„Skrýtið að vera kominn aftur inn í íþróttahús í þeim tilgangi að taka þátt í körfuboltaleik“ Pavel Ermolinskij stýrir liði Tindastóls í fyrsta skipti á sínum þjálfaraferli er liðið sækir ÍR-inga heim í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. Hann segist spenntur fyrir sínum fyrsta leik sem þjálfari, en viðurkennir að það hafi verið skrýtið að mæta inn í klefa hjá liðinu sem hann vann í úrslitaeinvígi síðasta vor. Körfubolti 19. janúar 2023 19:03
KR og Njarðvík spila bæði sinn þúsundasta leik í kvöld Subway deild karla í körfubolta fer aftur af stað í kvöld eftir hlé vegna bikarúrslitavikunnar og þar ná tvö félög í deildinni sögulegum áfanga. Körfubolti 19. janúar 2023 16:31
Sá sem skoraði fyrstu þriggja stiga körfuna látinn Chris Ford, fyrrum leikmaður og þjálfari í NBA-deildinni er látinn 74 ára gamall. Fjölskyldan tilkynnti þetta í gær en gaf ekki upp ástæðu andlátsins. Körfubolti 19. janúar 2023 15:31
Stærsti áfanginn sem er í boði á Íslandi Pavel Ermolinskij segist alltaf hafa litið á Tindastól sem sinn helsta andstæðing á körfuboltavellinum, á sama tíma og hann hafi borið ómælda virðingu fyrir liðinu. Nú er hann fluttur í Skagafjörð og orðinn þjálfari í Síkinu þar sem alla dreymir um eitt og aðeins eitt; fyrsta Íslandsmeistaratitilinn. Það takmark er hið stærsta sem í boði er í íslensku íþróttalífi að mati Pavels. Körfubolti 19. janúar 2023 08:01
ÍR vann loks leik | Öruggt hjá toppliðinu ÍR, botnlið Subway deildar kvenna í körfubolta, vann sinn fyrsta leik á tímabilinu þegar það mætti Fjölni í kvöld. Þá vann topplið Keflavíkur öruggan tuttugu stiga sigur á Breiðabliki. Körfubolti 18. janúar 2023 22:31
Umfjöllun: Haukar - Valur 61-71 | Þreyta í nýkrýndum bikarmeisturunum Valur vann sterkan sigur á nýkringdum bikarmeisturunum Haukum í toppslag 16. umferðar Subway-deildar kvenna í kvöld. Leikurinn var jafn til að byrja með en ferskleiki og baráttugleði skiluðu Valskonum sigrinum á endanum eftir samhellda liðframmistöðu. Fer þá Valur upp að hlið Hauka í töflunni, lokatölur 71-61. Körfubolti 18. janúar 2023 21:55
„Við erum að láta sóknarleikinn stjórna því sem við gerum varnarlega“ Rúnari Inga Erlingssyni, þjálfara liðs Njarðvíkur í Subway deild kvenna í körfubolta, lá ýmislegt á hjarta eftir að hans lið beið ósigur á heimavelli, 67-73, gegn Grindavík fyrr í kvöld. Þetta var fjórði ósigur liðsins í deildinni í röð. Körfubolti 18. janúar 2023 21:30
Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík-Grindavík 67-73 | Baráttan um sæti í úrslitakeppni galopin Í Ljónagryfjunni í Njarðvík fór fram, fyrr í kvöld, nágrannaslagur milli liðs Njarðvíkur og Grindavíkur í sextándu umferð Subway deildar kvenna í körfubolta. Fór það svo að Grindavík vann góðan sigur og baráttan um fjórða sæti deildarinnar, sem er jafnframt síðasta sætið sem gefur sæti í úrslitakeppni, orðin æsispennandi. Körfubolti 18. janúar 2023 19:55
