Pedersen um atvikið umdeilda: „Hvern átti hann að gefa á?“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. nóvember 2022 22:50 Craig Pedersen óskar eftir skýringum frá dómurum leiksins. vísir/vilhelm Craig Pedersen, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í körfubolta, var súr og svekktur eftir tapið fyrir Georgíu, 85-88, í undankeppni HM í kvöld. Hann botnaði lítið í stórri ákvörðun dómara leiksins á ögurstundu. „Eftir rólega byrjun hjá okkur, eða góða byrjun hjá þeim, gerðum við vel í að koma okkur aftur inn í leikinn og finna flæðið okkar,“ sagði Pedersen við Vísi eftir leik. „Við náðum smá forskoti í seinni hálfleik en herslumuninn vantaði. Þeir gerðu betur síðustu sex mínútur leiksins. Þar lá munurinn. Mér fannst við fá tækifæri en þeir nýttu sín betur.“ Þegar nokkrar sekúndur voru eftir af leiknum og munurinn þrjú stig, 84-87, var brotið á Sigtryggi Arnari Björnssyni, í þriggja skoti að mati allra Íslendinga en ekki dómaranna. Ísland fékk því aðeins tvö víti og gat því ekki jafnað leikinn á vítalínunni. Pedersen reyndi að fá dómarana til að skoða atvikið á myndbandi en talaði fyrir daufum eyrum. „Mér var sagt að þeir mættu ekki skoða það í svona stöðu. Mér fannst hann augljóslega vera að fara að skjóta. Það var enginn á þessum helmingi vallarins, hvern átti hann að gefa á? En það er bara mín skoðun, kannski breytist hún þegar ég horfi á þetta aftur,“ sagði Pedersen. Hvernig fá dómararnir þetta út? pic.twitter.com/SUGetSqEnn— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) November 11, 2022 Ísland spilaði sérstaklega vel í 3. leikhluta sem liðið vann með tíu stigum, 25-15. Íslendingar voru sterkir á báðum endum vallarins og töpuðu boltanum til að mynda aldrei í leikhlutanum. En svo fjaraði undan íslenska liðinu. „Við gerðum vel í vörninni en við verðum að læra að klára dæmið. Stundum náðum við ekki skoti á körfuna eftir að við komumst yfir. Það særði okkur í dag,“ sagði Pedersen. Íslenska liðið heldur nú til Ríga í Lettlandi þar sem það mætir Úkraínu á mánudaginn í seinni leik sínum í þessari landsleikjahrinu. „Það fyrsta sem við þurfum að gera er að gleyma þessu. Við getum ekki farið með þessi vonbrigði í ferðalagið fyrir leik sem við þurfum að vinna. Við tölum um hlutina en höldum áfram og getum ekki hugsað of mikið um þennan leik,“ sagði Pedersen að lokum. HM 2023 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Wenger á allt annarri skoðun en Klopp Fótbolti Fleiri fréttir Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Sjá meira
„Eftir rólega byrjun hjá okkur, eða góða byrjun hjá þeim, gerðum við vel í að koma okkur aftur inn í leikinn og finna flæðið okkar,“ sagði Pedersen við Vísi eftir leik. „Við náðum smá forskoti í seinni hálfleik en herslumuninn vantaði. Þeir gerðu betur síðustu sex mínútur leiksins. Þar lá munurinn. Mér fannst við fá tækifæri en þeir nýttu sín betur.“ Þegar nokkrar sekúndur voru eftir af leiknum og munurinn þrjú stig, 84-87, var brotið á Sigtryggi Arnari Björnssyni, í þriggja skoti að mati allra Íslendinga en ekki dómaranna. Ísland fékk því aðeins tvö víti og gat því ekki jafnað leikinn á vítalínunni. Pedersen reyndi að fá dómarana til að skoða atvikið á myndbandi en talaði fyrir daufum eyrum. „Mér var sagt að þeir mættu ekki skoða það í svona stöðu. Mér fannst hann augljóslega vera að fara að skjóta. Það var enginn á þessum helmingi vallarins, hvern átti hann að gefa á? En það er bara mín skoðun, kannski breytist hún þegar ég horfi á þetta aftur,“ sagði Pedersen. Hvernig fá dómararnir þetta út? pic.twitter.com/SUGetSqEnn— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) November 11, 2022 Ísland spilaði sérstaklega vel í 3. leikhluta sem liðið vann með tíu stigum, 25-15. Íslendingar voru sterkir á báðum endum vallarins og töpuðu boltanum til að mynda aldrei í leikhlutanum. En svo fjaraði undan íslenska liðinu. „Við gerðum vel í vörninni en við verðum að læra að klára dæmið. Stundum náðum við ekki skoti á körfuna eftir að við komumst yfir. Það særði okkur í dag,“ sagði Pedersen. Íslenska liðið heldur nú til Ríga í Lettlandi þar sem það mætir Úkraínu á mánudaginn í seinni leik sínum í þessari landsleikjahrinu. „Það fyrsta sem við þurfum að gera er að gleyma þessu. Við getum ekki farið með þessi vonbrigði í ferðalagið fyrir leik sem við þurfum að vinna. Við tölum um hlutina en höldum áfram og getum ekki hugsað of mikið um þennan leik,“ sagði Pedersen að lokum.
HM 2023 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Wenger á allt annarri skoðun en Klopp Fótbolti Fleiri fréttir Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Sjá meira