„Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Árni Sæberg skrifar 18. febrúar 2025 14:45 Kristrún Frostadóttir er forsætisráðherra. Vísir/Vilhelm Forsætisráðherra segir að það kæmi sér verulega á óvart ef af samruna Arion banka og Íslandsbanka yrði, sé tekið mið af fyrri ákvarðanatöku Samkeppniseftirlitsins á fjármálamarkaði. Líkt og ítarlega hefur verið fjallað um sendi stjórn Arion banka stjórn Íslandsbanka erindi á föstudag þar sem áhuga á samruna bankanna tveggja var lýst yfir. Sameinaður banki yrði sá stærsti á markaði hér á landi, um þriðjungi stærri en Landsbankinn. Ríkissjóður er enn sem komið er stærsti einstaki eigandi Íslandsbanka með 42,5 prósenta eignarhlut, sem stendur til að selja í opnu útboði á næstu misserum. Gengi samruni Arion banka og Íslandsbanka í gegn fyrir söluna, yrði ríkið áfram stærsti einstaki hluthafi sameinaðs bankans. Talsvert um efasemdaraddir Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi að hann teldi samrunann ekki myndu koma til með að auka samkeppni á fjármálamarkaði. Skoða yrði heildarhagsmuni allrar þjóðarinnar. Þá hafa formenn bæði efnahags- og viðskiptanefndar og fjárlaganefndar lýst yfir miklum efasemdum um ágæti mögulegs samruna. Það hefur formaður Neytendasamtakanna gert sömuleiðis. Ríkið ekki lengur í meirihluta Margrét Helga Erlingsdóttir fréttamaður spurði Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra út í mögulegan samruna, að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. „Eins og staðan er núna er stjórn Íslandsbanka að taka þetta tilboð til skoðunar. Auðvitað er staðan sú að íslenska ríkið er ekki eini aðilinn sem situr þarna við borðið. Íslenska ríkið er komið undir meirihluta í Íslandsbanka. Við verðum auðvitað að gefa fólki eðlilegan tíma til þess að fara í gegnum þá stöðu sem komin er upp,“ segir Kristrún. Líta verði til almannahagsmuna Sem áður segir hefur Kristrún efasemdir um að Samkeppniseftirlitið myndi heimila samrunann, ef til hans kæmi, miðað við fyrri ákvarðanir hans á fjármálamarkaði. „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika.“ „Ef þú spyrð mig um mína pólitíku skoðun, þá skil ég alveg þau sjónarmið að fólk vilji ýta undir skilvirkni og hagræðingu. Það breytir því samt ekki að málin flækjast þegar kemur að neytendahliðinni, markaðslegu aðhaldi og hvert hagræðing rennur. Ég er kosin og við öll hérna í pólitík, til að gæta almannahagsmuna. Við þurfum að gæta almannahagsmuna í þessu máli og þess vegna munum við fylgjast mjög vel með á næstu dögum,“ segir Kristrún. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Íslandsbanki Arion banki Fjármálafyrirtæki Tengdar fréttir Bankarnir áður svikið neytendur Formaður fjárlaganefndar Alþingis er ekki spenntur fyrir mögulegri sameiningu Arion og Íslandsbanka. Bankarnir hafi sýnt það í gegnum tíðina að neytendur séu ekki í forgangi hjá þeim, og efast hann um að það sé að breytast. 16. febrúar 2025 20:28 Fjölmargar hindranir yrðu á vegi mögulegs risasamruna á bankamarkaði Mögulegur samruni Íslandsbanka og Arion, sem myndi búa til stærsta banka landsins og skapa mikla samlegð með aukinni stærðarhagkvæmni, yrði í senn flókinn og erfiður út frá samkeppnislegum sjónarmiðum, meðal annars þegar kæmi að stöðu sameinaðs banka á sviði innlánastarfsemi, eignastýringarmarkaðar og útlánum til fyrirtækja. Það var mat Bankasýslunnar árið 2020, sem þá hélt utan um eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka, að af samruna þessara banka gæti ekki orðið nema með sérstökum lögum en á það hefur verið bent að eigi að tryggja virka samkeppni á millibankamarkaði, til dæmis viðskipti með gjaldeyri, þurfi að vera að „lágmarki þrjár burðugar“ innlánstofnanir. 16. febrúar 2025 14:33 Greiði milljarða í arð í stað þess að lækka vexti til almennings Vilhjálmur Birgisson verkalýðsforkólfur og formaður Starfsgreinasambandsins segir galið að horfa upp á arðgreiðslur íslensku bankanna sem séu af sömu stærðargráðu og kjarasamningar sem áttu að tryggja stöðugleika í íslensku samfélagi. 16. febrúar 2025 13:18 Mest lesið „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira
