Norðurljósaþota Icelandair í óvenjulegri ferð vegna bilunar Hekla Aurora, norðurljósavél Icelandair, var notuð í flugferðum innanlands til og frá Akureyri vegna bilunar í Q400-flugvél fyrirtækisins. Innlent 15. október 2023 19:44
Vara viðskiptavini við svikapóstum frá island.is Svikapóstar hafa borist viðskiptavinum Íslandsbanka í nafni island.is. Bankinn hefur varað viðskiptavini við þessum skilaboðum. Viðskipti innlent 14. október 2023 12:56
Ölgerðin hefur „vaxandi áhyggjur“ af erfiðleikum veitingahúsa Farið er að bera á erfiðleikum í rekstri veitingahúsa. „Við höfum vaxandi áhyggjur af því,“ sagði forstjóri Ölgerðarinnar á fundi með fjárfestum. Hann nefndi að það hefði ekki í för með sér „stór fjárhagsleg áföll“ fyrir fyrirtækið og fjárhagur Ölgerðarinnar réði vel við slík vandræði. Einnig var rætt um að vatn væri gullnáma og koffíndrykkir seljist í fyrsta skipti betur en kóladrykkir í stórmörkuðum. Innherji 13. október 2023 13:49
Útlit fyrir stórbætta afkomu Arion þótt virði lánasafnsins verði fært niður Væntingar eru um að hagnaður Arion banka eigi eftir að aukast um nærri helming milli ára, einkum vegna meiri vaxtatekna og viðsnúnings í fjármunatekjum, enda þótt virðisbreyting útlána verði neikvæð um rúmlega hálfan milljarð samhliða versnandi efnahagshorfum. Þrátt fyrir að afkoma Íslandsbanka, hinn stóri bankinn sem er skráður á markað, muni versna nokkuð vegna meðal annars aukins rekstrarkostnaðar þá verður arðsemin í samræmi við markmið, gangi spár hlutabréfagreinenda eftir. Innherji 13. október 2023 11:25
Vertonet hélt sína fyrstu samkomu Fyrsta fyrirtækjaheimsókn Vertonet fór fram hjá Sýn á dögunum en yfir sjötíu konur úr tæknigeiranum sóttu viðburðinn. Lífið 13. október 2023 10:10
Hausverkur, heimsendir og hefðbundin bankastarfsemi / The end of the world and traditional banking Ísland og heimaland mitt Suður-Afríka virðast við fyrstu sýn ekki eiga margt sameiginlegt. Veðrið er líkast til augljósasti munurinn og alltaf vinsælt umræðuefni. En þegar allt kemur til alls er fleira sem sameinar okkur en sundrar. Suður-Afríka, og Afríkulöndin almennt, hafa um langt skeið þurft að takast á við áskoranir – stundum naumast náð jaðarhagvexti og því er nýsköpun mikilvæg til að tryggja samkeppnishæfni landanna. Skoðun 13. október 2023 09:01
Fuerteventura komin á fluglista PLAY Ómótstæðileg náttúrufegurð, gylltar strendur, kristaltær sjór og botnlaust úrval af útivist og afþreyingu gera eyjuna Fuerteventura að fullkomnum áfangastað fyrir þau sem þyrstir í sólarfrí.PLAY flýgur nú til þessarar sólarperlu. Lífið samstarf 12. október 2023 08:47
Fá ekki markaðsleyfi fyrir hliðstæðu Stelara að svo stöddu Íslenska líftæknilyfjafélagið Alvotech segir að Lyfja-og matvælaeftirlit Bandaríkjanna muni ekki afgreiða umsókn Alvotech um markaðsleyfi fyrir AVT04 (ustekinumab), fyrirhugaða líftæknilyfjahliðstæðu við Stelara að svo stöddu. Viðskipti innlent 12. október 2023 08:28
Arion hækkar ýmist eða lækkar vexti Arion banki hækkar ýmist eða lækkar inn-og útlánavexti sína í dag, í kjölfar ákvörðunar Seðlabankans um óbreytta stýrivexti. Viðskipti innlent 11. október 2023 10:39
Gengi Amaroq rýkur upp eftir „ótrúlegar“ niðurstöður úr borunum eftir gulli Hlutabréfaverð auðlindafyrirtækisins Amaroq Minerals hefur hækkað skarpt eftir að tilraunaboranir leiddu í ljós hæsta gullmagn í sögu félagsins, meðal annars uppgötvun á nýrri gullæð, en niðurstöðurnar voru umfram væntingar að sögn forstjórans og eykur vissu um að áætlanir þess muni standast. Nokkrum dögum áður en þær niðurstöður lágu fyrir hafði breskur fjárfestingabanki hækkað verðmat sitt á Amaroq upp í tæplega 50 milljarða króna, liðlega 85 prósent yfir núverandi markaðsgengi. Innherji 11. október 2023 10:27
