Gildi leggur meiri áherslu á innlend hlutabréf á næsta ári Gildi lífeyrissjóður mun auka vægi innlendra hlutabréfa í eignasafni samtryggingardeildar sjóðsins um tvö prósent á næsta ári og minnka vægi skuldabréfa til samræmis. Þetta kom fram á sjóðfélaga- og fulltrúaráðsfundi sjóðsins sem var haldinn í lok nóvember. Innherji 3. desember 2021 17:00
Frjálsari séreign muni efla verðbréfavitund almennings Áform stjórnvalda um að auka frelsi fólks til að ráðstafa séreignarsparnaði eru til þess fallin að auka skilvirkni hlutabréfamarkaðarins og ýta undir frekari vitundarvakningu hjá almenningi. Þetta segja viðmælendur Innherja á markaðinum. Innherji 2. desember 2021 20:01
Óttast ekki samkeppni þriggja nýrra mathalla á nánast sama blettinum Þrjár mathallir verða opnaðar á litlum bletti í miðbæ Reykjavíkur á næsta ári. Rekstrarstjóri þeirrar stærstu segir framkvæmdir skotganga og óttast ekki samkeppni. Viðskipti innlent 2. desember 2021 20:01
Samherji selur í Eimskip fyrir meira en milljarð Samherji Holding, langsamlega stærsti hluthafi Eimskips með um þriðjungshlut, hefur minnkað við hlut sinn í félaginu og selt sem nemur um 1,4 prósentum. Innherji 2. desember 2021 15:19
Bæta við þremur áfangastöðum Flugfélagið Play hefur bætt Dyflinn á Írlandi, Madríd á Spáni og Brussel í Belgíu við leiðarkerfi sitt. Með þessari viðbót eru áfangastaðir flugfélagsins í Evrópu orðnir 23 talsins. Viðskipti innlent 2. desember 2021 09:19
Kauphallarfélögin fá meiri vigt í vísitölu MSCI Íslensk kauphallarfélög fengu í dag meiri vigt en áður í vísitölunni MSCI FM 100, sem inniheldur hundrað stærstu fyrirtækin í Frontier Markets hlutabréfavísitölunum, sem fyrirtækið MSCI heldur úti. Innherji 1. desember 2021 12:53
Kvika ekki tapað krónu á uppgjöri vegna framvirkra samninga Kvika hefur ekki þurft að taka á sig neitt fjárhagslegt högg vegna uppgjörs á framvirkum samningum sem bankinn hefur gert á undanförnum árum í tengslum við verðbréfaviðskipti hjá viðskiptavinum. Innherji 30. nóvember 2021 20:32
Stoðir fjárfesta í evrópsku SPAC-félagi sem var skráð á markað í Hollandi Fjárfestingafélagið Stoðir var á meðal evrópskra hornsteinsfjárfesta sem komu að fjármögnun á nýju sérhæfðu yfirtökufélagi (e. SPAC), undir nafninu SPEAR Investments I, sem sótti sér 175 milljónir evra, jafnvirði um 26 milljarða íslenskra króna, í hlutafjárútboði sem kláraðist fyrr í þessum mánuði. Í kjölfarið var félagið skráð í Euronext kauphöllina í Amsterdam þann 11. nóvember síðastliðinn. Innherji 30. nóvember 2021 07:00
Vogunarsjóðir Akta skilað nærri 200 prósenta ávöxtun á einu ári Tveir vogunarsjóðir í rekstri Akta, sem hafa fjárfestingarheimildir til að gíra skort- eða gnóttstöður sínar í skuldabréfum og hlutabréfum margfalt, hafa skilað sjóðsfélögum sínum nálægt 200 prósenta ávöxtun á undanförnum tólf mánuðum. Innherji 29. nóvember 2021 07:01
Það sem knýr vogunarsjóði til að ná eyrum fjöldans Samsetning eignarhalds í skráðum félögum og réttindi hluthafa hafa áhrif á það hvernig vogunarsjóðir knýja fram breytingar í þeim félögum sem sjóðirnir fjárfesta í. Þegar eignarhaldið er dreift er vogunarsjóðir líklegri til að ráðast í eins konar markaðsherferð á opinberum vettvangi. Innherji 28. nóvember 2021 10:00
