Ferðalöngum snúið við vegna vonskuveðurs Öllu flugi Icelandair, sem fara átti frá Keflavíkurflugvelli fyrir hádegi í dag, hefur verið aflýst vegna vonskuveðurs. Flugi Play til Tenerife og Alicante hefur sömuleiðis verið frestað um sólarhring. Innlent 25. janúar 2022 07:36
Tekjur Haga yfir væntingum vegna „innfluttrar verðbólgu“ Þrátt fyrir að vörusala Bónus, sem var 15 milljarðar króna á síðasta ársfjórðungi, hafi verið umfram áætlanir Haga þá er framlegðin enn undir langtímamarkmiðum félagsins. Það skýrist af kostnaðarverðshækkunum og hækkandi hrávöruverði auk þess sem flutningskostnaður hefur rokið upp sem má vænta að hafi einnig nartað í framlegð Haga. Innherji 24. janúar 2022 08:32
Sýn býst við minnst 80 prósenta hagnaði af frekari sölu innviða Sýn stefnir að því að selja innviði fyrir 6 milljarða króna til viðbótar við innviðasöluna sem hefur nú þegar gengið í gegn og býst við að söluhagnaðurinn verði um eða yfir 80 prósent. Þetta var á meðal þess sem kom fram á fjárfestadegi Sýnar í gær. Innherji 21. janúar 2022 16:36
Góð útkoma Boeing Max frestar kaupum á langdrægari þotum Icelandair hyggst bíða með ákvörðun um kaup á stærri þotum þar sem Boeing Max-þoturnar hafa reynst henta leiðakerfi félagsins betur en búist var við. Breiðþotur af gerðinni Boeing Dreamliner og Airbus-þotur eru meðal þeirra sem Icelandair skoðar til að sinna fjarlægari áfangastöðum. Viðskipti innlent 20. janúar 2022 22:45
Jakob Valgeir og Helgi Magnússon fjárfesta í Skeljungi Tvö félög á vegum Jakobs Valgeirs Flosasonar, útgerðarmanns og fjárfestis, bættust við hluthafahóp Skeljungs fyrr í þessum mánuði þegar þau keyptu samanlagt um 1,55 prósenta hlut sem skilar honum í hóp tíu stærstu eigenda fyrirtækisins. Innherji 20. janúar 2022 17:31
Tryggingafélagið Vörður og Stofnfélagar Sjóvá almennt með lægsta verðið Tryggingafélagið Vörður var með lægsta tilboð í tryggingar í fimm tilfellum af sex samkvæmt nýrri verðkönnun Verðlagseftirlits ASÍ. Samkvæmt könnuninni var minni verðmunur á tilboðum tryggingafélagana innihéldu þau margar ólíkar tryggingar. Neytendur 20. janúar 2022 10:30
Icelandair bætir við sig Boeing 737 MAX 8 farþegaþotum Icelandair hefur komist að samkomulagi við Dubai Aerospace Enterprise (DAE) um langtímaleigu á tveimur nýjum Boeing 737 MAX 8 flugvélum. Gert er ráð fyrir að Boeing afhendi flugvélarnar vorið 2022. Viðskipti innlent 18. janúar 2022 19:12
Bandarísk flugfélög ósátt við Kúbuflug Icelandair Þrjú bandarísk flugfélög sem stunda áætlunarflug á milli Bandaríkjanna og Kúbu mótmæltu því að að Icelandair yrði heimilað að fljúga á milli Orlando í Bandaríkjunum og Havana í Kúbu. Bandarísk yfirvöld sögðu engin rök hníga að því að taka mótmæli flugfélagana til greina. Viðskipti innlent 18. janúar 2022 14:53
Topplisti Creditinfo: Kauphöllin aftur í efsta sæti Kauphöllin var það fyrirtæki sem kom oftast fyrir í fréttum í vikunni en þetta er önnur vikan í röð sem Kauphöllin er efst á lista. Innherji 16. janúar 2022 16:00
Sjóðurinn sem selur þegar honum þykir nóg um Það dró til tíðinda í síðustu viku þegar Gildi lífeyrissjóður seldi megnið af eignarhlut sínum í Skeljungi fyrir 2,3 milljarða króna. Gildi var annar stærsti hluthafinn fyrir söluna með tæp 10,7 prósent en fer nú með 2,7 prósent. Það er ekki algengt að lífeyrissjóður selji hlutfallslega svo mikið í skráðu félagi á einu bretti og þegar svo ber undir er yfirleitt sérstök ástæða að baki. Innherji 14. janúar 2022 17:09
Tveir af stærstu lífeyrissjóðunum minnka áherslu á ríkisbréfakaup Lífeyrissjóður verslunarmanna (LIVE) og Birta lífeyrissjóður stefna báðir að því að draga úr vægi ríkisskuldabréfa í eignasafni sínu á árinu 2022 en á sama tíma áformar LIVE, sem er næst stærsti lífeyrissjóður landsins, að auka hlutfall innlendra hlutabréfa sitt um liðlega fjórðung á milli ára. Innherji 14. janúar 2022 09:13
Flutningaskip Eimskips strandaði í Noregi í gærkvöldi Flutningskipið Polfoss, sem er í eigu Eimskips, strandaði í gærkvöldi við eyjuna Skorpa í Kristiansund í Noregi. Samkvæmt NRK varð skipið vélarvana. Innlent 14. janúar 2022 08:32
Ragnar Þór segir þróun hlutabréfaverðs ekki til marks um áhyggjur fjárfesta af launahækkunum Formaður VR segir kröfugerð félagsmanna VR inn í kjaraviðræður vera í fullum gangi og stefnt að því að hún verði klár á vormánuðum. Innherji 14. janúar 2022 07:01
Festi endurskoðar starfsreglur vegna máls Vítalíu Stjórn Festi mun endurskoða starfsreglur stjórnar félagsins eftir að stjórnarformaður félagsins sagði af sér á dögunum vegna máls Vítalíu Lazarevu. Viðskipti innlent 13. janúar 2022 11:12
Forstjóri Haga: Kostnaðarhækkanir „dynja yfir geirann“ sem munu skila sér út í verðlagið Finnur Oddsson, forstjóri Haga sem reka meðal annars matvöruverslanirnar Bónus og Hagkaup, segir kostnaðarverðshækkanir „dynja yfir geirann þessar vikurnar“ og að það blasi við að þær muni „óhjákvæmilega“ finna sér leið út í verðlagið. Innherji 13. janúar 2022 10:35
Telur tækifæri í hagstæðari fjármögnun Síldarvinnslunnar Þrátt fyrir að allt stefni í að árið 2022 verði magnað ár í rekstri sjávarútvegsfyrirtækja sem hafa aflaheimildir í loðnu, eins og meðal annars Síldarvinnslan, þá þarf að hafa í huga að veiðar geta gengið misjafnlega vel. Innherji 12. janúar 2022 17:48
Bæta fjórum áfangastöðum við leiðakerfið Icelandair hefur birt upplýsingar um sumaráætlun sína og hafa fjórir áfangastaðir bæst við leiðakerfið – Róm á Ítalíu, Nice í Frakklandi, Alicante á Spáni og Montreal í Kanada. Viðskipti innlent 12. janúar 2022 09:23
Vindurinn veldur vandræðum á Keflavíkurflugvelli Ferðalangar, sem lentu á Keflavíkurflugvelli á leiðinni frá Tenerife með flugvél Play í kvöld, munu þurfa að bíða eitthvað eftir að komast heim en svo mikið rok er á flugvellinum að ekki er hægt að hleypa farþegum inn á Leifsstöð. Innlent 11. janúar 2022 23:45
Ekki skýrt á hvaða vegferð Skeljungur er að mati Gildis Miklar breytingar hjá Skeljungi og óljós vegferð félagsins voru á meðal þeirra þátta sem höfðu áhrif á ákvörðun Gildis lífeyrissjóðs um að selja megnið af eignarhlutum sínum Skeljungi. Þetta segir Davíð Rúdólfsson, forstöðumaður eignastýringar Gildis. Innherji 11. janúar 2022 12:09
