Curry skaut meisturunum á beinu brautina á meðan Lakers stefnir í hyldýpið Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. nóvember 2022 11:17 Stephen Curry með góminn góða og vægast sagt öflugt bóndafar á vinstri hendi. Thearon W. Henderson/Getty Images Meistarar Golden State Warriors lögðu spútniklið NBA deildarinnar, Cleveland Cavaliers, í nótt. Virðist sem Stríðsmennirnir séu að rétta úr kútnum eftir slaka byrjun á meðan Los Angeles Lakers getur varla unnið leik til að bjarga lífi sínu. Hvað þá án LeBron James. Lakers eru sem stendur lélegasta lið deildarinnar ásamt Houston Rockets. Leikur Warriors og Cavaliers var einkar jafn en spútnikliðið leiddi með fjórum í hálfleik. Það var svo í fjórða leikhluta þegar meistararnir virtust vera að missa leikinn endanlega frá sér sem Stephen Curry steig upp. Hann skoraði 47 stig í síðasta leik Stríðsmannanna og var ekki langt frá því í nótt. Alls skoraði hann 40 stig og sá til þess að Golden State vann mikilvægan fimm stiga sigur, lokatölur 106-101. @StephenCurry30 was NEXT LEVEL in the @warriors win! #DubNation40 PTS (65.2% FG) | 4 REB | 5 AST | 6 3PM pic.twitter.com/7yVMUtFh4o— NBA (@NBA) November 12, 2022 Þar á eftir kom Andrew Wiggins með 20 stig og Jordan Poole skoraði 18. Hjá Cleveland var Donovan Mitchell stigahæstur með 29 stig ásamt því að taka 10 fráköst og gefa 9 stoðsendingar. Þar á eftir kom Evan Mobley með 20 stig og 13 fráköst. Lakers var án LeBron James þegar liðið mætti Sacramento Kings í nótt. Leikar voru jafnir framan af leik en í fjórða leikhluta reyndust Kóngarnir sterkari og unnu á endanum sex stiga sigur, lokatölur 120-114. Anthony Davis var stigahæstur hjá Lakers með 24 stig ásamt því að taka 14 fráköst. Russell Westbrook skoraði 21 stig og gaf 11 stoðsendingar. De‘Aaron Fox skoraði 32 stig fyrir Kóngana og gaf 12 stoðsendingar að auki. Lakers hefur aðeins unnið tvo af fyrstu 12 leikjum sínum í deildinni og stefnir í enn eitt hörmungar tímabil á þeim bænum. Jayson Tatum skoraði 34 stig í 131-112 sigri Boston Celtics á Denver Nuggets. Nikola Jokić skoraði 29 stig í liði Nuggets. JT pulls out his bag of tricks on the fastbreak pic.twitter.com/PBeCXTsmQh— NBA TV (@NBATV) November 12, 2022 Önnur úrslit Orlando Magic 114 - 97 Phoenix SunsSan Antonio Spurs 111 - 93 Milwaukee Bucks Oklahoma City Thunder 132 - 113 Toronto RaptorsNew York Knicks 121 - 113 Detroit PistonsMemphis Grizzlies 114 -103 Minnesota Timberwolves Körfubolti NBA Mest lesið Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Íslenski boltinn Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Íslenski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Fleiri fréttir Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Sjá meira
Leikur Warriors og Cavaliers var einkar jafn en spútnikliðið leiddi með fjórum í hálfleik. Það var svo í fjórða leikhluta þegar meistararnir virtust vera að missa leikinn endanlega frá sér sem Stephen Curry steig upp. Hann skoraði 47 stig í síðasta leik Stríðsmannanna og var ekki langt frá því í nótt. Alls skoraði hann 40 stig og sá til þess að Golden State vann mikilvægan fimm stiga sigur, lokatölur 106-101. @StephenCurry30 was NEXT LEVEL in the @warriors win! #DubNation40 PTS (65.2% FG) | 4 REB | 5 AST | 6 3PM pic.twitter.com/7yVMUtFh4o— NBA (@NBA) November 12, 2022 Þar á eftir kom Andrew Wiggins með 20 stig og Jordan Poole skoraði 18. Hjá Cleveland var Donovan Mitchell stigahæstur með 29 stig ásamt því að taka 10 fráköst og gefa 9 stoðsendingar. Þar á eftir kom Evan Mobley með 20 stig og 13 fráköst. Lakers var án LeBron James þegar liðið mætti Sacramento Kings í nótt. Leikar voru jafnir framan af leik en í fjórða leikhluta reyndust Kóngarnir sterkari og unnu á endanum sex stiga sigur, lokatölur 120-114. Anthony Davis var stigahæstur hjá Lakers með 24 stig ásamt því að taka 14 fráköst. Russell Westbrook skoraði 21 stig og gaf 11 stoðsendingar. De‘Aaron Fox skoraði 32 stig fyrir Kóngana og gaf 12 stoðsendingar að auki. Lakers hefur aðeins unnið tvo af fyrstu 12 leikjum sínum í deildinni og stefnir í enn eitt hörmungar tímabil á þeim bænum. Jayson Tatum skoraði 34 stig í 131-112 sigri Boston Celtics á Denver Nuggets. Nikola Jokić skoraði 29 stig í liði Nuggets. JT pulls out his bag of tricks on the fastbreak pic.twitter.com/PBeCXTsmQh— NBA TV (@NBATV) November 12, 2022 Önnur úrslit Orlando Magic 114 - 97 Phoenix SunsSan Antonio Spurs 111 - 93 Milwaukee Bucks Oklahoma City Thunder 132 - 113 Toronto RaptorsNew York Knicks 121 - 113 Detroit PistonsMemphis Grizzlies 114 -103 Minnesota Timberwolves
Körfubolti NBA Mest lesið Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Íslenski boltinn Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Íslenski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Fleiri fréttir Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Sjá meira