Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Bjarki Sigurðsson skrifar 14. mars 2025 21:46 Björgvin Víkingsson er framkvæmdastjóri Bónuss. Vísir/Ívar Fannar Tilkynningum um búðarhnupl fjölgaði um sjötíu prósent á síðasta ári. Framkvæmdastjóri segir þjófnaðinn oftast þaul skipulagðan og að þjófar séu sífellt að prófa nýjar aðferðir. Búðarhnupl hefur verið vandamál nánast frá því að verslun hófst. Fólk freistast til þess að smella einum hlut í vasann, eða skipuleggur aðgerðina vandlega, og gengur út með heilmikil verðmæti án þess að borga. Í fyrra varð mikil aukning í búðarhnupli á Íslandi. Frá 2015 til 2024 var fjöldi þjófnaða nokkuð stöðugur, tæplega fjögur þúsund tilvik á ári. Fjöldi tilkynninga um búðarhnupl hefur einnig verið á svipuðu róli, að jafnaði rúmlega 900 tilvik á ári. Í fyrra rauk sú tala hins vegar upp og tilkynnt var um búðarhnupl tæplega 1.500 sinnum. Sjötíu prósent aukning á einu ári. Hlutfall búðarhnupls af þjófnaðarmálum fór úr 23 prósentum í 38 prósent. Björgvin Víkingsson, framkvæmdastjóri Bónuss, segist hafa tekið eftir aukningunni. Brugðist sé stanslaust við þessari þróun. „Við verðum að gera það. Það væri ekki gott mót hjá okkur ef við myndum ekki reyna að bregðast við þessu,“ segir Björgvin. Og þjófarnir þeir gera kannski slíkt hið sama, þeir reyna alltaf nýjar aðferðir? „Það er allt reynt. Það er ótrúlegt. Við vitum um tug aðferða sem eru notaðar til að reyna að stela. Við kennum okkar starfsfólki að sjá í gegnum það, því þetta er oft sama hegðunin.“ Hann telur sjálfsafgreiðslunýjungar í verslunum ekki skýra aukinn þjófnað. „Þau bara komið til að hjálpa okkur. Sjálfsafgreiðslukerfið getur myndgreint vörurnar sem eru á kassanum. Það er líka hægt með gripið og greitt, það er alltaf hægt að sjá gögnin. Þetta hjálpar okkur,“ segir Björgvin. Þjófarnir stefni oftast á dýrustu vörurnar, það er kjöt og snyrtivörur. „Þetta er mjög mikið skipulagt. Það er það sem við erum helst að reyna að berjast við. Það er að sjá hegðunina í kringum þessi brot og þannig kenna okkar fólki og nýtt kerfin til þess að taka á móti þessu,“ segir Björgvin. Neytendur Verslun Lögreglumál Hagar Matvöruverslun Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Sjá meira
Búðarhnupl hefur verið vandamál nánast frá því að verslun hófst. Fólk freistast til þess að smella einum hlut í vasann, eða skipuleggur aðgerðina vandlega, og gengur út með heilmikil verðmæti án þess að borga. Í fyrra varð mikil aukning í búðarhnupli á Íslandi. Frá 2015 til 2024 var fjöldi þjófnaða nokkuð stöðugur, tæplega fjögur þúsund tilvik á ári. Fjöldi tilkynninga um búðarhnupl hefur einnig verið á svipuðu róli, að jafnaði rúmlega 900 tilvik á ári. Í fyrra rauk sú tala hins vegar upp og tilkynnt var um búðarhnupl tæplega 1.500 sinnum. Sjötíu prósent aukning á einu ári. Hlutfall búðarhnupls af þjófnaðarmálum fór úr 23 prósentum í 38 prósent. Björgvin Víkingsson, framkvæmdastjóri Bónuss, segist hafa tekið eftir aukningunni. Brugðist sé stanslaust við þessari þróun. „Við verðum að gera það. Það væri ekki gott mót hjá okkur ef við myndum ekki reyna að bregðast við þessu,“ segir Björgvin. Og þjófarnir þeir gera kannski slíkt hið sama, þeir reyna alltaf nýjar aðferðir? „Það er allt reynt. Það er ótrúlegt. Við vitum um tug aðferða sem eru notaðar til að reyna að stela. Við kennum okkar starfsfólki að sjá í gegnum það, því þetta er oft sama hegðunin.“ Hann telur sjálfsafgreiðslunýjungar í verslunum ekki skýra aukinn þjófnað. „Þau bara komið til að hjálpa okkur. Sjálfsafgreiðslukerfið getur myndgreint vörurnar sem eru á kassanum. Það er líka hægt með gripið og greitt, það er alltaf hægt að sjá gögnin. Þetta hjálpar okkur,“ segir Björgvin. Þjófarnir stefni oftast á dýrustu vörurnar, það er kjöt og snyrtivörur. „Þetta er mjög mikið skipulagt. Það er það sem við erum helst að reyna að berjast við. Það er að sjá hegðunina í kringum þessi brot og þannig kenna okkar fólki og nýtt kerfin til þess að taka á móti þessu,“ segir Björgvin.
Neytendur Verslun Lögreglumál Hagar Matvöruverslun Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Sjá meira