Líkt og ítarlega hefur verið fjallað um sendi stjórn Arion banka stjórn Íslandsbanka erindi á föstudag þar sem áhuga á samruna bankanna tveggja var lýst yfir. Sameinaður banki yrði sá stærsti á markaði hér á landi, um þriðjungi stærri en Landsbankinn. Ríkissjóður er enn sem komið er stærsti einstaki eigandi Íslandsbanka með 42,5 prósenta eignarhlut, sem stendur til að selja í opnu útboði á næstu misserum. Gengi samruni Arion banka og Íslandsbanka í gegn fyrir söluna, yrði ríkið áfram stærsti einstaki hluthafi sameinaðs bankans. Talsvert um efasemdaraddir Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi að hann teldi samrunann ekki myndu koma til með að auka samkeppni á fjármálamarkaði. Skoða yrði heildarhagsmuni allrar þjóðarinnar. Þá hafa formenn bæði efnahags- og viðskiptanefndar og fjárlaganefndar lýst yfir miklum efasemdum um ágæti mögulegs samruna. Það hefur formaður Neytendasamtakanna gert sömuleiðis. Ríkið ekki lengur í meirihluta Margrét Helga Erlingsdóttir fréttamaður spurði Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra út í mögulegan samruna, að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. „Eins og staðan er núna er stjórn Íslandsbanka að taka þetta tilboð til skoðunar. Auðvitað er staðan sú að íslenska ríkið er ekki eini aðilinn sem situr þarna við borðið. Íslenska ríkið er komið undir meirihluta í Íslandsbanka. Við verðum auðvitað að gefa fólki eðlilegan tíma til þess að fara í gegnum þá stöðu sem komin er upp,“ segir Kristrún. Líta verði til almannahagsmuna Sem áður segir hefur Kristrún efasemdir um að Samkeppniseftirlitið myndi heimila samrunann, ef til hans kæmi, miðað við fyrri ákvarðanir hans á fjármálamarkaði. „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika.“ „Ef þú spyrð mig um mína pólitíku skoðun, þá skil ég alveg þau sjónarmið að fólk vilji ýta undir skilvirkni og hagræðingu. Það breytir því samt ekki að málin flækjast þegar kemur að neytendahliðinni, markaðslegu aðhaldi og hvert hagræðing rennur. Ég er kosin og við öll hérna í pólitík, til að gæta almannahagsmuna. Við þurfum að gæta almannahagsmuna í þessu máli og þess vegna munum við fylgjast mjög vel með á næstu dögum,“ segir Kristrún.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Íslandsbanki Arion banki Fjármálafyrirtæki Tengdar fréttir Bankarnir áður svikið neytendur Formaður fjárlaganefndar Alþingis er ekki spenntur fyrir mögulegri sameiningu Arion og Íslandsbanka. Bankarnir hafi sýnt það í gegnum tíðina að neytendur séu ekki í forgangi hjá þeim, og efast hann um að það sé að breytast. 16. febrúar 2025 20:28 Fjölmargar hindranir yrðu á vegi mögulegs risasamruna á bankamarkaði Mögulegur samruni Íslandsbanka og Arion, sem myndi búa til stærsta banka landsins og skapa mikla samlegð með aukinni stærðarhagkvæmni, yrði í senn flókinn og erfiður út frá samkeppnislegum sjónarmiðum, meðal annars þegar kæmi að stöðu sameinaðs banka á sviði innlánastarfsemi, eignastýringarmarkaðar og útlánum til fyrirtækja. Það var mat Bankasýslunnar árið 2020, sem þá hélt utan um eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka, að af samruna þessara banka gæti ekki orðið nema með sérstökum lögum en á það hefur verið bent að eigi að tryggja virka samkeppni á millibankamarkaði, til dæmis viðskipti með gjaldeyri, þurfi að vera að „lágmarki þrjár burðugar“ innlánstofnanir. 16. febrúar 2025 14:33 Greiði milljarða í arð í stað þess að lækka vexti til almennings Vilhjálmur Birgisson verkalýðsforkólfur og formaður Starfsgreinasambandsins segir galið að horfa upp á arðgreiðslur íslensku bankanna sem séu af sömu stærðargráðu og kjarasamningar sem áttu að tryggja stöðugleika í íslensku samfélagi. 16. febrúar 2025 13:18 Mest lesið „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira
Bankarnir áður svikið neytendur Formaður fjárlaganefndar Alþingis er ekki spenntur fyrir mögulegri sameiningu Arion og Íslandsbanka. Bankarnir hafi sýnt það í gegnum tíðina að neytendur séu ekki í forgangi hjá þeim, og efast hann um að það sé að breytast. 16. febrúar 2025 20:28
Fjölmargar hindranir yrðu á vegi mögulegs risasamruna á bankamarkaði Mögulegur samruni Íslandsbanka og Arion, sem myndi búa til stærsta banka landsins og skapa mikla samlegð með aukinni stærðarhagkvæmni, yrði í senn flókinn og erfiður út frá samkeppnislegum sjónarmiðum, meðal annars þegar kæmi að stöðu sameinaðs banka á sviði innlánastarfsemi, eignastýringarmarkaðar og útlánum til fyrirtækja. Það var mat Bankasýslunnar árið 2020, sem þá hélt utan um eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka, að af samruna þessara banka gæti ekki orðið nema með sérstökum lögum en á það hefur verið bent að eigi að tryggja virka samkeppni á millibankamarkaði, til dæmis viðskipti með gjaldeyri, þurfi að vera að „lágmarki þrjár burðugar“ innlánstofnanir. 16. febrúar 2025 14:33
Greiði milljarða í arð í stað þess að lækka vexti til almennings Vilhjálmur Birgisson verkalýðsforkólfur og formaður Starfsgreinasambandsins segir galið að horfa upp á arðgreiðslur íslensku bankanna sem séu af sömu stærðargráðu og kjarasamningar sem áttu að tryggja stöðugleika í íslensku samfélagi. 16. febrúar 2025 13:18