Brim kaupir hlut félags Bjarna Ármannssonar í Iceland Seafood Brim hf. hefur gert samkomulag um kaup á hlut Sjávarsýnar ehf., fjárfestingafélags Bjarna Ármannssonar, í Iceland Seafood International hf. Viðskipti innlent 24. september 2023 22:26
Hagnaður Kviku eignastýringar minnkaði um nærri tvo þriðju milli ára Afkoma Kviku eignastýringar, sem er í eigu samnefnds banka, versnaði verulega á fyrstu sex mánuðum ársins frá fyrra ári samhliða erfiðum aðstæðum á fjármálamörkuðum. Samanlagður hagnaður fjögurra stærstu sjóðastýringarfélaga landsins minnkaði um liðlega tíu prósent á tímabilinu. Innherji 24. september 2023 17:48
Skel kaupir tugi íbúða fyrir fleiri milljarða Fjárfestingafélagið SKEL hf. hefur fest kaup á 55 íbúðum við Stefnisvog 2 í Reykjavík fyrir rétt tæpa fimm milljarða króna. Samhliða kaupunum gerði félagið samning um kauprétt að 35 íbúðum við Stefnisvog 12. Fjárfestingafélagið stefnir að því að setja íbúðirnar í útleigu. Viðskipti innlent 22. september 2023 18:00
Fjárfestar gætu fengið miklar vaxtatekjur af Sýn vegna sölu á stofnneti Líklega mun Sýn greiða „mjög hraustlega“ arðgreiðslu í vor, ef ekki fyrr, eftir sölu á stofnneti. Fjárfestar gætu fengið tugi prósenta í vaxtatekjur miðað við núverandi markaðsvirði, segir í verðmati Jakobsson Capital sem metur hlutabréfaverð Sýnar 67 prósentum yfir markaðsvirði. Innherji 22. september 2023 16:13
Segir Svandísi beita ríkisstofnunum sem pólitískum einkaherdeildum Formaður Miðflokksins sakar matvælaráðherra um að beita ríkisstofnunum sem pólitískum einkaherdeildum sínum. Ráðherra segist einungis hafa viljað flýta fyrir auknu gagnsæi sjávarútvegarins. Viðskipti innlent 21. september 2023 11:50
Amaroq Minerals mætt á aðalmarkað í Kauphöllinni Auðlindafélagið Amaroq Minerals verður í dag skráð á Aðalmarkað Nasdaq Iceland, eftir að hafa áður verið skráð á First North vaxtarmarkaðnum. Viðskipti innlent 21. september 2023 10:41
Samningur við matvælaráðuneytið tilraun SKE til að bregðast við fjárskorti Forstjóri Samkeppniseftirlitsins, SKE, segir það una úrskurði áfrýjunarnefndar samkeppnismála um að dagsektir sem eftirlitið lagði á Brim hf. hafi verið ólögmætar. Hann segir forsendur fyrir samningi við matvælaráðuneytið brostnar og málið birtingarmynd fjársveltingar. Viðskipti innlent 21. september 2023 10:17
Stjórn tekur ekki afstöðu til bætts tilboðs Stjórn Eikar fasteignafélags hf. hefur samið viðbót við greinargerð sína vegna breytinga á valfrjálsu yfirtökutilboði Regins hf. til hluthafa Eikar fasteignafélags. Stjórnin tekur að svo stöddu ekki afstöðu til þess hvort hún geti mælt með því við hluthafa sína að taka breyttu tilboði. Viðskipti innlent 21. september 2023 08:39
Gleði og glamúr á árshátíð Play Árshátíð flugfélagsins Play fór fram í Gullhömrum í Reykjavík laugardaginn 9. september síðastliðinn. Gleðin var sannarlega við völd þar sem starfsmennirnir skemmtu sér konunglega undir tónum Helga Björns, Herberts Guðmundssonar og Prettyboitjokkó. Lífið 20. september 2023 12:54
Birgitta ráðin rekstrarstjóri notendalausna hjá Origo Birgitta Bjarnadóttir hefur verið ráðin rekstrarstjóri hjá Notendalausnum Origo. Hún mun sem slíkur taka þátt í stefnumótun, stýra umbótaverkefnum, þróun og innleiðingu ferla ásamt yfirumsjón á rekstrartengdum verkefnum. Viðskipti innlent 20. september 2023 11:50
