„Þeir hittu bara ógeðslega vel og við áttum bara engin svör“ Siggeir Ævarsson skrifar 14. maí 2024 22:29 Pétur var stúrinn á hliðarlínunni í kvöld Vísir/Hulda Margrét Pétur Ingvarsson, þjálfari Keflavíkur, var stoltur af sínu liði þrátt fyrir stórt tap gegn Grindavík í kvöld og að liðið hafi náð að koma einvíginu í fimm leiki án þeirra besta leikmanns. Lokatölur í Smáranum urðu 112-63 þar sem Grindvíkingar tóku öll völd á vellinum í seinni hálfleik. „Þeir hittu bara ógeðslega vel og við áttum bara engin svör“. Það er svona aðeins meira „fire power“ í þeirra liði heldur en okkar. En við lögðum okkur fram í þetta og náðum þessu í fimm leiki. Ef besti maðurinn hjá þeim hefði meiðst en ekki hjá okkur þá hefðum við unnið þetta auðveldlega 3-0. Þetta hefði aldrei farið í fimm leiki. Bara karakter hjá okkur en gangi þeim að sjálfsögðu vel í þeirra baráttu.“ Meiðsli eru auðvitað hluti af leiknum og eitthvað sem enginn getur stjórnað en Pétur var alveg klár á því hvernig einvígið hefði þróast ef Remy Martin hefði ekki meiðst. „Ég veit alveg hvað hefði gerst, við hefðum unnið þetta 3-0.“ Pétur tók tvö leikhlé í upphafi seinni hálfleiks en þau breyttu nákvæmlega engu um gang leiksins. Mögulega mun hann hreinlega ekki taka fleiri leikhlé eftir þetta. „Það er alltaf verið að gagnrýna mig fyrir að taka ekki leikhlé en svo þegar ég tek leikhlé þá skíttöpum við þannig að það er kannski ástæðan fyrir því að ég tek ekki leikhlé.“ Pétur sagði í viðtali eftir síðasta leik að náttúruöflin væru með Grindavík í liði og viðurkenndi að hann hefði komist óheppilega að orði þar. „Varðandi þetta sem ég sagði um náttúruöflin í síðasta viðtali, þá ætlaði ég ekki að segja náttúruöflin, kannski frekar æðri máttarvöld. En þetta skiptir ekki neinu máli. Ef þetta fékk útlendinga hjá þeim til að hitta rosalega vel af því að ég sagði þetta þá er það bara geggjað fyrir þá. Ef þeir eru með Grindavíkurhjarta þá er það bara geggjað.“ Keflvíkingar urðu bikarmeistarar í ár en markmiðið var að landa báðum titlum. „Okkar markmið er að gera tvo hluti. Við náðum að gera einn en náðum ekki að gera hinn hlutinn og það er eiginlega ekki alveg nógu gott.“ Pétur endaði þetta viðtal á léttu nótunum eins og honum einum er lagið. „Ég er búinn að girða mig vel, ég verð ekkert rekinn. Ég tek þá bara strákana mína með. Þeir verða þá bara að laga til í herberginu hjá sér ef ég verð rekinn. Þeir fá ekkert að vera í Keflavík þá.“ Körfubolti Subway-deild karla Keflavík ÍF Mest lesið Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum Handbolti „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ Handbolti „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ Handbolti „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ Handbolti Tölurnar á móti Dönum: Danir náðu fjörutíu stoppum og fjögur vítaklúður Handbolti Fleiri fréttir Sparkaði í og trampaði á mótherja Pargo snýr aftur og klárar tímabilið með Grindavík Uppgjörið: Þór Þ - Keflavík 78 - 98 | Keflavíkurhraðlestin brunaði heim með öll stigin Shabazz látinn fara frá Grindavík Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 125-87 | Meistararnir völtuðu yfir Stólana „Þetta gefur mér vonir um að við getum barist um þetta“ Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 101-96| Gríðarlega mikilvægur sigur fyrir heimamenn Uppgjör og viðtöl: ÍA - KR 98-120 | Fjórði sigur KR-inga í röð Uppgjör og viðtöl: Grindavík - Valur 78-67 | Áfram fullkomnir á heimavelli Uppgjör og viðtal: Ármann - ÍR 74-109 | Fóru létt með kanalausa Ármenninga Valur og KR styrkja sig rétt fyrir lok gluggans Uppgjörið: Valur - Haukar 90-97 | Fimm í röð hjá Haukum Umfjöllun og viðtöl: Grindavík 74-79 KR | Risastór sigur KR Doncic skoraði 46 stig en þjálfarinn segir hann reyna á þolinmæðina Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 98-81 | Keflvíkingar skelltu Stólunum „Miklu skemmtilegra að spila körfubolta þegar fólkið er í húsinu“ Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Sjá meira
