Elísabet nýr framkvæmdastjóri áhættustýringar Kviku Elísabet G. Björnsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri áhættustýringar Kviku banka og tekur sæti í framkvæmdastjórn bankans. Viðskipti innlent 4. október 2023 19:21
Félag Árna Odds tapaði yfir 1.100 milljónum eftir verðfall á bréfum Marels Eignarhaldsfélag í eigu Árna Odds Þórðarsonar, forstjóra Marels, tapaði yfir 1.122 milljónum króna á síðasta ári eftir mikið verðfall á gengi bréfa Marels sem er eina undirliggjandi eign félagsins. Eigið fé þess var neikvætt um liðlega 600 milljónir um áramótin en endurgreiðsla láns við fjármálastofnun sem hvílir á félaginu, tryggt með veðum í bréfum Eyris Invest, var framlengt til þriggja ára. Innherji 4. október 2023 14:56
Ásmundur Tryggvason ráðinn forstjóri Styrkáss Ásmundur Tryggvason hefur verið ráðinn forstjóri Styrkáss, nýs þjónustufyrirtækis sem samanstendur af Skeljungi og Kletti. Skrá á félagið í Kauphöll á Íslandi fyrir árslok 2027 og mun Ásmundur leiða þá vinnu. Innherji 4. október 2023 13:02
Kvika boðar sölu á TM og vill styrkja „verulega“ bankastarfsemina Aðeins 30 mánuðum eftir að Kvika og TM sameinuðust formlega hefur stjórn bankans ákveðið að hefja undirbúning að sölu eða skráningu á tryggingafélaginu, sem hefur verið sagt líklega hið „ódýrasta“ á markaði, en tekjusamlegð af bankastarfsemi og tryggingarrekstri hefur reynst „takmörkuð.“ Horft er til þess að greiða út stóran hluta söluandvirðis til hluthafa en bæði greinendur og stórir hluthafar höfðu hvatt Kviku til að skoða sölu eigna með hliðsjón af því að markaðsgengi bankans væri undir upplausnarvirði. Innherji 3. október 2023 21:06
Kvika stefnir á sölu eða skráningu TM Í framhaldi af stefnumótunarvinnu Kviku banka hefur stjórn Kviku tekið ákvörðun um að hefja undirbúning að sölu eða skráningu TM trygginga hf.. Viðskipti innlent 3. október 2023 19:23
Skráning Arnarlax „skref í að ná meiri samfélagslegri sátt“ um laxeldi Það er ekki á hverjum degi sem fyrirtæki á Bíldudal er skráð á hlutabréfamarkað, sagði forstjóri Arnarlax við skráningu laxeldsins á markað. „Þetta er skref í að ná meiri samfélagslegri sátt um það sem við erum að gera.“ Innherji 3. október 2023 16:00
Hvernig fylgist ég með hlutabréfamarkaðnum? Almenningshlutabréfamarkaðir byggja á gagnsæi. Fjárfestar hafa aðgang að aragrúa upplýsinga um skráð félög, hlutabréfaverð, viðskipti, hagtölur og margt fleira. Skráðu félögin þurfa samkvæmt lögum og reglum að birta alls konar upplýsingar opinberlega. Skoðun 3. október 2023 13:30
Bein útsending: Íslenska bankakerfið - okur eða almannahagur? ASÍ, BSRB, BHM og Neytendasamtökin standa fyrir morgunverðarfundi um nýútkomna skýrslu um gjaldtöku og arðsemi bankanna sem stendur milli klukkan 8:30 og 10:30. Viðskipti innlent 3. október 2023 08:00
Halda upp á afmæli fyrstu stóru flugvélar Íslendinga Íslenskir flugáhugamenn undirbúa núna afmælisveislu fyrir flugvél. Ein ástsælasta flugvél landsins varð nefnilega áttræð í gær og verður tímamótunum fagnað í Flugsafni Íslands á Akureyri um næstu helgi. Innlent 2. október 2023 21:33
Ráðin framkvæmdastjóri Bakkans vöruhótels Eva Guðrún Torfadóttir verkfræðingur hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Bakkans vöruhótels og kemur á sama tíma inn í framkvæmdastjórn Festi hf. Viðskipti innlent 2. október 2023 10:53