Lítið svigrúm fyrir verðhækkanir ef Play ætlar að ná viðunandi nýtingarhlutfalli Miðað við upphaflegar áætlanir Play virðast flugfargjöld ætla að vera lítillega lægri og nýtingarhlutfall flugsæta lægra. Þannig var meðalverð flugfargjalda um 111 Bandaríkjadalir á þriðja ársfjórðungi þegar verð flugsæta er hvað hæst en flugfélagið hafði stefnt á heldur hærra verð í áætlunum sínum þegar félagið fór af stað í sumar. Innherji 27. nóvember 2021 14:00
Fimm milljarða króna innflæði í hlutabréfasjóði og blandaða í október Nettó innflæði í hlutabréfasjóði og blandaða sjóði nam tæplega 5 milljörðum króna í október. Ef litið er aftur til áramóta hefur nettó innflæði í sjóði af þessari gerð numið ríflega 50 milljörðum. Þetta kemur fram í nýjum tölum Seðlabanka Íslands. Innherji 26. nóvember 2021 19:49
Rauður föstudagur á mörkuðum vestanhafs Hlutabréfamarkaðir voru rauðglóandi við opnun vestanhafs á þessum svarta föstudegi. Úrvalsvísitalan Dow Jones lækkaði um 900 stig eða 2,5 prósent eftir opnun. Sambærilega sögu er að segja af vísitölum S&P og Nastdaq sem lækkuðu um 1,8 prósent annars vegar og 1,5 prósent hins vegar. Viðskipti erlent 26. nóvember 2021 15:22
Áhyggjur af nýju afbrigði lita hlutabréf í Kauphöllinni Úrvalsvísitalan lækkaði um ríflega 2 prósent þegar opnað var fyrir viðskipti í Kauphöllinni í dag. Lækkunin í Kauphöllinni er í takt við lækkanir á hlutabréfamörkuðum um allan heim en þær endurspegla áhyggjur fjárfesta af nýju afbrigði kórónuveirunnar. Innherji 26. nóvember 2021 09:58
Raunhæft að loðnan skili 60 milljörðum að sögn forstjóra Síldarvinnslunnar Gunnþór Ingvarsson, forstjóri Síldarvinnslunnar, mælir með því að væntingum um verðmætin sem hægt er að ná úr loðnuvertíðinni verði stillt í hóf. Fyrirséð er að verðin sem sáust á síðustu vertíð verði ekki í boði ef mikið verður framleitt. Innherji 25. nóvember 2021 20:00
Fortuna Invest vikunnar: Þekkir þú Kauphöllina? Aníta Rut Hilmarsdóttir, Rósa Kristinsdóttir og Kristín Hildur Ragnarsdóttir skipa fræðsluvettvanginn Fortuna Invest. Frítíminn 25. nóvember 2021 17:06
Stærsti hluthafinn selur um þriðjung bréfa sinna í Kviku banka Fjárfestingafélagið Stoðir, sem hefur verið stærsti hluthafi Kviku frá því undir lok síðasta árs, hefur á innan við tveimur vikum minnkað hlut sinn í bankanum um næstum þriðjung. Innherji 25. nóvember 2021 07:01
Auglýsingar Sjóvár taldar villandi Neytendastofa ákvarðaði nýlega að framsetning auglýsinga og markaðsherferðar tryggingafélagsins Sjóvár hafi verið villandi. Auglýstar voru kaskótryggingar fyrir ökutæki. Viðskipti innlent 24. nóvember 2021 21:08
Baguette með skinku og osti komið aftur á matseðilinn hjá Icelandair Eftir þriggja ára hlé er baguette með skinku og osti loks komið aftur á matseðilinn hjá Icelandair. Þreyttir ferðalangar geta því glaðst að nýju og notið þessa sívinsæla réttar þegar þeir eru á ferðalagi með flugfélaginu. Neytendur 24. nóvember 2021 15:15
Ójafnvægið í þróun byggingarvísitölu og fasteignaverðs ekki verið meira frá bankahruni Ójafnvægið í þróun annars vegar byggingarvísitölu og hins vegar þróun fasteignaverðs hefur ekki verið meira en nú á tímum kórónuveirufaraldursins frá því rétt fyrir fall bankanna árið 2008. Frá aldamótum nemur hækkun fasteignaverðs umfram byggingarkostnað nálægt áttatíu prósentum. Innherji 23. nóvember 2021 21:02
Fjárfestingafélag í sjávarútvegi á leið í Kauphöllina Félagið Bluevest Capital Partners, sem var stofnað af Kviku banka og bresku viðskiptafélögunum Mark Holyoke, stærsta hluthafi Iceland Seafood og stjórnarmanns 2010 til 2019, og Lee Camfield, fyrrverandi framkvæmdastjóra rekstrar hjá Iceland Seafood, setur nú stefnuna á skráningu á First North hlutabréfamarkaðinn í Kauphöllina í byrjun næsta árs. Innherji 23. nóvember 2021 18:05