Nýjasta þota Airbus í krefjandi prófunum í hvassviðri í Keflavík Flugvélaframleiðandinn Airbus nýtti sér hvassviðrið á Íslandi í dag til flugprófana á nýjustu farþegaþotu sinni með því að lenda henni margsinnis í stífum hliðarvindi. Þetta er samskonar þota og ráðamenn Icelandair veðja á sem sína framtíðarvél. Innlent 10. október 2023 20:40
Marel réttir út kútnum vegna væntinga um minni söluþrýsting erlendra sjóða Hlutabréfaverð Marels, sem hefur verið undir stöðugum þrýstingi til lækkunar um nokkurt skeið, hækkaði skarpt við opnun Kauphallarinnar í morgun – heldur dró úr þeim verðhækkunum er leið á daginn – þegar fjárfestar vörpuðu öndinni léttar um að framboð á bréfum til sölu hjá erlendum sjóðum væri búið að klárast í bili. Hlutabréfamarkaðurinn snérist við fljótlega eftir óvænta afsögn Bjarna Benediktssonar sem fjármálaráðherra vegna aukinnar pólitískrar óvissu í augum fjárfesta. Innherji 10. október 2023 17:07
Karnival stemmning á árshátíð Sýnar Árshátíð Sýnar fór fram með pompi og prakt síðastliðið laugardagskvöld í Hafnarþorpinu. Salurinn í Kolaportinu var glæsilega skreyttur í karnival þema sem færði gesti inn í sannkallaðan töfraheim hátíðarinnar. Lífið 10. október 2023 15:38
Málinu lokið og hefur engu við álitið að bæta Umboðsmaður Alþingis hefur engu við álit sitt að bæta nú þegar ráðherra hefur sagt af sér. Hann segir málinu lokið af hálfu embættis hans. Innlent 10. október 2023 12:02
Slógu upp veislu því áhöfnin var valin sú besta Starfsfólk PLAY fjölmennti í Gamla Bíó síðastliðið föstudagskvöld til að fagna því að áhöfn flugfélagsins var valin sú besta af lesendum bandaríska fjölmiðilsins USA Today á dögunum. Lífið 10. október 2023 11:01
Bjarni ekki hæfur til að samþykkja sölu Íslandsbanka Umboðsmaður Alþingis telur Bjarna Benediktsson, fjármálaráðherra, ekki hafa verið hæfan þegar hann samþykkti tillögu Bankasýslunnar um sölu á Íslandsbanka, í ljósi þess að einkahlutafélag föður hans var á meðal kaupenda að 22,5 prósenta hlut. Innlent 10. október 2023 10:02
Svona tilkynnti Bjarni afsögn sína sem fjármálaráðherra Fjármála- og efnahagsráðherra boðaði til blaðamannafundar á tíunda tímanum í morgun. Efni fundarins var ekki gefið upp en fljótlega kom í ljós hvert tilefnið var. Innlent 10. október 2023 09:45
Fleiri með Play í september en á sama tíma í fyrra Aukning varð á fjölda farþega sem ferðuðust með flugfélaginu Play í september í samanburði við sama mánuð í fyrra. Félagið flutti 163,784 farþega í september, sem er 77 prósenta aukning frá september 2022 þegar PLAY flutti 92.181 farþega. Viðskipti innlent 9. október 2023 13:34
Þotan lögð af stað að sækja Íslendingana Flugvél Icelandair, sem utanríkisráðuneytið leigði til að sækja Íslendinga í Ísrael, er farin í loftið frá Keflavíkurflugvelli. Farkosturinn er Boeing 757-þotan TF-FIU, sem ber nafnið Hekla Aurora, en hún er máluð í litum norðurljósanna. Innlent 9. október 2023 11:15
Flytja hópinn til Jórdaníu og flogið þaðan til Íslands Um 120 manna hópur Íslendinga sem nú er staddur í Ísrael mun halda til Jórdaníu í dag og verður flogið með hópinn frá höfuðborginni Amman til Íslands í kvöld. Innlent 9. október 2023 08:11
„Kreppuhundur“ gelti ekki á Breta heldur sýndi hagkerfið viðnámsþrótt Breska hagkerfið hefur sýnt meiri viðnámsþrótt en búist var við. „Þessi kreppuhundur sem fólk bjóst við að myndi gelta hefur þagað,“ segir hagfræðingur Kviku Securities í Bretlandi. Það skýrist annars vegar af því að verðbólguvandi hafi verið rangt greindur og hins vegar að hagkerfið var vel í stakk búið að standa af sér áföll. Innherji 6. október 2023 13:47
