Almenningur fær forgang og lægsta verðið Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 14. febrúar 2025 18:10 Almenningur fær forgang í sölu á Íslandsbanka. Vísir Fjármálaráðuneytið hefur kynnt fyrirkomulag sölu á eftirstandandi hlut ríkisins í Íslandsbanka, sem fyrirhuguð er á næstu misserum. Í því felst að einstaklingar fá lægsta verðið í sölunni, allt að fimm prósenta afslátt frá markaðsvirði, og forgang við úthlutun. Í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins segir að salan á þeim 42,5 prósentum sem ríkið á í Íslandsbanka fari fram með útboði. Almenningur hefur forgang, samkvæmt lögum sem samþykkt voru síðasta sumar, og eiga að tryggja að hlutlægni, hagkvæmni, jafnræði og gagnsæi verði viðhaft. Þá hafa verið lögð fram frumvarpsdrög í samráðsgátt um að bæta þriðju tilboðsbókinni við, tilboðsbók C. Sú tilboðsbók sé fyrir fagfjárfesta og tekið yrði við tilboðum fyrir að lágmarki 300 milljóna króna. Aðeins einstaklingar mega gera tilboð í tilboðsbók A fyrir að lágmarki tuttugu milljónir króna. Tilboðsbók B er fyrir lögaðila og almenning þar sem tilboðið þarf að vera að lágmarki tvær milljónir króna. Í tilkynningunni stendur að með því að bæta við þriðju tilboðsbókinni sé þátttaka allra fjárfestahópa tryggð. Stjórn Arion banka lýsti því yfir fyrr í dag að þau hefðu áhuga á að sameina bankana tvo. Bréf þess efnis var sent til stjórnarformanns og bankastjóra Íslandsbanka. Tilboðsbækurnar eru eftirfarandi: Tilboðsbók A: Aðeins einstaklingum er heimilt að gera tilboð í tilboðsbók A, fyrir allt að 20 milljónir króna Gengið í tilboðsbók A verður á föstu verði. Verð miðast við meðalverð hlutabréfa í Íslandsbanka hf. síðustu 15 daga fyrir birtingu útboðslýsingar, eða síðasta dagslokagengi, með allt að 5% afslætti. Úthlutanir í A-bók verða ekki skertar vegna hinna tilboðsbókanna, en komi til skerðingar, verður það gert hlutfallslega. Þannig verður almenningi tryggt lægsta verð og forgang við úthlutun. Tilboðsbók B: Lögaðilar og almenningur geta boðið í hluti í bankanum í tilboðsbók B. Þar er lágmarkskaupverð 2 milljónir króna. Úthlutun er á grundvelli verðs en verðmyndun fer fram með jafnvægisútboði samkvæmt aðferðafræði sem jafnan er kennd við Holland. Verðið má þó aldrei verða lægra en verð A-bókarinnar. Þar sem úthlutun verður á grundvelli verðs en verðið mun þó aldrei fara niður fyrir fast verð A-bókarinnar. Úthlutanir til tilboðsbókar B verða ekki skertar vegna tilboðsbókar C. Tilboðsbók C: Stórir eftirlitsskyldir fagfjárfestar geta gert tilboð í tilboðsbók C. Þar er tekið við tilboðum fyrir að lágmarki 300 milljónir króna, í kjölfar markaðsþreifinga fyrir útboð. Markaðsþreifingar miða að því að fá stóra eftirsóknarverða fagfjárfesta að borðinu til að tryggja sem mesta eftirspurn í útboðinu. Þessir aðilar verða að uppfylla það skilyrði að samanlögð fjárhæð eigna þeirra í stýringu sé jafnvirði 70 milljarða króna eða hærra. Verð í tilboðsbók C er hið sama og myndast í tilboðsbók B. Íslandsbanki Salan á Íslandsbanka Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Viðskipti innlent Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Neytendur „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Sjá meira
Í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins segir að salan á þeim 42,5 prósentum sem ríkið á í Íslandsbanka fari fram með útboði. Almenningur hefur forgang, samkvæmt lögum sem samþykkt voru síðasta sumar, og eiga að tryggja að hlutlægni, hagkvæmni, jafnræði og gagnsæi verði viðhaft. Þá hafa verið lögð fram frumvarpsdrög í samráðsgátt um að bæta þriðju tilboðsbókinni við, tilboðsbók C. Sú tilboðsbók sé fyrir fagfjárfesta og tekið yrði við tilboðum fyrir að lágmarki 300 milljóna króna. Aðeins einstaklingar mega gera tilboð í tilboðsbók A fyrir að lágmarki tuttugu milljónir króna. Tilboðsbók B er fyrir lögaðila og almenning þar sem tilboðið þarf að vera að lágmarki tvær milljónir króna. Í tilkynningunni stendur að með því að bæta við þriðju tilboðsbókinni sé þátttaka allra fjárfestahópa tryggð. Stjórn Arion banka lýsti því yfir fyrr í dag að þau hefðu áhuga á að sameina bankana tvo. Bréf þess efnis var sent til stjórnarformanns og bankastjóra Íslandsbanka. Tilboðsbækurnar eru eftirfarandi: Tilboðsbók A: Aðeins einstaklingum er heimilt að gera tilboð í tilboðsbók A, fyrir allt að 20 milljónir króna Gengið í tilboðsbók A verður á föstu verði. Verð miðast við meðalverð hlutabréfa í Íslandsbanka hf. síðustu 15 daga fyrir birtingu útboðslýsingar, eða síðasta dagslokagengi, með allt að 5% afslætti. Úthlutanir í A-bók verða ekki skertar vegna hinna tilboðsbókanna, en komi til skerðingar, verður það gert hlutfallslega. Þannig verður almenningi tryggt lægsta verð og forgang við úthlutun. Tilboðsbók B: Lögaðilar og almenningur geta boðið í hluti í bankanum í tilboðsbók B. Þar er lágmarkskaupverð 2 milljónir króna. Úthlutun er á grundvelli verðs en verðmyndun fer fram með jafnvægisútboði samkvæmt aðferðafræði sem jafnan er kennd við Holland. Verðið má þó aldrei verða lægra en verð A-bókarinnar. Þar sem úthlutun verður á grundvelli verðs en verðið mun þó aldrei fara niður fyrir fast verð A-bókarinnar. Úthlutanir til tilboðsbókar B verða ekki skertar vegna tilboðsbókar C. Tilboðsbók C: Stórir eftirlitsskyldir fagfjárfestar geta gert tilboð í tilboðsbók C. Þar er tekið við tilboðum fyrir að lágmarki 300 milljónir króna, í kjölfar markaðsþreifinga fyrir útboð. Markaðsþreifingar miða að því að fá stóra eftirsóknarverða fagfjárfesta að borðinu til að tryggja sem mesta eftirspurn í útboðinu. Þessir aðilar verða að uppfylla það skilyrði að samanlögð fjárhæð eigna þeirra í stýringu sé jafnvirði 70 milljarða króna eða hærra. Verð í tilboðsbók C er hið sama og myndast í tilboðsbók B.
Íslandsbanki Salan á Íslandsbanka Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Viðskipti innlent Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Neytendur „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Sjá meira
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent