„Stóri karlinn hérna en verður strax litli karlinn þarna“ Sindri Sverrisson skrifar 11. nóvember 2022 12:31 Baldur Þór Ragnarsson hefur skrifað undir samning þess efnis að starfa áfram sem aðstoðarlandsliðsþjálfari næstu árin. vísir/Arnar Eftir að hafa verið einum sigri frá því að gera Tindastól að Íslandsmeistara í körfubolta í fyrsta sinn söðlaði Baldur Þór Ragnarsson um í sumar og tók til starfa hjá þýska stórliðinu Ratiopharm Ulm. Baldur þjálfar varalið Ratiopharm en er einnig aðstoðarlandsliðsþjálfari og því með augun á leiknum mikilvæga við Georgíu í Laugardalshöll í kvöld. Vísi gafst þó tækifæri til þess fyrr í vikunni að spyrja þjálfarann út í starfið í Þýskalandi. „Þetta er risaklúbbur, einn stærsti klúbburinn í Þýskalandi, með lið sem er í Eurocup. Ég er að þjálfa „development“-liðið. Öll þessi stóru félög eru með slíkt lið. Ég er með sex gaura sem rokka á milli mín og þeirra, og svo er ég líka með yngri menn í mínu liði, og við spilum í Pro B-deildinni sem er sú þriðja í Þýskalandi,“ segir Baldur sem hefur þurft að læra hratt í haust þó að tungumálið hafi ekki verið nein hindrun í þjálfuninni. „Maður er að læra á nýtt umhverfi. Maður kannski var stóri karlinn hérna en verður strax litli karlinn þarna. Það er þroskandi að fara aftur inn í þannig aðstæður. Maður er að læra á nýja menningu og aðeins öðruvísi körfubolta en við spilum hér heima. Svo er líka svo mikið meira af fólki þarna en ég er vanur, svo þetta er allt stærra „concept“ en maður er vanur. Iðkendur í klúbbnum eru svo ógeðslega (!) margir miðað við það sem ég hef séð hérna á Íslandi, og maður er bara að reyna að ná utan um þetta. En þegar allt kemur til alls þá einbeiti ég mér bara að því að þjálfa mitt lið og reyna að gera liðið og mína leikmenn betri, svo það er svipað og ég er vanur,“ segir Baldur sem eins og fyrr segir hefur ekki þurft að nota þýskuna í sínu starfi. Tungumálið stór hindrun í barneignum „Vinnan mín er á ensku en það var örugglega mest krefjandi að eignast barn í Þýskalandi og koma inn í læknatíma og annað, þar sem var bara byrjað að tala við mann á þýsku og svo farið að leita að einhverjum sem gæti talað ensku. Það var alveg stór hindrun,“ segir Baldur léttur. Klippa: Baldur um nýja starfið og stórleikinn í kvöld Eins og fyrr segir á Ísland fyrir höndum gríðarlega mikilvægan leik við Georgíu í kvöld. Ísland á möguleika á að verða minnsta þjóð sögunnar til að komast á HM. „Ég held að við verðum bara að takast á við þetta eins og allt annað. Við fórum í ákveðin kynslóðaskipti þegar Hlynur og Jón Arnór og fleiri duttu út úr þessu, og síðan þá hefur þetta verið ákveðin vegferð. Það er ekkert svakalega langt síðan að við töpuðum fyrir Kósovó í Kósovó með tveimur stigum, og vorum bara rankaðir sem ekkert sérlega sterk körfuboltaþjóð. Strákarnir eru núna búnir að fá meiri reynslu og allir orðnir betri í körfubolta, og það er kominn sterkari kúltúr í þetta. Við erum alla vega búnir að ná í góð úrslit en á sama tíma erum við auðmjúkir og vitum að við erum alltaf litli karlinn,“ segir Baldur sem í viðtalinu hér að ofan ræðir einnig um sterkt lið Georgíumanna sem hafa nokkra frábæra leikmenn í sínum röðum. Leikur Íslands og Georgíu í Laugardalshöll í kvöld hefst klukkan 19:30. Uppselt er á leikinn en fjallað verður ítarlega um hann á Vísi. Körfubolti HM 2023 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Fleiri fréttir Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Sjá meira