Hrista upp í skipulagi Icelandair Group til að bregðast við breyttri heimsmynd Breytingar hafa verið gerðar á skipulagi Icelandair Group þar sem markmiðið að vera með enn skýrari áherslu á stefnu félagsins þegar kemur að sjálfbærum vexti, stafrænni umbreytingu og áherslu á upplifun viðskiptavina. Viðskipti innlent 23. nóvember 2021 11:02
Höfnuðu tilboði frá Festi og slitu söluferlinu á Lyfju Eigendur Lyfju, stærstu apótekskeðju landsins, hættu við áform sín um að selja allt hlutafé í félaginu í síðasta mánuði eftir að þau tilboð sem bárust í söluferli sem hafði verið sett af stað reyndust talsvert undir þeim væntingum sem hluthafar höfðu gert sér um virði fyrirtækisins. Stærsti eigandi Lyfju, með 70 prósenta hlut, er framtakssjóðurinn SÍA III sem er í rekstri sjóðastýringarfyrirtækisins Stefnis. Innherji 22. nóvember 2021 10:29
FÍB gagnrýnir milljarða arðgreiðslu Sjóvár Félag íslenskra bifreiðaeigenda, FÍB, gagnrýnir tryggingarfélagið Sjóvá í grein sem birt var á vefsíðu félagsins í gær. Framkvæmdastjóri FÍB segir ljóst að gríðarlegur hagnaður tryggingafélagsins sé ekki að skila sér til viðskiptavina. Viðskipti innlent 20. nóvember 2021 14:45
Flugiðnaðurinn mun meira mengandi en hann þarf að vera Tækni til orkuskipta í flugiðnaðinum verður ólíklega til staðar fyrr en eftir að minnsta kosti tvo áratugi að sögn bresks flugmálasérfræðings. Þó séu þekking og geta til staðar innan iðnaðarins til að draga allverulega úr losun lofttegunda sem eru skaðlegar fyrir umhverfið. Það skorti hins vegar pólitískan vilja til að hrinda aðgerðum til þess í framkvæmd. Innlent 20. nóvember 2021 07:00
Hagræðingaraðgerðir Regins báru ávöxt Hagræðingaraðgerðir innan Regins hafa borið árangur, að því er kemur fram í verðmati Jakobsson Capital á fasteignafélaginu. Rekstrarhagnaðarhlutfall Regins hækkaði úr 69,5 prósentum upp í 73,3 prósent milli ára en þetta er besta rekstrarhagnaðarhlutfall Regins síðan Jakobsson Capital hóf að gera verðmöt á félaginu árið 2016. Innherji 19. nóvember 2021 10:39
Fjárfestar veðji á mikinn söluhagnað hjá Skeljungi Verðmatsgengi Skeljungs, samkvæmt greiningu Jakobsson Capital, hljóðar upp á 11 krónur á hlut en markaðsgengi smásölufélagsins er í dag 13,9 krónur, eða 26 prósentum hærra. Í verðmatinu er þó lögð áhersla á að verðmatsgengið segi aðeins hálfa söguna í ljósi þess að Skeljungur er í miklum breytingafasa. Innherji 18. nóvember 2021 14:31
Fara inn í næsta sumar með fimm vélar Flugfélagið Play hefur undirritað samning við alþjóðlega flugvélaleigusalann China Aircraft Leasing Company (CALC) um leigu á tveimur A320neo flugvélum. Viðskipti innlent 18. nóvember 2021 10:33
Ísland geti orðið fjármálamiðstöð norðurslóða Arion banki vinnur markvisst að því að auka umsvif sín á norðurslóðum og telja stjórnendur bankans að íslenska fjármálakerfið geti gegnt lykilhlutverki á svæðinu. „Ísland er í einstakri stöðu til að verða fjármálamiðstöð norðurslóða,“ sagði Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka, á markaðsdegi bankans sem var haldinn í morgun. Innherji 17. nóvember 2021 17:50
Sló til starfsmanns við innritun og flaug beint í flugbann Ónefndur farþegi sló til starfsmanns Icelandair á sunnudaginn og var umsvifalaust settur í flugbann um óákveðinn tíma, meðan málið er til rannsóknar. Innlent 17. nóvember 2021 16:39