Vill hætta samstarfi við matvælaráðuneytið Forstjóri Brims hf. fagnar úrskurði áfrýjunarnefndar samkeppnismála um að dagsektir samkeppniseftirlitsins hafi verið ólögmætar. Samkeppniseftirlitið telur forsendur fyrir umdeildum samningi við matvælaráðuneytið brostnar. Viðskipti innlent 20. september 2023 11:50
Dagsektir á hendur Brimi ólögmætar Úrskurðarnefnd samkeppnismála úrskurðaði í dag að fella bæri úr gildi ákvörðun Samkeppniseftirlitsins 19. júlí síðastliðinn um að beita útgerðarfélaginu Brim hf. dagsektum upp á 3,5 milljónir króna þar fyrirtækið veitti eftirlitinu upplýsingar og gögn. Viðskipti innlent 19. september 2023 19:13
Metur Icelandair langt yfir markaðsgengi þótt aðstæður hafi versnað IFS mælir enn með kaupum í Icelandair í nýju verðmati sem birt var eftir að flugfélagið lækkaði afkomuspá sína í ljósi hækkandi eldsneytisverðs. Fáir innlendir hlutabréfasjóðir eru með hlutfallslega mikið af eignum sínum bundnum í bréfum flugfélagsins. Innherji 19. september 2023 13:36
Metur Amaroq á 36 milljarða og segir félagið vera í „einstakri stöðu“ Auðlindafyrirtækið Amaroq Minerals, sem mun flytjast yfir á Aðalmarkað í Kauphöllinni hér á landi síðar í vikunni, er sagt vera í „einstaklegra sterkri stöðu“ vegna þeirra fjölmörgu fágætismálma sem það hefur aðgang að til námugraftar og vinnslu í Grænlandi. Samkvæmt nýlegri greiningu bresks fjárfestingabanka er Amaroq verðmetið á jafnvirði liðlega 36 milljarða króna en félagið áformar að vera tilbúið til að hefja gullvinnslu á síðari hluta ársins 2024. Innherji 18. september 2023 15:44
Sér kauptækifæri í Símanum þrátt fyrir ellefu prósenta lækkun á verðmati Jakobsson Capital lækkaði verðmat sitt á Símanum um ellefu prósent eftir uppgjör annars ársfjórðungs en telur engu að síður að fjarskiptafélagið sé verulega undirverðlagt. Innherji 18. september 2023 14:24
Hluthafar Eikar heimila samrunasamning við Reiti Hluthafar Eikar fasteignafélags hafa samþykkt að stjórn félagsins sé heimilt að gera samrunasamning við Reiti fasteignafélag. Þetta kemur fram í tilkynningu til Kauphallarinnar. Viðskipti innlent 16. september 2023 10:30
Rautt í Kauphöllinni Dagurinn var að mestu rauður í Kauphöllinni í dag, þar sem virði flestra hlutafélaga lækkaði. Icelandair tók mesta dýfu en OMXI10 úrvalsvísitalan lækkaði um 0,85 prósent. Viðskipti innlent 14. september 2023 17:49
Afkomuviðvörun Icelandair kom ekki á óvart eftir mikla hækkun á olíuverði Ekki átti að koma á óvart að afkomuspá Icelandair yrði færði niður í ljósi þess hve mikið olíuverð hefur hækkað að undanförnu. Það er enn útlit fyrir mikla eftirspurn eftir flugi, segir hlutabréfagreinandi IFS í samtali við Innherja, en markaðsvirði Icelandair hefur lækkað um þriðjung á tveimur mánuðum. Innherji 14. september 2023 16:10
Nýtt yfirtökutilboð Regins í Eik er „skref í rétta átt“, segir stærsti hluthafinn Nýtt yfirtökutilboð Regins í Eik er „skref í rétta átt“, segir forsvarsmaður Brimgarða, stærsta hluthafa Eikar. Verðbréfafyrirtæki sem unnu fyrir Eik telja að hluthafar fasteignafélagsins eigi að fá stærri hlut í sameinuðu félagi en Reginn bauð í morgun. Innherji 14. september 2023 14:00
Reginn bætir um betur eftir að stjórn lagði til að tilboði yrði hafnað Stjórnendur fasteignafélagsins Regins hafa ákveðið að hækka yfirtökutilboð sitt í allt hlutafé Eikar fasteignafélags úr 0,452 hlutum í tilboðsgjafa í 0,489 hluti í tilboðsgjafa. Viðskipti innlent 14. september 2023 12:34
