Arion banki vill sameinast Íslandsbanka Árni Sæberg skrifar 14. febrúar 2025 16:45 Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka, og Jón Guðni Ómarsson, bankastjóri Íslandsbanka. Vísir/Vilhelm Stjórn Arion banka ákvað á fundi sínum í dag að lýsa yfir áhuga á að hefja viðræður við stjórn Íslandsbanka um samruna félaganna. Bréf þess efnis hefur verið sent til stjórnarformanns og bankastjóra Íslandsbanka. Þetta segir í tilkynningu frá Arion banka til Kauphallar. Þar segir að Arion banki sjái mikil tækifæri í samruna bankanna fyrir viðskiptavini, hluthafa og íslenskt hagkerfi. „Það er staðreynd að þrátt fyrir fjölmargar hagræðingaraðgerðir íslenskra banka á undanförnum árum þá er kostnaður fjármálakerfisins enn hlutfallslega hár hér á landi í alþjóðlegum samanburði. Það er bæði vegna smæðar íslenska hagkerfisins og þeirrar staðreyndar að þrír stærstu bankar landsins eru allir flokkaðir sem kerfislega mikilvæg fjármálafyrirtæki samkvæmt evrópskri löggjöf. Þeir þurfa því að uppfylla flókið og umfangsmikið regluverk Evrópusambandsins, sem er samið með miklu stærri fjármálafyrirtæki í huga, auk séríslenskra reglna.“ Einstakt tækifæri Stjórn bankans sjái því einstakt tækifæri í því að sameina Arion banka og Íslandsbanka. Þannig verði til skilvirkari og öflugri banki sem sé betur í stakk búinn að mæta þörfum viðskiptavina, fjárfesta í auknum mæli í þróun og nýsköpun og styðja við vöxt íslensks efnahagslífs. „Hægt verður að ná fram umtalsverðri samlegð með samruna bankanna og draga þar með úr kostnaði í íslensku fjármálakerfi neytendum og hluthöfum bankanna til góða.“ Segir heimilin geta sparað sér fimmtíu milljarða Þá segir að Arion banki sé reiðubúinn að vinna náið með Samkeppniseftirlitinu til að tryggja að fimm milljarðar króna að lágmarki, af þeim árlega sparnaði sem myndi nást fram við samruna bankanna, skili sér til neytenda. „Yfir tíu ára tímabil næmi beinn sparnaður íslenskra heimila því 50 milljörðum króna fyrir utan annan ávinning og sparnað sem af samrunanum myndi hljótast.“ Bjóða fimm prósenta yfirverð Að auki sé Arion banki reiðubúinn að bjóða hluthöfum Íslandsbanka, þar með talið íslenska ríkinu sem á 42,5 prósent í bankanum, fimm prósenta yfirverð miðað við meðaltal dagslokagengis síðustu 30 daga við ákvörðun skiptigengis félaganna í samrunanum. Hlutur ríkisins í sameinuðu félagi yrði yfir 20 prósent. Í gegnum ríkið og lífeyrissjóði ætti almenningur á Íslandi, með óbeinum hætti, meirihluta í sameinuðum banka. „Arion telur að samruni bankanna myndi uppfylla öll þrjú skilyrði leiðbeininga framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um lárétta samruna; ávinningur neytenda er verulegur, hann er mælanlegur og næst ekki með öðrum leiðum.“ Í bréfi Arion banka til Íslandsbanka, sem sjá má hér, sé nánar farið yfir þá kosti sem Arion banki sér í samruna bankanna. Fréttin hefur verið uppfærð. Arion banki Íslandsbanki Kauphöllin Fjármálafyrirtæki Mest lesið Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Fleiri fréttir Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Sjá meira
Þetta segir í tilkynningu frá Arion banka til Kauphallar. Þar segir að Arion banki sjái mikil tækifæri í samruna bankanna fyrir viðskiptavini, hluthafa og íslenskt hagkerfi. „Það er staðreynd að þrátt fyrir fjölmargar hagræðingaraðgerðir íslenskra banka á undanförnum árum þá er kostnaður fjármálakerfisins enn hlutfallslega hár hér á landi í alþjóðlegum samanburði. Það er bæði vegna smæðar íslenska hagkerfisins og þeirrar staðreyndar að þrír stærstu bankar landsins eru allir flokkaðir sem kerfislega mikilvæg fjármálafyrirtæki samkvæmt evrópskri löggjöf. Þeir þurfa því að uppfylla flókið og umfangsmikið regluverk Evrópusambandsins, sem er samið með miklu stærri fjármálafyrirtæki í huga, auk séríslenskra reglna.“ Einstakt tækifæri Stjórn bankans sjái því einstakt tækifæri í því að sameina Arion banka og Íslandsbanka. Þannig verði til skilvirkari og öflugri banki sem sé betur í stakk búinn að mæta þörfum viðskiptavina, fjárfesta í auknum mæli í þróun og nýsköpun og styðja við vöxt íslensks efnahagslífs. „Hægt verður að ná fram umtalsverðri samlegð með samruna bankanna og draga þar með úr kostnaði í íslensku fjármálakerfi neytendum og hluthöfum bankanna til góða.“ Segir heimilin geta sparað sér fimmtíu milljarða Þá segir að Arion banki sé reiðubúinn að vinna náið með Samkeppniseftirlitinu til að tryggja að fimm milljarðar króna að lágmarki, af þeim árlega sparnaði sem myndi nást fram við samruna bankanna, skili sér til neytenda. „Yfir tíu ára tímabil næmi beinn sparnaður íslenskra heimila því 50 milljörðum króna fyrir utan annan ávinning og sparnað sem af samrunanum myndi hljótast.“ Bjóða fimm prósenta yfirverð Að auki sé Arion banki reiðubúinn að bjóða hluthöfum Íslandsbanka, þar með talið íslenska ríkinu sem á 42,5 prósent í bankanum, fimm prósenta yfirverð miðað við meðaltal dagslokagengis síðustu 30 daga við ákvörðun skiptigengis félaganna í samrunanum. Hlutur ríkisins í sameinuðu félagi yrði yfir 20 prósent. Í gegnum ríkið og lífeyrissjóði ætti almenningur á Íslandi, með óbeinum hætti, meirihluta í sameinuðum banka. „Arion telur að samruni bankanna myndi uppfylla öll þrjú skilyrði leiðbeininga framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um lárétta samruna; ávinningur neytenda er verulegur, hann er mælanlegur og næst ekki með öðrum leiðum.“ Í bréfi Arion banka til Íslandsbanka, sem sjá má hér, sé nánar farið yfir þá kosti sem Arion banki sér í samruna bankanna. Fréttin hefur verið uppfærð.
Arion banki Íslandsbanki Kauphöllin Fjármálafyrirtæki Mest lesið Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Fleiri fréttir Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Sjá meira
Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Viðskipti innlent
Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Viðskipti innlent