Verðlagning hlutabréfa lækkaði á ný Í september lækkaði svonefndur hagsveifluleiðréttur hagnaður (CAPE) sem hlutfall af virði Úrvalsvísitölunnar í Kauphöllinni, eða úr 29,4 í 26,6, sem má rekja til liðlega níu prósenta lækkunar á hlutabréfaverði félaganna að baki vísitölunni. Umræðan 2. október 2023 09:47
Samrunaviðræður Eikar og Reita í strand Fasteignafélögin Eik og Reitir hafa hætt viðræðum um mögulegan samruna fasteignafélaganna tveggja. Viðskipti innlent 1. október 2023 19:21
Móðurfélag Arnarlax mætt First North-markaðinn Icelandic Salmon AS, móðurfélag laxeldisfyrirtækisins Arnarlax, var skráð á Nasdaq First North vaxtarmarkaðinn á Íslandi. Félagið verður með auðkennið ISLAX. Viðskipti innlent 29. september 2023 14:56
Skólabörn frá Vopnafirði urðu strandaglópar í Amsterdam Skólabörn frá Vopnafjarðarskóla urðu strandaglópar í Amsterdam í dag eftir að yfirbókað var í flugvél frá Play sem flogið var heim til Íslands. Þau verða flutt til Brussel og flogið til Íslands á morgun. Innlent 29. september 2023 14:05
Flest „lagst gegn“ bankanum frá síðustu ákvörðun og spáir 50 punkta hækkun Á þeim ríflega mánuði sem er liðin frá því að peningastefnunefnd Seðlabankans hækkaði síðast vextina í 9,25 prósent þá hafa skammtímavísbendingarnar „heilt yfir lagst gegn“ bankanum, hvort sem litið er til verðbólgu, verðbólguvæntingar eða þróunar efnahagsmál, að mati greiningar Arion banka, sem spáir þess vegna að nefndin muni hækka vextina á ný um 50 punkta. Aðhald peningastefnunnar sé „enn of lítið“ og fari verðbólguvæntingar ekki að hjaðna á næstunni er sennilegt að vextirnir muni brjóta tíu prósenta múrinn áður en árið er liðið. Innherji 29. september 2023 12:01
Sjá fram á 550 milljóna króna hagnað á þriðja ársfjórðungi Flugfélagið Play sér fram á að skila hagnaði sem nemur um 550 milljónum króna, eða því sem nemur fjórum milljónum Bandaríkjadala á þriðja ársfjórðungi. Þetta er meðal þess sem kemur fram í tilkynningu félagsins. Viðskipti innlent 28. september 2023 18:51
Kaup Ljósleiðarans á stofnneti Sýnar heimiluð Samkeppniseftirlitið hefur heimilað kaup Ljósleiðarans á stofnneti Sýnar án skilyrða. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Ljósleiðaranum. Viðskipti innlent 28. september 2023 18:15
Fjárfestingafélag Heiðars hagnast um nærri hálfan milljarð Fjárfestingafélag Heiðars Guðjónssonar, fyrrverandi forstjóra Sýnar, skilaði tæplega 470 milljóna króna hagnaði í fyrra en Ursus seldi þá allan eignarhlut sinn í fjölmiðla- og fjarskiptafyrirtækinu. Góð afkoma Ursus í fyrra skýrist einkum af uppfærslu á óbeinum eignarhlut félagsins í HS Veitum. Innherji 28. september 2023 15:09
Umræðu um alvarleg samkeppnisbrot snarlega stýrt í aðrar áttir Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, er málshefjandi í sérstakri umræðu um samkeppniseftirlit á Alþingi en til andsvara er Lilja Dögg Alfreðsdóttir viðskiptaráðherra. Innlent 28. september 2023 14:45
Steinunn Linda frá Marel til Varðar Steinunn Linda Jónsdóttir hefur verið ráðin rekstrarstjóri hjá Verði og mun hefja störf 15. nóvember næstkomandi. Hún kemur til fyrirtækisins frá Marel. Viðskipti innlent 28. september 2023 13:11
Guðmundur hættir aftur hjá Bónus Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónus, hefur óskað eftir því að láta af störfum hjá félaginu frá og með áramótum. Hann hefur gegnt starfinu síðan árið 1998, 25 ár. Björgvin Víkingsson, aðstoðarframkvæmdastjóri og innkaupastjóri Bónus hefur verið ráðinn í starf framkvæmdastjóra og tekur við um áramótin. Viðskipti innlent 27. september 2023 16:29
