Körfubolti

Körfubolti

Fréttir af leikmönnum og liðum í körfubolta, bæði á Íslandi og erlendis.

Fréttamynd

Martin kom við sögu í sigri

Landsliðsmaðurinn Martin Hermannsson kom við sögu í sigri Valencia á CB Granada í efstu deild spænska körfuboltans í dag. Martin er hægt og rólega að ná fyrri styrk eftir krossbandaslit.

Körfubolti
Fréttamynd

Körfuboltakvöld: Tilþrifasúpa í Þorlákshöfn

Körfuboltakvöld gerði upp 20. umferð Subway-deildar karla í körfubolta síðastliðið föstudagskvöld og að sjálfsögðu var farið yfir tilþrif umferðarinnar. Níu bestu tilþrif 20. umferðar litu dagsins ljós og sex þeirra komu úr einum og sama leiknum í Þorlákshöfn.

Körfubolti
Fréttamynd

Elvar Már öflugur í stór­sigri

Elvar Már Friðriksson skilaði fínu dagsverki í öruggum sigri Rytas á Pieno Žvaigždės í litáensku úrvalsdeildinni í körfubolta í dag. Lokatölur 104-75 Rytas í vil.

Körfubolti
Fréttamynd

„Erfitt að vera að tjá sig sjálfur um þetta“

Hannes S. Jónsson, formaður og framkvæmdastjóri Körfuknattleikssambands Íslands, vonast eftir faglegri umræðu félaganna um reglubreytingu sem ætlað er að slíta stöðurnar tvær í sundur. Hannes hefur sinnt báðum stöðum frá 2014.

Körfubolti
Fréttamynd

Ísak: Mér er drullusama hvað Höttur gerir

Það þurfti tvær framlengingar til að skera úr um hvort Valur eða ÍR myndi vinna leik þeirra í 20. umferð Subway deildar karla í körfuknattleik sem fram fór á Hlíðarenda fyrr í kvöld. Ísak Máni Wium, þjálfari ÍR, kvaðst vera stoltur af liði sínu í kvöld og að sínir menn ætluðu að vinna síðustu tvo leiki sína til að halda sér upp. Valur vann leikinn 102-97 og ÍR þarf á þessum tveimur sigurleikjum að halda til að halda sér uppi.

Körfubolti