Stjórn SKEL boðar sex milljarða arðgreiðslu til hluthafa
![Jón Ásgeir Jóhannesson, stjórnarformaður SKEL, fer fyrir hópi fjárfesta í félaginu Streng sem á ríflega 51 prósenta eignarhlut í SKEL.](https://www.visir.is/i/D7D42A0C465A60E1EA9EB0CD8DF4D25B8FDB3F9414D7B95A65D7FF4FFDC804D3_713x0.jpg)
Fjárfestingafélagið SKEL, sem fer með meirihluta í Styrkás, hefur ákveðið að bjóða um tíu til fimmtán prósenta eignarhlut í innviðafyrirtækinu til sölu en stefnt er að skráningu þess innan tveggja ára. Þá boðar stjórn SKEL arðgreiðslu til hluthafa – í tveimur jöfnum greiðslum – upp á sex milljarða, nánast allur hagnaður síðasta árs, en það er sambærileg fjárhæð og hefur verið greidd út samanlagt til hluthafa frá árinu 2018.
Tengdar fréttir
![](https://www.visir.is/i/E781261D636BA5D9E2270F5A6C4918591AE13CC08AA9B3F2C0326D9CE8E02385_308x200.jpg)
Samkaup verðmetið á yfir níu milljarða í hlutafjáraukningu verslunarkeðjunnar
Samkaup freistar þess núna að sækja sér aukið fjármagn frá núverandi hluthöfum en miðað við áskriftargengið í yfirstandandi hlutafjáraukningu, sem á að klárast í vikunni, er hlutafjárvirði verslunarsamsteypunnar talið vera ríflega níu milljarðar króna. Félagið skilaði talsverðu tapi á síðasta ári sem einkenndist af krefjandi rekstraraðstæðum en mikil samlegðaráhrif eru áætluð með boðuðum samruna Samkaupa og Heimkaupa.
![](https://www.visir.is/i/856633D8BF3EEFF4F0C276A23255DAD40B2DFEF8C6B2F52517F14DA0E29A57EF_308x200.jpg)
Samkaup ætlar að auka hlutafé sitt um einn milljarð eftir mikið tap á árinu
Hluthafar Samkaupa, sem hefur núna boðað sameiningu við Heimkaup, hafa samþykkt að ráðast í hlutafjáraukningu upp á samtals liðlega einn milljarð króna eftir erfitt rekstrarár en útlit er fyrir að heildartap matvörukeðjunnar muni nema mörg hundruð milljónum. Þá hefur fjárfestingafélagið SKEL fengið Guðjón Kjartansson, sem starfaði um árabil meðal annars í fyrirtækjaráðgjöf Arion banka, sem fulltrúa sinn í stjórn Samkaupa.
![](https://www.visir.is/i/B047E7392FB6E66BB035AFCD6AA03451529F2E17D5EA9FF9521A7D4E1C9FE184_308x200.jpg)
Væntanlegur samruni við Samkaup mun breyta dagvörumarkaðinum mikið
Boðaður samruni Heimkaupa, sem opnaði nýlega verslunina Prís, og Orkunnar við Samkaup mun breyta miklu fyrir dagvörumarkaðinn en hann ætti að hafa í för með sér verulega stærðarhagkvæmni í innkaupum og betri nýtingu á rekstrarfjármunum, að sögn hlutabréfagreinanda. Verðmatsgengi fjárfestingafélagsins SKEL er nokkuð yfir núverandi markaðsgengi, samkvæmt nýrri greiningu, og áætlað er að velta Prís á þeim ríflega fjórum mánuðum sem hún verður starfrækt á þessu ári muni nema um þremur milljörðum.
![](https://www.visir.is/i/2C5E842E0C4C713AA30442AC916370880176DE63E1638CE432B1CBEA03BA3360_308x200.jpg)
SKEL eignast um þriðjungshlut í tansanísku námufélagi
Fjárfestingafélagið SKEL hefur keypt um þriðjungshlut í tansaníska fyrirtækinu Baridi, stofnað af Íslendingi, sem heldur utan um fjölmörg rannsóknarleyfi þar í landi til námuvinnslu á ýmsum verðmætum málmum. Til að fjármagna áformaða námuvinnslu félagsins er til skoðunar að sækja frekara hlutafé frá fjárfestum hér á landi.