Tómas undir hnífinn eftir tveggja ára glímu við meiðsli Körfuboltamaðurinn Tómas Þórður Hilmarsson verður ekki með Stjörnunni næstu sex vikurnar hið minnsta en hann fór í aðgerð á báðum fótum eftir tapið gegn Val í bikarúrslitaleiknum um síðustu helgi. Körfubolti 18. janúar 2023 15:01
Elvar og félagar í 16-liða úrslit eftir sigur í oddaleik Elvar Már Friðriksson og félagar hans í Rytas Vilnius eru komnir í 16-liða úrslit meistaradeildarinnar í körfubolta eftir öruggan 19 stiga sigur gegn gríska liðinu PAOK í oddaleik í kvöld, 82-63. Körfubolti 17. janúar 2023 19:51
Ein besta körfuboltakonan með myndagátu á Twitter sem margir reyna að ráða Bandaríska körfuboltakonan Breanna Stewart stríddi aðeins aðdáendum sínum með því að setja inn mjög sérstaka færslu á Twitter. Hún er fyrirliði bandaríska landsliðsins og eitt stærsta nafnið í kvennakörfuboltaheiminum. Körfubolti 17. janúar 2023 15:01
„Örlítið verri en George skiptin og þar af leiðandi þau verstu á þessari öld“ Hinn stórskemmtilegi liður „Nei eða Já“ var á sínum stað í síðasta þætti af Lögmál leiksins. Þar var að venju farið yfir það helsta sem hefur gerst í NBA deildinni að undanförnu. Farið var yfir baráttu Toronto Raptors og Atlanta Hawks, hvað Sacramento Kings ætti að gera á leikmannamarkaðnum, hvort það sé verðbólga í NBA og hversu ömurleg Rudy Gobert skiptin voru. Körfubolti 17. janúar 2023 07:00
LeBron komst í 38 þúsund stiga klúbbinn með Kareem LeBron James náði merkum áfanga í nótt þegar Los Angeles Lakers mættir Philadelphia 76ers í NBA-deildinni í körfubolta. Körfubolti 16. janúar 2023 17:30
Aðeins rifist í Lögmáli leiksins í kvöld: „Tapiði leikjum strákar“ NBA-þátturinn Lögmál leiksins er á dagskránni á Stöð 2 Sport 2 í kvöld eins og alla mánudaga en það hitnaði aðeins í kolunum hjá sérfræðingunum í þætti vikunnar. Körfubolti 16. janúar 2023 15:45
KKÍ með í baráttunni gegn endurkomu Rússa og Hvít-Rússa á svið íþróttanna Körfuknattleikssamband Íslands er meðal körfuboltasambanda Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna sem sendu í dag frá sér yfirlýsingu vegna stríðsins í Úkraínu. Körfubolti 16. janúar 2023 13:54
Reiknað með 8.600 sæta þjóðarhöll við Suðurlandsbraut Reiknað er með að ný þjóðarhöll rísi við Suðurlandsbraut í Reykjavík, fyrir aftan Laugardalshöll. Áætlaður kostnaður er um fimmtán milljarðar. Höllin á að vera fjölnota, taka 8.600 í sæti á íþróttaviðburðum og hýsa allt að tólf þúsund á tónleikum. Verklok eru sem fyrr áætluð árið 2025. Innlent 16. janúar 2023 12:16
Svona var upplýsingafundurinn um nýja þjóðarhöll Boðað hefur verið til blaðamannafundar um nýja þjóðarhöll, þar sem farið verður yfir áætlaða stærð, staðsetningu og ýmislegt fleira. Horfa má á fundinn í beinni útsendingu hér á Vísi. Innlent 16. janúar 2023 10:12
Jón Axel með tíu stig í sigri Pesaro Jón Axel Guðmundsson átti fínan leik fyrir lið Pesaro í ítölsku úrvalsdeildinni í körfuknattleik í dag. Pesaro vann góðan tólf stiga útisigur á Givova Scafati. Körfubolti 15. janúar 2023 18:05
Risaleikur Tryggva í naumu tapi Zaragoza Tryggvi Snær Hlinason var stigahæstur í liði Zaragoza sem tapaði naumlega gegn Tenerife eftir framlengdan leik í spænska körfuboltanum í kvöld. Körfubolti 14. janúar 2023 23:15
Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Valur 66-71 | Valsmenn bikarmeistarar eftir spennutrylli Valur er bikarmeistari í körfuknattleik karla eftir 71-66 sigur á Stjörnunni í æsispennandi úrslitaleik. Valsmenn eru nú ríkjandi Íslands- og bikarmeistarar. Körfubolti 14. janúar 2023 19:45
Kári: „Fannst við ekkert spila frábærlega en við gerðum nóg“ Kári Jónsson fyrirliði Vals fór fyrir sínum mönnum í dag þegar Valsmenn unnu sinn fyrsta bikarmeistaratitil í 32 ár. Kári var valinn maður leiksins, en hann var stigahæstur á vellinum með 22 stig, og bætti við 7 stoðsendingum og 4 fráköstum. Körfubolti 14. janúar 2023 18:49
Elvar Már og félagar með enn einn sigurinn Elvar Már Friðriksson og félagar í Rytas unnu góðan sigur á litháísku deildinni í körfuknattleik í dag. Rytas er í öðru sæti deildarinnar. Körfubolti 14. janúar 2023 17:30
„Ég hef bara aldrei séð annað eins í körfubolta“ Hörður Axel Vilhjálmsson, þjálfari Keflavíkur, var að vonum svekktur eftir stórt tap gegn Haukum í úrslitum VÍS-bikars kvenna í dag. Haukar eru bikarmeistarar þriðja árið í röð. Körfubolti 14. janúar 2023 16:23
Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Keflavík 94-66 | Haukakonur bikarmeistarar með miklum yfirburðum Haukar eru bikarmeistarar kvenna í körfubolta þriðja árið í röð eftir magnaðan stórsigur gegn Keflavík í Laugardalshöll í dag. Körfubolti 14. janúar 2023 16:10
Pavel nýr þjálfari Tindastóls Körfuknattleiksdeild Tindastóls gekk í dag frá samningi við Pavel Ermolinskij um að hann taki nú þegar við sem þjálfari meistaraflokks karla. Körfubolti 14. janúar 2023 11:21
Áhorfendamet slegið þegar Warriors rúllaði yfir Spurs Níu leikir fóru fram í NBA körfuboltanum í Bandaríkjunum í gærkvöldi og nótt og var þar mikið um dýrðir að venju. Körfubolti 14. janúar 2023 09:32
Semple áfram í botnbaráttunni Jordan Semple mun leika með Þór Þorlákshöfn út leiktíðina í Subway deild karla í körfubolta. Hann lék með KR fyrr á þessari leiktíð en var látinn fara þaðan fyrir ekki svo löngu síðan. Bæði lið eru í fallsæti deildarinnar sem stendur. Körfubolti 13. janúar 2023 22:31
Mágur Curry bræðranna hittir betur en þeir úr þriggja stiga skotum Bræðurnir Steph Curry og Seth Curry hafa lengi verið tveir af bestu skotmönnum NBA-deildarinnar og Seth er að margra mati besti skotmaður sögunnar. Körfubolti 12. janúar 2023 17:00
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Höttur - Valur 47-74 | Valur mætir Stjörnunni í úrslitum Valur vann sannfærandi sigur á Hetti í undanúrslitum VÍS-bikarsins 47-74. Höttur átti enginn svör við frábærum varnarleik Vals sem sá til þess að Valsarar mæta Stjörnunni í úrslitum VÍS-bikarsins á laugardaginn. Körfubolti 11. janúar 2023 22:37
Hittu úr öllum fjörutíu vítunum sínum í sama leiknum Miami Heat setti met þegar leikmenn liðsins hittu úr öllum fjörutíu vítaskotum þess í leik gegn Oklahoma City Thunder í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Körfubolti 11. janúar 2023 20:30