Baldur þjálfar varalið Ratiopharm en er einnig aðstoðarlandsliðsþjálfari og því með augun á leiknum mikilvæga við Georgíu í Laugardalshöll í kvöld. Vísi gafst þó tækifæri til þess fyrr í vikunni að spyrja þjálfarann út í starfið í Þýskalandi. „Þetta er risaklúbbur, einn stærsti klúbburinn í Þýskalandi, með lið sem er í Eurocup. Ég er að þjálfa „development“-liðið. Öll þessi stóru félög eru með slíkt lið. Ég er með sex gaura sem rokka á milli mín og þeirra, og svo er ég líka með yngri menn í mínu liði, og við spilum í Pro B-deildinni sem er sú þriðja í Þýskalandi,“ segir Baldur sem hefur þurft að læra hratt í haust þó að tungumálið hafi ekki verið nein hindrun í þjálfuninni. „Maður er að læra á nýtt umhverfi. Maður kannski var stóri karlinn hérna en verður strax litli karlinn þarna. Það er þroskandi að fara aftur inn í þannig aðstæður. Maður er að læra á nýja menningu og aðeins öðruvísi körfubolta en við spilum hér heima. Svo er líka svo mikið meira af fólki þarna en ég er vanur, svo þetta er allt stærra „concept“ en maður er vanur. Iðkendur í klúbbnum eru svo ógeðslega (!) margir miðað við það sem ég hef séð hérna á Íslandi, og maður er bara að reyna að ná utan um þetta. En þegar allt kemur til alls þá einbeiti ég mér bara að því að þjálfa mitt lið og reyna að gera liðið og mína leikmenn betri, svo það er svipað og ég er vanur,“ segir Baldur sem eins og fyrr segir hefur ekki þurft að nota þýskuna í sínu starfi. Tungumálið stór hindrun í barneignum „Vinnan mín er á ensku en það var örugglega mest krefjandi að eignast barn í Þýskalandi og koma inn í læknatíma og annað, þar sem var bara byrjað að tala við mann á þýsku og svo farið að leita að einhverjum sem gæti talað ensku. Það var alveg stór hindrun,“ segir Baldur léttur. Klippa: Baldur um nýja starfið og stórleikinn í kvöld Eins og fyrr segir á Ísland fyrir höndum gríðarlega mikilvægan leik við Georgíu í kvöld. Ísland á möguleika á að verða minnsta þjóð sögunnar til að komast á HM. „Ég held að við verðum bara að takast á við þetta eins og allt annað. Við fórum í ákveðin kynslóðaskipti þegar Hlynur og Jón Arnór og fleiri duttu út úr þessu, og síðan þá hefur þetta verið ákveðin vegferð. Það er ekkert svakalega langt síðan að við töpuðum fyrir Kósovó í Kósovó með tveimur stigum, og vorum bara rankaðir sem ekkert sérlega sterk körfuboltaþjóð. Strákarnir eru núna búnir að fá meiri reynslu og allir orðnir betri í körfubolta, og það er kominn sterkari kúltúr í þetta. Við erum alla vega búnir að ná í góð úrslit en á sama tíma erum við auðmjúkir og vitum að við erum alltaf litli karlinn,“ segir Baldur sem í viðtalinu hér að ofan ræðir einnig um sterkt lið Georgíumanna sem hafa nokkra frábæra leikmenn í sínum röðum. Leikur Íslands og Georgíu í Laugardalshöll í kvöld hefst klukkan 19:30. Uppselt er á leikinn en fjallað verður ítarlega um hann á Vísi.
Körfubolti HM 2023 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Fleiri fréttir Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Sjá meira