Fleiri farþegar í september en á sama tíma í fyrra Icelandair flutti 416 þúsund farþega í september. Þeir voru átta prósentum fleiri en í sama mánuði í fyrra. Það sem af er ári hefur félagið flutt um 3,4 milljónir farþega, nítján prósentum fleiri en yfir sama tímabil í fyrra. Viðskipti innlent 6. október 2023 09:49
Það sé hluthöfum Kviku til hagsbóta að selja TM úr samstæðunni Eftir mikla lækkun á hlutabréfaverði Kviku að undanförnu er ljóst að TM er orðið verulega undirverðlagt innan samstæðu bankans og því eru það hagsmunir hluthafa að selja eininguna frá sér, að sögn greinanda á markaði, en líklegustu kaupendurnir verða að teljast Íslandsbanki og Landsbankinn. Sé litið á efnislegt eigið fé TM er markaðsvirði félagsins, miðað verðlagningu hinna tryggingafélaganna á markaði, líklega nokkuð vel undir 30 milljörðum um þessar mundir. Innherji 5. október 2023 14:36
Kaup Sýnar á Já fá grænt ljós Samkeppniseftirlitið hefur heimilað kaup Sýnar á Eignarhaldsfélaginu Njálu ehf., móðurfélagi Já hf. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sýn. Í sáttinni felst að síðasta fyrirvara í samningi um kaup Sýnar er aflétt. Viðskipti innlent 5. október 2023 11:28
Elísabet nýr framkvæmdastjóri áhættustýringar Kviku Elísabet G. Björnsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri áhættustýringar Kviku banka og tekur sæti í framkvæmdastjórn bankans. Viðskipti innlent 4. október 2023 19:21
Félag Árna Odds tapaði yfir 1.100 milljónum eftir verðfall á bréfum Marels Eignarhaldsfélag í eigu Árna Odds Þórðarsonar, forstjóra Marels, tapaði yfir 1.122 milljónum króna á síðasta ári eftir mikið verðfall á gengi bréfa Marels sem er eina undirliggjandi eign félagsins. Eigið fé þess var neikvætt um liðlega 600 milljónir um áramótin en endurgreiðsla láns við fjármálastofnun sem hvílir á félaginu, tryggt með veðum í bréfum Eyris Invest, var framlengt til þriggja ára. Innherji 4. október 2023 14:56
Ásmundur Tryggvason ráðinn forstjóri Styrkáss Ásmundur Tryggvason hefur verið ráðinn forstjóri Styrkáss, nýs þjónustufyrirtækis sem samanstendur af Skeljungi og Kletti. Skrá á félagið í Kauphöll á Íslandi fyrir árslok 2027 og mun Ásmundur leiða þá vinnu. Innherji 4. október 2023 13:02
Kvika boðar sölu á TM og vill styrkja „verulega“ bankastarfsemina Aðeins 30 mánuðum eftir að Kvika og TM sameinuðust formlega hefur stjórn bankans ákveðið að hefja undirbúning að sölu eða skráningu á tryggingafélaginu, sem hefur verið sagt líklega hið „ódýrasta“ á markaði, en tekjusamlegð af bankastarfsemi og tryggingarrekstri hefur reynst „takmörkuð.“ Horft er til þess að greiða út stóran hluta söluandvirðis til hluthafa en bæði greinendur og stórir hluthafar höfðu hvatt Kviku til að skoða sölu eigna með hliðsjón af því að markaðsgengi bankans væri undir upplausnarvirði. Innherji 3. október 2023 21:06
Kvika stefnir á sölu eða skráningu TM Í framhaldi af stefnumótunarvinnu Kviku banka hefur stjórn Kviku tekið ákvörðun um að hefja undirbúning að sölu eða skráningu TM trygginga hf.. Viðskipti innlent 3. október 2023 19:23
Skráning Arnarlax „skref í að ná meiri samfélagslegri sátt“ um laxeldi Það er ekki á hverjum degi sem fyrirtæki á Bíldudal er skráð á hlutabréfamarkað, sagði forstjóri Arnarlax við skráningu laxeldsins á markað. „Þetta er skref í að ná meiri samfélagslegri sátt um það sem við erum að gera.“ Innherji 3. október 2023 16:00