur með þriggja stiga körfu um leið og lokaflautið gall. Körfubolti 29. apríl 2021 23:30
Kristinn: Ég sagði við Danna að ég væri tilbúinn Kristinn Pálsson var hetja Grindvíkinga í Domino´s deildinni í kvöld þegar hann tryggði liðinu sigur á ÍR með magnaðri flautukörfu. Sigurinn færir Grindvíkinga skrefi nær úrslitakeppni. Körfubolti 29. apríl 2021 22:43
Umfjöllun: Stjarnan - Njarðvík 82-70 | Njarðvíkingar sitja á botninum Njarðvík situr á botni Dominos-deildar karla í körfubolta eftir 82-70 tap gegn Stjörnunni í Garðabæ í kvöld á meðan að Höttur og Haukar fögnuðu bæði sigri. Körfubolti 29. apríl 2021 21:49
Sævaldur: Ætlum að halda áfram að vera með í partíinu Sævaldur Bjarnason, þjálfari Hauka, var afar sáttur eftir sigurinn á Tindastóli í kvöld, 93-91. Haukar hafa nú unnið þrjá leiki í röð og hafa heldur betur styrkt stöðu sína í fallbaráttu Domino's deildar karla. Körfubolti 29. apríl 2021 21:15
Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Tindastóll 93-91 | Upprisa Hauka heldur áfram Haukar unnu sinn þriðja leik í röð þegar þeir sigruðu Tindastól, 93-91, í hörkuleik í Ólafssal í kvöld. Körfubolti 29. apríl 2021 20:54
Umfjöllun og viðtöl: Þór Akureyri – Höttur 83-84 | Seiglusigur Hattar í naglbít Höttur hefur unnið tvo leiki í röð í fallbaráttunni og er búið að setja allt upp í loft í kjallaranum en þeir unnu eins stigs sigur á Þór frá Akureyri, fyrir norðan, í kvöld. Körfubolti 29. apríl 2021 20:52
Gaupi fór yfir óvæntu úrslitin i kvennakörfunni í gærkvöldi Svipmyndir frá heilli umferð sem var spiluð í Domino´s deild kvenna í gærkvöldi þar sem lið Hauka og Keflavíkur misstígu sig bæði. Körfubolti 29. apríl 2021 17:01
NBA dagsins: Tilþrifavörn Jokic á ögurstundu Zion Williamson virtist vera að tryggja New Orleans Pelicans framlengingu gegn Denver Nuggets þegar Nikola Jokic hóf sig á loft og þverneitaði honum um það með rosalegri vörslu. Körfubolti 29. apríl 2021 15:03
Njarðvíkingar geta gert nágranna sína í Keflavík að deildarmeisturum í kvöld Keflvíkingar geta orðið deildarmeistarar í kvöld án þess að spila en þá fara fram fjórir fyrstu leikirnir í nítjándu umferð Domino´s deild karla í körfubolta. Körfubolti 29. apríl 2021 10:31
Sjá loksins til sólar í fyrsta sinn í áratug Línur eru sífellt að skýrast varðandi úrslitakeppnina í NBA-deildinni í körfubolta. Eftir úrslit næturinnar er ljóst að Phoenix Suns leika í úrslitakeppninni í fyrsta sinn í rúman áratug. Körfubolti 29. apríl 2021 07:30
Umfjöllun og viðtöl: Fjölnir - Haukar 73-65| Fjölnir endaði sigurgöngu Hauka Fjölnir batt enda á 6 leikja sigurgöngu Hauka með sigri í Dalhúsum í kvöld. Góður seinni hálfleikur Fjölnis var það sem skildi liðan af og endaði leikurinn 73 - 65. Körfubolti 28. apríl 2021 21:52
Þriðji leikhlutinn lagði grunninn að sigri Vals Valur er með fjögurra stiga forystu á toppi Domino's deildar kvenna eftir 80-63 sigur á Skallagrím er deildarmeistararnir og bikarmeistararnir mættust á Hlíðarenda í kvöld. Körfubolti 28. apríl 2021 21:50