Lokatölur í Smáranum urðu 112-63 þar sem Grindvíkingar tóku öll völd á vellinum í seinni hálfleik. „Þeir hittu bara ógeðslega vel og við áttum bara engin svör“. Það er svona aðeins meira „fire power“ í þeirra liði heldur en okkar. En við lögðum okkur fram í þetta og náðum þessu í fimm leiki. Ef besti maðurinn hjá þeim hefði meiðst en ekki hjá okkur þá hefðum við unnið þetta auðveldlega 3-0. Þetta hefði aldrei farið í fimm leiki. Bara karakter hjá okkur en gangi þeim að sjálfsögðu vel í þeirra baráttu.“ Meiðsli eru auðvitað hluti af leiknum og eitthvað sem enginn getur stjórnað en Pétur var alveg klár á því hvernig einvígið hefði þróast ef Remy Martin hefði ekki meiðst. „Ég veit alveg hvað hefði gerst, við hefðum unnið þetta 3-0.“ Pétur tók tvö leikhlé í upphafi seinni hálfleiks en þau breyttu nákvæmlega engu um gang leiksins. Mögulega mun hann hreinlega ekki taka fleiri leikhlé eftir þetta. „Það er alltaf verið að gagnrýna mig fyrir að taka ekki leikhlé en svo þegar ég tek leikhlé þá skíttöpum við þannig að það er kannski ástæðan fyrir því að ég tek ekki leikhlé.“ Pétur sagði í viðtali eftir síðasta leik að náttúruöflin væru með Grindavík í liði og viðurkenndi að hann hefði komist óheppilega að orði þar. „Varðandi þetta sem ég sagði um náttúruöflin í síðasta viðtali, þá ætlaði ég ekki að segja náttúruöflin, kannski frekar æðri máttarvöld. En þetta skiptir ekki neinu máli. Ef þetta fékk útlendinga hjá þeim til að hitta rosalega vel af því að ég sagði þetta þá er það bara geggjað fyrir þá. Ef þeir eru með Grindavíkurhjarta þá er það bara geggjað.“ Keflvíkingar urðu bikarmeistarar í ár en markmiðið var að landa báðum titlum. „Okkar markmið er að gera tvo hluti. Við náðum að gera einn en náðum ekki að gera hinn hlutinn og það er eiginlega ekki alveg nógu gott.“ Pétur endaði þetta viðtal á léttu nótunum eins og honum einum er lagið. „Ég er búinn að girða mig vel, ég verð ekkert rekinn. Ég tek þá bara strákana mína með. Þeir verða þá bara að laga til í herberginu hjá sér ef ég verð rekinn. Þeir fá ekkert að vera í Keflavík þá.“
Körfubolti Subway-deild karla Keflavík ÍF Mest lesið Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum Handbolti „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ Handbolti „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ Handbolti „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ Handbolti Tölurnar á móti Dönum: Danir náðu fjörutíu stoppum og fjögur vítaklúður Handbolti Fleiri fréttir Sparkaði í og trampaði á mótherja Pargo snýr aftur og klárar tímabilið með Grindavík Uppgjörið: Þór Þ - Keflavík 78 - 98 | Keflavíkurhraðlestin brunaði heim með öll stigin Shabazz látinn fara frá Grindavík Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 125-87 | Meistararnir völtuðu yfir Stólana „Þetta gefur mér vonir um að við getum barist um þetta“ Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 101-96| Gríðarlega mikilvægur sigur fyrir heimamenn Uppgjör og viðtöl: ÍA - KR 98-120 | Fjórði sigur KR-inga í röð Uppgjör og viðtöl: Grindavík - Valur 78-67 | Áfram fullkomnir á heimavelli Uppgjör og viðtal: Ármann - ÍR 74-109 | Fóru létt með kanalausa Ármenninga Valur og KR styrkja sig rétt fyrir lok gluggans Uppgjörið: Valur - Haukar 90-97 | Fimm í röð hjá Haukum Umfjöllun og viðtöl: Grindavík 74-79 KR | Risastór sigur KR Doncic skoraði 46 stig en þjálfarinn segir hann reyna á þolinmæðina Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 98-81 | Keflvíkingar skelltu Stólunum „Miklu skemmtilegra að spila körfubolta þegar fólkið er í húsinu“ Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Sjá meira