„Þetta var rosalega heimsk villa hjá mér í endann“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. maí 2024 12:02 Sara Rún Hinriksdóttir í viðtalinu á háborðinu eftir leikinn í gærkvöldi. Stöð 2 Sport Sara Rún Hinriksdóttir og félagar hennar í Keflavík eru komnar í úrslitaeinvígið um Íslandsmeistaratitilinn í Subway deild kvenna í körfubolta eftir rosalegt einvígi við Stjörnuna. Einvígið endaði með æsispennandi oddaleik í gær. Keflavíkurkonur lentu mest ellefu stigum undir í leiknum en komu til baka og tryggðu sér sigurinn. Sara Rún var mjög öflug í leiknum með 20 stig, 8 fráköst og 3 stoðsendingar. Hún kom í viðtal á háborð Subway Körfuboltakvölds eftir leikinn. „Ég get bara sagt það að ég er virkilega ánægð með sigurinn og að hafa landað þessu,“ sagði Sara Rún. En hvað varð það sem Stjörnustelpur gerðu sem gerði Keflavíkurliðnu svona erfitt fyrir í þessu einvígi? Bara þvílíkir leikmenn „Þetta eru bara þvílíkir leikmenn. Jú þær eru mjög ungar en þær berjast allan tímann, í fjörutíu mínútur. Við þurfum að vera á tánum í fjörutíu mínútur til þess að eiga einhvern sjens í þær. Ég er því virkilega ánægð með að hafa unnið í dag,“ sagði Sara. Sara fékk sína fimmtu villu undir lokin og spilaði því ekki lokakaflann í leiknum. Var farið að fara um hana á bekknum? „Já mér fannst þetta rosalega erfitt. Þetta var rosalega heimsk villa hjá mér í endann. Ég átti bara að gefa boltann en ég bara treysti mínum stelpum til þess að vinna þetta,“ sagði Sara. Hún fékk þá á sig sóknarvillu og Keflavík missti boltann. Það kom þó ekki að sök því liðsfélagar hennar lönduðu sigrinum. Sara lenti í því í þessu einvígi að vera skilin eftir galopin. Hvernig er það hugarfarslega fyrir að mæta slíkum varnarleik? „Ég hef oft hugsað þetta. Ég hef gert þetta sjálf við aðra leikmenn og hugsaði bara þá: Ég hefði labbað út úr húsinu ef að þetta hefði verið gert við mig. Svo gerist þetta og ég var bara eitt stórt spurningarmerki. Ég bara lærði af þessu,“ sagði Sara. „Vinkona mín, Bryndís (Guðmundsdóttir) hjálpaði mér í gegnum þetta,“ sagði Sara. Þetta er allt öðruvísi lið Næst á dagskrá hjá Keflavíkurliðinu er einvígi á móti nágrönnunum í Njarðvík og í boði er Íslandsmeistaratitilinn. Úrslitaeinvígið hefst strax á fimmtudaginn. Hvernig sér Sara þá rimmu fyrir sér? „Ég held að það verði allt öðruvísi. Þetta er allt öðruvísi lið. Jú okkur hefur gengið vel á móti þeim hingað til en mér finnst þær vera að toppa sig núna. Þær eru að spila rosalega góðan körfubolta,“ sagði Sara. „Isabella [Ósk Sigurðardóttir] er búin að stíga upp núna, virkilega flott. Selena [Lott] er geggjuð, einn á einn og hún gerir náttúrulega bara allt. Þetta eru allt stelpur sem við þurfum að stoppa,“ sagði Sara. Þessi þáttur er geggjaður Sara sér mun á deildinni frá því að hún var hér síðast. „Mér finnst hún betri. Ég hafði heyrt að hún væri ekki að stækka en ég er mjög ósammála því. Virkilega flottar ungar stelpur sem eru að koma upp og allt í kringum þetta. Þessi þáttur er geggjaður og sjáið bara íþróttahúsið okkar. Þetta er frábært,“ sagði Sara en það var frábærlega mætt á oddaleikinn. Vonandi verður framhald á því í lokaúrslitunum. Það má sjá allt viðtalið við hana hér fyrir neðan. Klippa: Körfuboltakvöld: Sara Rún eftir sigurinn í oddaleiknum Subway-deild kvenna Körfuboltakvöld Keflavík ÍF Mest lesið Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum Handbolti „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ Handbolti „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ Handbolti „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ Handbolti Tölurnar á móti Dönum: Danir náðu fjörutíu stoppum og fjögur vítaklúður Handbolti Fleiri fréttir Sparkaði í og trampaði á mótherja Pargo snýr aftur og klárar tímabilið með Grindavík Uppgjörið: Þór Þ - Keflavík 78 - 98 | Keflavíkurhraðlestin brunaði heim með öll stigin Shabazz látinn fara frá Grindavík Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 125-87 | Meistararnir völtuðu yfir Stólana „Þetta gefur mér vonir um að við getum barist um þetta“ Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 101-96| Gríðarlega mikilvægur sigur fyrir heimamenn Uppgjör og viðtöl: ÍA - KR 98-120 | Fjórði sigur KR-inga í röð Uppgjör og viðtöl: Grindavík - Valur 78-67 | Áfram fullkomnir á heimavelli Uppgjör og viðtal: Ármann - ÍR 74-109 | Fóru létt með kanalausa Ármenninga Valur og KR styrkja sig rétt fyrir lok gluggans Uppgjörið: Valur - Haukar 90-97 | Fimm í röð hjá Haukum Umfjöllun og viðtöl: Grindavík 74-79 KR | Risastór sigur KR Doncic skoraði 46 stig en þjálfarinn segir hann reyna á þolinmæðina Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 98-81 | Keflvíkingar skelltu Stólunum „Miklu skemmtilegra að spila körfubolta þegar fólkið er í húsinu“ Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Sjá meira
