Innherji

Vogunar­sjóðurinn Al­gildi kominn með nærri sex prósenta hlut í Sýn

Hörður Ægisson skrifar
Sýn rekur meðal annars fjarskiptafélagið Vodafone og fjölmiðlana Vísi, Stöð 2, Bylgjuna og tengda miðla.
Sýn rekur meðal annars fjarskiptafélagið Vodafone og fjölmiðlana Vísi, Stöð 2, Bylgjuna og tengda miðla.

Vogunarsjóðurinn Algildi er kominn í hóp stærri hluthafa fjölmiðla- og fjarskiptafyrirtækisins Sýnar eftir að hafa byggt upp að undanförnu tæplega sex prósenta stöðu í félaginu. Hlutabréfaverð Sýnar, sem fór mest niður um liðlega 17 prósent á skömmum tíma fyrr í þessum mánuði, hefur rétt lítillega úr kútnum á síðustu dögum.


Tengdar fréttir

Ís­lenskir vogunar­sjóðir í varnar­bar­áttu á ári þar sem svart­sýni réð ríkjum

Íslenskir vogunarsjóðir fóru ekki varhluta af erfiðum markaðsaðstæðum 2022 þegar fjárfestar höfðu í fá skjól að leita og bæði skuldabréf og hlutabréf féllu í verði. Gengi allra sjóðanna, sem hafa fjárfestingarheimildir til að gíra skort- eða gnóttstöður sínar margfalt, gaf talsvert eftir, einkum sem fjárfestu í hlutabréfum, og þeir sem skiluðu lökustu ávöxtuninni lækkuðu um vel yfir 20 prósent, samkvæmt úttekt Innherja.

Fjárfestahópur í Sýn nálgast yfirtökuskyldu

Fjárfestahópurinn sem tryggði sér meirihluta stjórnarsæta í Sýn er kominn með samtals 29 prósenta hlut í fjarskipta- og fjölmiðlunarfyrirtækinu. Eignarhluturinn nálgast því 30 prósenta mörkin sem virkja yfirtökuskyldu samkvæmt lögum ef fjárfestarnir ákveða, eða eru taldir, eiga með sér samstarf.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×