Kauphöllin

Kauphöllin

Fréttir úr Kauphöllinni á Íslandi og af skráðum félögum á markaði.

Fréttamynd

Mikil óvissa um endurráðningar flugmanna

Forstjóri Icelandair segist ekki vita hvenær hægt verði að upplýsa flugmenn um mögulegar endurráðningar. Félagið sé í mikilli óvissu vegna Boeing-Max vélanna. Árstíðarbundin sveifla hafi skilað góðum hagnaði en gert sé ráð fyrir að árið verði rekið með tapi.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Fyrrverandi flugmenn gramir

Kergja er meðal flugmanna sem sagt var upp hjá Icelandair í kjölfar kyrrsetningar Boeing 737 MAX 8-þotanna. 130 flugmenn sem störfuðu hjá Icelandair síðastliðið sumar eru ekki við störf þar í vetur.

Innlent
Fréttamynd

Grái listinn ekki steinn í götu Nasdaq á Íslandi

Það að Ísland sé á gráa lista FATF hefur ekki áhrif á innleiðingu Nasdaq verð­bréfamiðstöðvar á nýju uppgjörskerfi sem á að klárast næsta vor. Seðlabankinn segir að upp hafi komið tilvik þar sem greiðslur hafa tafist eða verið stöðvaðar.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Enginn mun verða skikkaður í hælaskó

Icelandair tilkynnti á nýafstöðnu Heimsþingi kvenleiðtoga fyrirheit sín um kynjajafnrétti. Fyrirtækið ætlar meðal annars að fjölga karlflugþjónum og samræma reglur um milli kynja varðandi einkennisfatnað starfsmanna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hikandi við að leggja Play til hlutafé 

Erfiðlega hefur gengið að fá innlenda fjárfesta til að leggja lággjaldaflugfélaginu Play til samtals tólf milljónir evra, jafnvirði um 1.700 milljóna króna, í hlutafé en Íslensk verðbréf (ÍV) hafa á síðustu vikum biðlað til fjárfesta um að koma að fjármögnun félagsins.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Áhugi erlendra fjárfesta glæðist á ný

Haraldur Þórðarson, forstjóri Fossa markaða, segir eftirsóknarvert fyrir erlenda fjárfesta að leggja fé í íslensk verðbréf. Fylgni íslenska markaðarins við hinn alþjóðlega sé lítil. Fossar markaðir stefna á að halda fjárfestadag beggja vegna Atlantshafsins einu sinni á ári.

Viðskipti innlent