Viðskipti innlent

Lára nýr samskiptastjóri Reita

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Lára Hilmarsdóttir er mætt til Reita.
Lára Hilmarsdóttir er mætt til Reita. Reitir

Lára Hilmarsdóttir er nýr samskiptastjóri Reita. Hún mun sinna samskipta- og markaðsmálum auk fjárfestatengsla og vinna náið með samstarfsaðilum innan og utan félagsins við fjölbreytt verkefni sem styðja við vaxtarstefnu og markmið félagsins.

Lára var áður samskiptastjóri Controlant og starfaði þar áður við samskipti hjá Marel, en hún hefur einnig sinnt blaðamennsku hjá Morgunblaðinu og var starfsnemi hjá Wall Street Journal. Lára er með B.Sc. gráðu í fjölmiðla- og samskiptafræði frá Erasmus University í Hollandi og M.Sc. gráðu í viðskiptafræði frá Rotterdam School of Management. Lára hefur þegar hafið störf hjá félaginu.

„Árið fer af stað af krafti hjá Reitum í takt við metnaðarfulla vaxtarstefnu félagsins þar sem aukin áhersla er lögð á vaxtarhraða, fjölgun í nýjum eignaflokkum, og þróunarverkefni. Öflugur starfsmannahópur þar sem þekking, reynsla og fagmennska er í forgrunni er lykilatriði í velgengni félagsins. Það er ánægjulegt að fá Láru til liðs við okkur og styrkja enn frekar samskipti við fjölbreyttan hóp samstarfs- og hagaðila félagsins á þeim spennandi tímum sem framundan eru,“ segir Guðni Aðalsteinsson, forstjóri Reita.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×