Gunnar Már hættir hjá Icelandair Cargo Gunnar Már Sigurfinnsson hefur ákveðið að segja starfi sínu lausu sem framkvæmdastjóri Icelandair Cargo og mun þar með stíga til hliðar úr framkvæmdastjórn Icelandair Group. Greint var frá því í gær að fraktstarfsemi félagsins hafi reynst erfið. Viðskipti innlent 14. september 2023 08:36
Færa niður afkomuspá Uppfærð afkomuspá Icelandair gerir ráð fyrir minni hagnaði á árinu en áður var búið að gera. Farþega- og leiguflugsstarfsemi félagsins skilar betri rekstarniðurstöðu en í fyrra en fraktstarfsemin hefur verið erfið. Viðskipti innlent 13. september 2023 22:29
„Augljóst að það er ekki traust til fjármálaráðherra að selja Íslandsbanka“ Búist er við miklum átökum á Alþingi í vetur þegar ríkisstjórnin leggur fram mörg umdeild frumvörp. Þingmenn stjórnarandstöðunnar spá því að efnahagsmálin verði umfangsmikil og treysta ekki fjármálaráðherra til að selja Íslandsbanka. Ríkisstjórnin er sögð rúin trausti. Innlent 13. september 2023 18:31
Kvika ræðst í hagræðingu og segir upp á annan tug starfsmanna Innan við einum mánuði eftir innkomu Ármanns Þorvaldssonar sem nýs bankastjóra Kviku hefur bankinn ráðist í uppsagnir þvert á svið samstæðunnar. Stöðugildum innan bankans var þannig fækkað um liðlega fjögur prósent í aðgerðum dagsins í dag sé tekið mið af heildarstarfsmannafjölda félagsins, samkvæmt upplýsingum Innherja. Innherji 12. september 2023 19:06
Afturkippur í verðlagningu hlutabréfa Eftir að Úrvalsvísitala Kauphallarinnar var byrjuð að vera betur verðlögð miðað við hagnað þeirra félaga sem standa að baki henni, borið saman við ávöxtunarkröfu ríkisbréfa, þá hefur hún tekið afturkipp á síðustu tveimur mánuðum. Umræðan 12. september 2023 15:00
Hagar ráða forstöðumann sjálfbærni og samfélagsábyrgðar Anton Birkir Sigfússon hefur verið ráðinn í nýja stöðu forstöðumanns sjálfbærni og samfélagsábyrgðar hjá Högum hf.. Í starfinu mun hann halda áfram að móta og innleiða stefnur, markmið og aðgerðaráætlanir félagsins tengdum málaflokknum ásamt því að hafa umsjón með sjálfbærniuppgjöri Haga. Viðskipti innlent 12. september 2023 08:37
Kafarar á leið að skipinu til að meta skemmdir Kafarar eru á leið að þýsku flutningaskipi sem liggur nú við Sundabakka. Mengunargirðing er umhverfis skipið vegna gruns um olíuleka. Búið er að staðfesta skemmdir á skipinu en ekki umfang þeirra. Innlent 11. september 2023 10:36
Funheitar og föngulegar flugfreyjur Flugfreyjustarfið var lengi álitið kvennastarf sem einkenndist af glamúr, glæsileika og kynþokka. Konur eru enn í miklum meirihluta innan starfsstéttarinnar þrátt fyrir töluverða aukningu af karlmönnum síðastliðin ár. Starf flugfreyju er fyrst og fremst öryggisstarf. Lífið 10. september 2023 21:00
Bóksal tapaði 1,6 milljarði eftir að hafa selt stöður sínar í hlutabréfum Fjárfestingafélagið Bóksal, sem var um skeið umsvifamikið á innlendum hlutabréfamarkaði, losaði um nær allar stöður sínar í skráðum félögum á liðnu ári samhliða því að greiða upp um fimm milljarða króna skuld við lánastofnanir. Félagið, sem er í eigu hjónanna Boga Þórs Siguroddssonar og Lindu Bjarkar Ólafsdóttur, tapaði tæplega 1,6 milljarði króna á árinu 2022. Innherji 10. september 2023 11:48
IFS lækkar verðmat Marels um tíu prósent en mælir með að halda bréfunum IFS greining lækkaði verðmat sitt á Marel um tíu prósent frá fyrra mati og ráðleggur fjárfestum að halda hlutabréfum fyrirtækisins. Rekstur félagsins á öðrum ársfjórðungi hélt áfram að valda vonbrigðum. Helsti vandi Marels er kostnaðarstjórnun, segir í greiningu. Innherji 8. september 2023 14:03