Keflavíkurkonur lentu mest ellefu stigum undir í leiknum en komu til baka og tryggðu sér sigurinn. Sara Rún var mjög öflug í leiknum með 20 stig, 8 fráköst og 3 stoðsendingar. Hún kom í viðtal á háborð Subway Körfuboltakvölds eftir leikinn. „Ég get bara sagt það að ég er virkilega ánægð með sigurinn og að hafa landað þessu,“ sagði Sara Rún. En hvað varð það sem Stjörnustelpur gerðu sem gerði Keflavíkurliðnu svona erfitt fyrir í þessu einvígi? Bara þvílíkir leikmenn „Þetta eru bara þvílíkir leikmenn. Jú þær eru mjög ungar en þær berjast allan tímann, í fjörutíu mínútur. Við þurfum að vera á tánum í fjörutíu mínútur til þess að eiga einhvern sjens í þær. Ég er því virkilega ánægð með að hafa unnið í dag,“ sagði Sara. Sara fékk sína fimmtu villu undir lokin og spilaði því ekki lokakaflann í leiknum. Var farið að fara um hana á bekknum? „Já mér fannst þetta rosalega erfitt. Þetta var rosalega heimsk villa hjá mér í endann. Ég átti bara að gefa boltann en ég bara treysti mínum stelpum til þess að vinna þetta,“ sagði Sara. Hún fékk þá á sig sóknarvillu og Keflavík missti boltann. Það kom þó ekki að sök því liðsfélagar hennar lönduðu sigrinum. Sara lenti í því í þessu einvígi að vera skilin eftir galopin. Hvernig er það hugarfarslega fyrir að mæta slíkum varnarleik? „Ég hef oft hugsað þetta. Ég hef gert þetta sjálf við aðra leikmenn og hugsaði bara þá: Ég hefði labbað út úr húsinu ef að þetta hefði verið gert við mig. Svo gerist þetta og ég var bara eitt stórt spurningarmerki. Ég bara lærði af þessu,“ sagði Sara. „Vinkona mín, Bryndís (Guðmundsdóttir) hjálpaði mér í gegnum þetta,“ sagði Sara. Þetta er allt öðruvísi lið Næst á dagskrá hjá Keflavíkurliðinu er einvígi á móti nágrönnunum í Njarðvík og í boði er Íslandsmeistaratitilinn. Úrslitaeinvígið hefst strax á fimmtudaginn. Hvernig sér Sara þá rimmu fyrir sér? „Ég held að það verði allt öðruvísi. Þetta er allt öðruvísi lið. Jú okkur hefur gengið vel á móti þeim hingað til en mér finnst þær vera að toppa sig núna. Þær eru að spila rosalega góðan körfubolta,“ sagði Sara. „Isabella [Ósk Sigurðardóttir] er búin að stíga upp núna, virkilega flott. Selena [Lott] er geggjuð, einn á einn og hún gerir náttúrulega bara allt. Þetta eru allt stelpur sem við þurfum að stoppa,“ sagði Sara. Þessi þáttur er geggjaður Sara sér mun á deildinni frá því að hún var hér síðast. „Mér finnst hún betri. Ég hafði heyrt að hún væri ekki að stækka en ég er mjög ósammála því. Virkilega flottar ungar stelpur sem eru að koma upp og allt í kringum þetta. Þessi þáttur er geggjaður og sjáið bara íþróttahúsið okkar. Þetta er frábært,“ sagði Sara en það var frábærlega mætt á oddaleikinn. Vonandi verður framhald á því í lokaúrslitunum. Það má sjá allt viðtalið við hana hér fyrir neðan. Klippa: Körfuboltakvöld: Sara Rún eftir sigurinn í oddaleiknum
Subway-deild kvenna Körfuboltakvöld Keflavík ÍF Mest lesið Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum Handbolti „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ Handbolti „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ Handbolti „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ Handbolti Tölurnar á móti Dönum: Danir náðu fjörutíu stoppum og fjögur vítaklúður Handbolti Fleiri fréttir Sparkaði í og trampaði á mótherja Pargo snýr aftur og klárar tímabilið með Grindavík Uppgjörið: Þór Þ - Keflavík 78 - 98 | Keflavíkurhraðlestin brunaði heim með öll stigin Shabazz látinn fara frá Grindavík Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 125-87 | Meistararnir völtuðu yfir Stólana „Þetta gefur mér vonir um að við getum barist um þetta“ Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 101-96| Gríðarlega mikilvægur sigur fyrir heimamenn Uppgjör og viðtöl: ÍA - KR 98-120 | Fjórði sigur KR-inga í röð Uppgjör og viðtöl: Grindavík - Valur 78-67 | Áfram fullkomnir á heimavelli Uppgjör og viðtal: Ármann - ÍR 74-109 | Fóru létt með kanalausa Ármenninga Valur og KR styrkja sig rétt fyrir lok gluggans Uppgjörið: Valur - Haukar 90-97 | Fimm í röð hjá Haukum Umfjöllun og viðtöl: Grindavík 74-79 KR | Risastór sigur KR Doncic skoraði 46 stig en þjálfarinn segir hann reyna á þolinmæðina Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 98-81 | Keflvíkingar skelltu Stólunum „Miklu skemmtilegra að spila körfubolta þegar fólkið er í húsinu“ Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Sjá meira