Allar líkur á mögnuðu ári í sjávarútveginum Hærri verð, áður vanmetin loðnuúthlutun og örlítið hagstæðari kostnaðarhlutföll eru helstu ástæður þess að greinendafyrirtækið Jakobsson Capital hefur hækkað verðmat sitt á Brim um 17 prósent, eða úr 704 milljónum evra í 825 milljónir evra, jafnvirði um 122 milljarða íslenskra króna. Innherji 10. janúar 2022 09:01
Farþegar sátu fastir í vélinni í einn og hálfan tíma Farþegar frá Kaupmannahöfn sátu fastir í flugvél Play þar sem ekki var hægt að nota landganga. Farþegar fá ekki töskur sínar fyrr en á morgun. Icelandair aflýsti tveimur flugferðum í kvöld vegna veðurs. Innlent 10. janúar 2022 00:53
Ekki þurft að fljúga tómum vélum vegna reglna ESB Nýverið greindi Lufthansa Group frá því að samstæðan sæi fram á fljúga minnst átján þúsund flugferðir í vetur sem það myndi undir eðlilegum kringumstæðum vilja fella niður vegna fárra farþega. Viðskipti innlent 8. janúar 2022 23:53
Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Icelandair Sylvía Kristín Ólafsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri þjónustu og markaðsmála hjá Icelandair Group. Einnig hefur Rakel Óttarsdóttir verið ráðin í starf framkvæmdastjóra stafrænnar þróunar og upplýsingatækni hjá félaginu. Viðskipti innlent 7. janúar 2022 14:14
Sylvía hættir hjá Origo Sylvía Kristín Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar og markaðsmála hjá Origo, hefur ákveðið að láta af störfum hjá fyrirtækinu. Viðskipti innlent 7. janúar 2022 13:50
Guðni í Apple umboðinu kaupir fimm prósenta hlut í Skeljungi Félagið GE Capital í eigu Guðna Rafns Eiríkssonar, fjárfestis og eiganda Apple umboðsins á Íslandi, hefur bæst við hluthafahóp Skeljungs með kaupum á rétt yfir fimm prósenta hlut. Innherji 7. janúar 2022 09:42
Þórður Már segir sig úr stjórn Festi vegna ásakana Þórður Már Jóhannesson, stjórnarformaður Festi, hefur óskað eftir því að láta af störfum sem stjórnarmaður í félaginu og um leið sem stjórnarformaður. Stjórnin féllst á það. Innlent 6. janúar 2022 16:06
Vogunarsjóðurinn Taconic kaupir fimm prósenta hlut í Skeljungi Bandaríski vogunarsjóðurinn Taconic Capital, sem var stærsti hluthafi Arion banka um nokkurt skeið, hefur keypt rúmlega fimm prósenta hlut í Skeljungi sem rekur meðal annars 60 bensínstöðvar undir merkjum Orkunnar á Íslandi. Innherji 6. janúar 2022 14:24
Jón Arnór Stefánsson ráðinn til Fossa markaða Jón Arnór Stefánsson, sem var besti körfuknattsleiksmaður Íslands um langt árabil, hefur haslað sér völl á nýjum starfsvettvangi og verið ráðinn til verðbréfafyrirtækisins Fossa markaða. Innherji 5. janúar 2022 18:07
Veðtökuhlutfallið hefur ekki verið lægra um árabil í Kauphöllinni Veðsetning hlutabréfa í Kauphöllinni hefur ekki verið minni í meira en fjögur ár ef hún er sett í samhengi við heildarmarkaðsvirði skráðra félaga. Þetta má lesa úr nýbirtum tölum Nasdaq verðbréfamiðstöðvar yfir veðsetningu hlutabréfa. Innherji 5. janúar 2022 14:01
Birna Ósk um Boga Nils: „Hann tók þetta allt á kassann og hélt áfram“ Við upphaf kórónuveirufaraldursins gat enginn séð fyrir hversu mikil áhrif hann myndi hafa og hversu lengi faraldurinn myndi vara. Innherji 5. janúar 2022 11:01