Curry skaut meisturunum á beinu brautina á meðan Lakers stefnir í hyldýpið Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. nóvember 2022 11:17 Stephen Curry með góminn góða og vægast sagt öflugt bóndafar á vinstri hendi. Thearon W. Henderson/Getty Images Meistarar Golden State Warriors lögðu spútniklið NBA deildarinnar, Cleveland Cavaliers, í nótt. Virðist sem Stríðsmennirnir séu að rétta úr kútnum eftir slaka byrjun á meðan Los Angeles Lakers getur varla unnið leik til að bjarga lífi sínu. Hvað þá án LeBron James. Lakers eru sem stendur lélegasta lið deildarinnar ásamt Houston Rockets. Leikur Warriors og Cavaliers var einkar jafn en spútnikliðið leiddi með fjórum í hálfleik. Það var svo í fjórða leikhluta þegar meistararnir virtust vera að missa leikinn endanlega frá sér sem Stephen Curry steig upp. Hann skoraði 47 stig í síðasta leik Stríðsmannanna og var ekki langt frá því í nótt. Alls skoraði hann 40 stig og sá til þess að Golden State vann mikilvægan fimm stiga sigur, lokatölur 106-101. @StephenCurry30 was NEXT LEVEL in the @warriors win! #DubNation40 PTS (65.2% FG) | 4 REB | 5 AST | 6 3PM pic.twitter.com/7yVMUtFh4o— NBA (@NBA) November 12, 2022 Þar á eftir kom Andrew Wiggins með 20 stig og Jordan Poole skoraði 18. Hjá Cleveland var Donovan Mitchell stigahæstur með 29 stig ásamt því að taka 10 fráköst og gefa 9 stoðsendingar. Þar á eftir kom Evan Mobley með 20 stig og 13 fráköst. Lakers var án LeBron James þegar liðið mætti Sacramento Kings í nótt. Leikar voru jafnir framan af leik en í fjórða leikhluta reyndust Kóngarnir sterkari og unnu á endanum sex stiga sigur, lokatölur 120-114. Anthony Davis var stigahæstur hjá Lakers með 24 stig ásamt því að taka 14 fráköst. Russell Westbrook skoraði 21 stig og gaf 11 stoðsendingar. De‘Aaron Fox skoraði 32 stig fyrir Kóngana og gaf 12 stoðsendingar að auki. Lakers hefur aðeins unnið tvo af fyrstu 12 leikjum sínum í deildinni og stefnir í enn eitt hörmungar tímabil á þeim bænum. Jayson Tatum skoraði 34 stig í 131-112 sigri Boston Celtics á Denver Nuggets. Nikola Jokić skoraði 29 stig í liði Nuggets. JT pulls out his bag of tricks on the fastbreak pic.twitter.com/PBeCXTsmQh— NBA TV (@NBATV) November 12, 2022 Önnur úrslit Orlando Magic 114 - 97 Phoenix SunsSan Antonio Spurs 111 - 93 Milwaukee Bucks Oklahoma City Thunder 132 - 113 Toronto RaptorsNew York Knicks 121 - 113 Detroit PistonsMemphis Grizzlies 114 -103 Minnesota Timberwolves Körfubolti NBA Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Í beinni: KR - Stjarnan | Stimpla Stjörnumenn sig inn í toppbaráttuna? Íslenski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Í beinni: Newcastle - Liverpool | Isak-málið á allra vörum Enski boltinn Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fótbolti „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Sport Fleiri fréttir Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Sjá meira
Leikur Warriors og Cavaliers var einkar jafn en spútnikliðið leiddi með fjórum í hálfleik. Það var svo í fjórða leikhluta þegar meistararnir virtust vera að missa leikinn endanlega frá sér sem Stephen Curry steig upp. Hann skoraði 47 stig í síðasta leik Stríðsmannanna og var ekki langt frá því í nótt. Alls skoraði hann 40 stig og sá til þess að Golden State vann mikilvægan fimm stiga sigur, lokatölur 106-101. @StephenCurry30 was NEXT LEVEL in the @warriors win! #DubNation40 PTS (65.2% FG) | 4 REB | 5 AST | 6 3PM pic.twitter.com/7yVMUtFh4o— NBA (@NBA) November 12, 2022 Þar á eftir kom Andrew Wiggins með 20 stig og Jordan Poole skoraði 18. Hjá Cleveland var Donovan Mitchell stigahæstur með 29 stig ásamt því að taka 10 fráköst og gefa 9 stoðsendingar. Þar á eftir kom Evan Mobley með 20 stig og 13 fráköst. Lakers var án LeBron James þegar liðið mætti Sacramento Kings í nótt. Leikar voru jafnir framan af leik en í fjórða leikhluta reyndust Kóngarnir sterkari og unnu á endanum sex stiga sigur, lokatölur 120-114. Anthony Davis var stigahæstur hjá Lakers með 24 stig ásamt því að taka 14 fráköst. Russell Westbrook skoraði 21 stig og gaf 11 stoðsendingar. De‘Aaron Fox skoraði 32 stig fyrir Kóngana og gaf 12 stoðsendingar að auki. Lakers hefur aðeins unnið tvo af fyrstu 12 leikjum sínum í deildinni og stefnir í enn eitt hörmungar tímabil á þeim bænum. Jayson Tatum skoraði 34 stig í 131-112 sigri Boston Celtics á Denver Nuggets. Nikola Jokić skoraði 29 stig í liði Nuggets. JT pulls out his bag of tricks on the fastbreak pic.twitter.com/PBeCXTsmQh— NBA TV (@NBATV) November 12, 2022 Önnur úrslit Orlando Magic 114 - 97 Phoenix SunsSan Antonio Spurs 111 - 93 Milwaukee Bucks Oklahoma City Thunder 132 - 113 Toronto RaptorsNew York Knicks 121 - 113 Detroit PistonsMemphis Grizzlies 114 -103 Minnesota Timberwolves
Körfubolti NBA Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Í beinni: KR - Stjarnan | Stimpla Stjörnumenn sig inn í toppbaráttuna? Íslenski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Í beinni: Newcastle - Liverpool | Isak-málið á allra vörum Enski boltinn Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fótbolti „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Sport Fleiri fréttir Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Sjá meira