Innherji

Tolla­stríð ætti að minnka efna­hags­um­svif og styðja við vaxtalækkanir

Hörður Ægisson skrifar
Ofurtrú á tolla hefur verið einn af fáum föstum í stjórnmálaheimspeki Donalds Trump allt frá 9. áratug síðustu aldar, og er í vaxandi mæli undirbyggð skýrri hugmyndafræði um hagræna þjóðernishyggju, að sögn aðalhagfræðings Kviku banka.
Ofurtrú á tolla hefur verið einn af fáum föstum í stjórnmálaheimspeki Donalds Trump allt frá 9. áratug síðustu aldar, og er í vaxandi mæli undirbyggð skýrri hugmyndafræði um hagræna þjóðernishyggju, að sögn aðalhagfræðings Kviku banka. AP/Mandel Ngan

Fjárfestum er ekki stætt á öðru en að taka hótanir Donalds Trump um tolla á helstu viðskiptalönd Bandaríkjanna alvarlega, fremur en að telja að um sé að ræða samningatækni, og ljóst að verði af tollastríði mun það hafa „ótvíræð“ neikvæð áhrif á efnahagsumsvifin hér á landi, að mati aðalhagfræðings Kviku. Hann telur frekar líkur standa til þess að tollastríð eigi eftir að draga úr verðbólgu og ætti af þeim sökum að styðja við vaxtalækkunarferli Seðlabankans.


Tengdar fréttir

Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga

Tollastríð er hafið á milli Bandaríkjanna og Evrópusambandsins. Framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins segir að Íslendingar geti orðið fyrir óbeinum áhrifum af tollum Bandaríkjaforseta og unnið er að greiningu á nýjum ESB-tollum. Viðskiptahættir í heiminum séu að gjörbreytast.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×