„Þetta eru tvö dúndurlið“ Smári Jökull Jónsson skrifar 19. maí 2024 22:00 Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Keflavíkur Vísir/Vilhelm Sverrir Þór Sverrisson var ánægður með frammistöðu síns liðs í sigrinum á Njarðvík í kvöld. Hann sagði einvíginu hvergi nærri lokið þó staðan væri orðin 2-0 fyrir Keflavík. „Mér fannst við spila vel. Við spiluðum vel, vorum samt í vandræðum með fráköst eins og við höfum verið. Heilt yfir vorum við að spila fína vörn og þær voru hugmyndaríkar í sókninni sem er frábært,“ sagði Sverrir Þór í samtali við Vísi eftir leik um frammistöðu hans kvenna í kvöld. „Við vorum að reyna að finna leiðir og mér fannst við gera það vel. Sterkur sigur en bardaginn heldur áfram.“ Keflavík byrjaði af gríðarlegum krafti í upphafi leiks og keyrði miskunnarlaust í bakið á liði Njarðvíkur sem oft á tíðum var lengi að koma sér aftur í varnastöðu, jafnvel eftir að hafa skorað á Keflavík hinu megin. „Algjörlega, mér fannst við keyra í bakið á þeim strax og héldum áfram þó svo að þær hafi byrjað aðeins betur. Við erum bara í hörkubardaga, hörkueinvígi og það er 2-0. Við þurfum að hugsa um bara að vinna einn leik í viðbót. Þetta er langt frá því að vera búið.“ „Munum gera allt til að sækja sigur og klára þetta“ Keflavík fékk framlag úr mörgum áttum í kvöld. Sverrir sagði að breði hópurinn sem væri búið að tala um í allan vetur væri mikilvægur. „Við erum með breiðan hóp og það er búið að tala mikið um það. Við viljum fá einmitt svona, að þetta sé að koma úr hinum og þessum áttum. Við förum ekkert á einhverjum tveimur eða þremur leikmönnum.“ Keflavík getur tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn með sigri á heimavelli í næsta leik. Sverrir býst ekki við neinu öðru en harðri baráttu líkt og í fyrstu tveimur leikjunum. „Þetta eru tvö dúndurlið. Við erum búin að vinna tvo leiki en það þarf að vinna þrjá leiki til að verða Íslandsmeistari. Nú þurfum við að setja markið hátt og reyna að sækja einn sigur í viðbót. Næsti möguleiki á því er á miðvikudaginn og við munum gera allt sem við getum til að sækja sigur og klára þetta.“ Subway-deild kvenna Keflavík ÍF UMF Njarðvík Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Í beinni: Álftanes - Þór Þ. | Lið í harðri baráttu um sæti í úrslitakeppni Körfubolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Álftanes - Þór Þ. | Lið í harðri baráttu um sæti í úrslitakeppni Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Sjá meira
„Mér fannst við spila vel. Við spiluðum vel, vorum samt í vandræðum með fráköst eins og við höfum verið. Heilt yfir vorum við að spila fína vörn og þær voru hugmyndaríkar í sókninni sem er frábært,“ sagði Sverrir Þór í samtali við Vísi eftir leik um frammistöðu hans kvenna í kvöld. „Við vorum að reyna að finna leiðir og mér fannst við gera það vel. Sterkur sigur en bardaginn heldur áfram.“ Keflavík byrjaði af gríðarlegum krafti í upphafi leiks og keyrði miskunnarlaust í bakið á liði Njarðvíkur sem oft á tíðum var lengi að koma sér aftur í varnastöðu, jafnvel eftir að hafa skorað á Keflavík hinu megin. „Algjörlega, mér fannst við keyra í bakið á þeim strax og héldum áfram þó svo að þær hafi byrjað aðeins betur. Við erum bara í hörkubardaga, hörkueinvígi og það er 2-0. Við þurfum að hugsa um bara að vinna einn leik í viðbót. Þetta er langt frá því að vera búið.“ „Munum gera allt til að sækja sigur og klára þetta“ Keflavík fékk framlag úr mörgum áttum í kvöld. Sverrir sagði að breði hópurinn sem væri búið að tala um í allan vetur væri mikilvægur. „Við erum með breiðan hóp og það er búið að tala mikið um það. Við viljum fá einmitt svona, að þetta sé að koma úr hinum og þessum áttum. Við förum ekkert á einhverjum tveimur eða þremur leikmönnum.“ Keflavík getur tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn með sigri á heimavelli í næsta leik. Sverrir býst ekki við neinu öðru en harðri baráttu líkt og í fyrstu tveimur leikjunum. „Þetta eru tvö dúndurlið. Við erum búin að vinna tvo leiki en það þarf að vinna þrjá leiki til að verða Íslandsmeistari. Nú þurfum við að setja markið hátt og reyna að sækja einn sigur í viðbót. Næsti möguleiki á því er á miðvikudaginn og við munum gera allt sem við getum til að sækja sigur og klára þetta.“
Subway-deild kvenna Keflavík ÍF UMF Njarðvík Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Í beinni: Álftanes - Þór Þ. | Lið í harðri baráttu um sæti í úrslitakeppni Körfubolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Álftanes - Þór Þ. | Lið í harðri baráttu um sæti í úrslitakeppni Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Sjá meira