Samskip krefja Eimskip um bætur Samskip hafa falið Mörkinni lögmannsstofu að sækja bætur á hendur Eimskipi vegna þess sem félagið kallar ólögmætar og saknæmar athafnir félagsins gagnvart Samskipum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. Viðskipti innlent 27. september 2023 15:49
Lífeyrissjóðir vilja bíða með aukið valfrelsi og starfshópur rýni málið Landssamtök lífeyrissjóða og Frjálsi lífeyrissjóðurinn leggja til að beðið verði með að leggja frumvarp um aukið valfrelsi til fjárfestinga í viðbótarsparnaði og að hópur sem vinnur að gerð grænbókar um lífeyriskerfið rýni í málið fyrst. Grænbókin er undanfari hvítbókar með tillögum um lagabreytingar. Innherji 27. september 2023 07:31
Ísfélagið setur stefnuna á risaskráningu á markað undir lok ársins Sjávarútvegsrisinn Ísfélagið, nýlega sameinað fyrirtæki Ísfélags Vestmannaeyja og Ramma á Siglufirði, hefur gengið frá ráðningum á helstu fjármálaráðgjöfum vegna undirbúnings að skráningu og frumútboði félagsins í Kauphöllina. Gangi núverandi áætlanir Ísfélagsins eftir verður fyrirtækið eitt hið stærsta að markaðsvirði á íslenskum hlutabréfamarkaði áður en árið er liðið. Innherji 26. september 2023 17:04
Verður nýr framkvæmdastjóri eftir skipulagsbreytingar hjá Arion Nýtt skipurit tekur gildi í dag hjá Arion banka með nýju sviði reksturs og menningar. Birna Hlín Káradóttir, sem gegnt hefur starfi yfirlögfræðings bankans frá árinu 2019, mun stýra sviðinu. Viðskipti innlent 26. september 2023 14:22
Vodafone opnar háhraðaherbergi í Arena Vodafone opnaði á dögunum fyrsta háhraða herbergið á Íslandi í Arena Gaming í Kópavogi. Það er sagt bjóða rafíþróttamönnum og leikjaspilurum hina bestu mögulegu upplifun við spilun tölvuleikja. Leikjavísir 26. september 2023 13:35
Ódýrasta tryggingafélagið á hlutabréfamarkaði sé „líklega“ TM Markaðsvirði Sjóvár og VÍS er næstum tvöfalt á við bókfært virði eigin fjár á meðan fjárfestar verðleggja Kviku, sem á TM, á tæplega bókfært eigið fé. „Þetta er sérstaklega athyglisvert því að rekstur TM er stór hluti“ í rekstri bankans, segir í hlutabréfagreiningu, og TM sé því „líklega“ ódýrasta tryggingafélagið á markaðinum. Innherji 26. september 2023 13:01
Bandaríski risinn Capital Group stækkar enn stöðu sína í Íslandsbanka Sjóðastýringarfélagið Capital Group, stærsti erlendi fjárfestirinn í hlutahafahópi Íslandsbanka, jók nokkuð við eignarhlut sinn fyrr í þessum mánuði eftir að hlutabréfaverð bankans hafði fallið skarpt síðustu vikur. Erlendir fjárfestar hafa ekki átt stærri samanlagðan hlut í bankanum frá skráningu hans sumarið 2021. Innherji 26. september 2023 10:42
Kaupir helmingshlut í Ice Fresh Seafood ehf. Samherji og Síldarvinnslan hafa gengið frá kaupum þess síðarnefnda á helmingshlut í sölufyrirtækinu Ice Fresh Seafood en með því lýkur viðræðum sem fyrst var tilkynnt um í lok mars á þessu ári. Viðskipti innlent 26. september 2023 10:11
Kaup Brims á hlut í Iceland Seafood „skref í að vinna með öðrum í sölu“ Forstjóri Brims segir um kaup á ellefu prósenta hlut í Iceland Seafood International að lengi hafi staðið til að styrkja sölukerfi útgerðarinnar á fiskafurðum. „Þetta er eitt skref í að vinna með öðrum í sölu.“ Innherji 25. september 2023 16:38