92 prósent sigurvegara leiks eitt frá árinu 2011 hafa orðið Íslandsmeistarar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. maí 2024 14:40 Tindastólsmenn unnu leik eitt í fyrra og urðu Íslandsmeistarar. Þeir töpuðu leik eitt árið á undan og urðu þá að sætta sig við silfur. Vísir/Hulda Margrét Hversu mikilvægur er fyrsti leikur Vals og Grindavíkur í úrslitaeinvígi Subway deildar karla í körfubolta í kvöld? Ef við skoðum síðustu tólf lokaúrslit þá er mikilvægið gríðarlegt. Leikur eitt hjá Val og Grindavík hefst klukkan 19.15 í kvöld og er sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 18.30 á sömu stöð. En aftur af mikilvægi þess að vinna leikinn í kvöld. Saga síðustu ára gefur okkur næstum því bara eina niðurstöðu. Frá og með árinu 2011 hefur aðeins eitt lið orðið Íslandsmeistari af þeim sem hafa tapað fyrsta leik í úrslitaeinvíginu. Það lið er lið ÍR frá 2019 sem vann KR í framlengdum fyrsta leik. ÍR vann þann leik í KR-húsinu og endurtók leikinn í leik þrjú. KR-ingar unnu aftur á móti báða leikina í Seljaskóla og tryggðu sér síðan titilinn með sigri á heimavelli í oddaleiknum. Öll hin ellefu liðin sem hafa unnið leik eitt hafa orðið Íslandsmeistarar. Þar á meðal eru lið Vals (2022) og Tindastóls (2023) sem unnu leik eitt þó með aðeins einu stigi undanfarin tvö ár. Báðir þeir leikir fóru fram á Hlíðarenda alveg eins og leikurinn í kvöld. Mikilvægi leiks eitt er síst að minnka. 69% sigurvegar leiks eitt urðu Íslandsmeistarar á síðustu öld (1984-1999) og 64 prósent sigurvegara leiks eitt urðu Íslandsmeistarar á fyrstu ellefu lokaúrslitum á nýrri öld (2000-2010). Nú er sigurhlutfallið komið upp í 92 prósent á síðustu tólf árum. Undanfarinn rúma áratug hefur sigur í fyrsta leik gefið skýr skilaboð um verðandi Íslandsmeistara. Það er því mikið undir í N1-höllinni að Hlíðarenda í kvöld. Mikilvægi leiks eitt í lokaúrslitum karla: - Lið sem hafa unnið leik eitt í úrslitaeinvíginu Á síðustu öld (1984-1999) 11 Íslandsmeistarar (69%) 5 silfurverðlaun (31%) Á þessari öld (2000-2023) 18 Íslandsmeistarar (78%) 5 silfurverðlaun (22%) Í síðustu tólf lokaúrslitum (2011-2023) 11 Íslandsmeistarar (92%) 1 silfurverðlaun (8%) Subway-deild karla Valur UMF Grindavík Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Enski boltinn „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Handbolti Dagskráin: Undanúrslit hjá Liverpool og Körfuboltakvöld kvenna Sport „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Körfubolti Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Enski boltinn Öskraði í miðju vítaskoti Körfubolti Fleiri fréttir Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ Sjá meira
Leikur eitt hjá Val og Grindavík hefst klukkan 19.15 í kvöld og er sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 18.30 á sömu stöð. En aftur af mikilvægi þess að vinna leikinn í kvöld. Saga síðustu ára gefur okkur næstum því bara eina niðurstöðu. Frá og með árinu 2011 hefur aðeins eitt lið orðið Íslandsmeistari af þeim sem hafa tapað fyrsta leik í úrslitaeinvíginu. Það lið er lið ÍR frá 2019 sem vann KR í framlengdum fyrsta leik. ÍR vann þann leik í KR-húsinu og endurtók leikinn í leik þrjú. KR-ingar unnu aftur á móti báða leikina í Seljaskóla og tryggðu sér síðan titilinn með sigri á heimavelli í oddaleiknum. Öll hin ellefu liðin sem hafa unnið leik eitt hafa orðið Íslandsmeistarar. Þar á meðal eru lið Vals (2022) og Tindastóls (2023) sem unnu leik eitt þó með aðeins einu stigi undanfarin tvö ár. Báðir þeir leikir fóru fram á Hlíðarenda alveg eins og leikurinn í kvöld. Mikilvægi leiks eitt er síst að minnka. 69% sigurvegar leiks eitt urðu Íslandsmeistarar á síðustu öld (1984-1999) og 64 prósent sigurvegara leiks eitt urðu Íslandsmeistarar á fyrstu ellefu lokaúrslitum á nýrri öld (2000-2010). Nú er sigurhlutfallið komið upp í 92 prósent á síðustu tólf árum. Undanfarinn rúma áratug hefur sigur í fyrsta leik gefið skýr skilaboð um verðandi Íslandsmeistara. Það er því mikið undir í N1-höllinni að Hlíðarenda í kvöld. Mikilvægi leiks eitt í lokaúrslitum karla: - Lið sem hafa unnið leik eitt í úrslitaeinvíginu Á síðustu öld (1984-1999) 11 Íslandsmeistarar (69%) 5 silfurverðlaun (31%) Á þessari öld (2000-2023) 18 Íslandsmeistarar (78%) 5 silfurverðlaun (22%) Í síðustu tólf lokaúrslitum (2011-2023) 11 Íslandsmeistarar (92%) 1 silfurverðlaun (8%)
Mikilvægi leiks eitt í lokaúrslitum karla: - Lið sem hafa unnið leik eitt í úrslitaeinvíginu Á síðustu öld (1984-1999) 11 Íslandsmeistarar (69%) 5 silfurverðlaun (31%) Á þessari öld (2000-2023) 18 Íslandsmeistarar (78%) 5 silfurverðlaun (22%) Í síðustu tólf lokaúrslitum (2011-2023) 11 Íslandsmeistarar (92%) 1 silfurverðlaun (8%)
Subway-deild karla Valur UMF Grindavík Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Enski boltinn „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Handbolti Dagskráin: Undanúrslit hjá Liverpool og Körfuboltakvöld kvenna Sport „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Körfubolti Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Enski boltinn Öskraði í miðju vítaskoti Körfubolti Fleiri fréttir Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ Sjá meira