Taka varfærin skref í átt að stækkun eftir faraldurinn Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 4. júlí 2022 14:45 Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair. Egill Aðalsteinsson Icelandair tekur á leigu BOEING 767 breiðþotu næstu tvær vikurnar til að bregðast við ástandinu sem nú ríkir á flugvöllum í Evrópu. Truflanir á aðfangakeðju og mannekla á flugvöllum hefur leitt til þess að flugfélög hafa neyðst til að fella niður flug eða seinka ferðum. Bogi Nils Bogason, forstjóri stjóri Icelandair, segir vélina auka sveigjanleika og þjónustu við viðskiptavini. Félagið gerði leigusamning við portúgalska flugrekandann Euro Atlantic en vélin verður fyrst og fremst nýtt í Evrópuflug Icelandair. Boeing 767 tekur rúmlega þrjú hundruð farþega en félagið á fyrir þrjár slíkar vélar. „Við erum að verða fyrir því, eins og heimurinn allur, að aðfangakeðjan er aðeins hægari en venjulega út af ástandinu í heiminum og þess vegna taka viðhaldsverkefni lengri tíma. Síðan er mikil mannekla á flugvöllum úti í heimi sem veldur töfum og truflunum á leiðarkerfinu okkar. Til að bregðast við þessu og búa til meira svigrúm í okkar kerfi þá tökum við þessa vél inn núna næstu tvær vikurnar.“ Aðalatriðið sé að tryggja góða þjónustu. „Við viljum að áætlanir séu eins áreiðanlegar og hægt er og það sem við erum að glíma við núna eru þessar truflanir á flugvöllum úti í heimi og það er ekki síst þess vegna sem við bætum þessari flugvél við. Við viljum halda stundvísi eins góðri og við getum og sinna viðskiptavinum eins vel og við getum. Þetta eru krefjandi aðstæður. Okkar starfsfólk er að vinna ótrúlega vinnu á hverjum einasta degi og þetta bara býr til aukinn sveigjanleika.“ Félagið hefur undanfarna mánuði stigið skref í átt að stækkun en tilkynnt hefur verið um kaup á fjórum MAX vélum sem verða til taks á næsta ári. Þá hefur félagið gert samning um leigu á tveimur MAX vélum til viðbótar. Á næsta ári mun félagið þannig hafa yfir að ráða tuttugu MAX vélum. „Við stækkum en með varkárum hætti. Við erum ekki komin upp í sömu stærð og félagið var fyrir COVID ástandið og við horfum til þess að vaxa í takt við eftirspurn.“ Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Icelandair leigir breiðþotu næstu tvær vikurnar Icelandair hefur gert samning við portúgalska flugrekandann Euro Atlantic um leigu á Boeing 767-300 flugvél sem nýtt verður í millilandaflugi Icelandair næstu vikur. 4. júlí 2022 07:17 Icelandair fær fleiri MAX-vélar Icelandair hefur gert samning um leigu á tveimur nýjum Boeing 737 MAX 8 flugvélum. 1. júlí 2022 09:02 Icelandair hyggst bæta við sig fjórum Boeing 737 MAX þotum Icelandair hefur undirritað viljayfirlýsingu um kaup á fjórum Boeing 737 MAX flugvélum. Vélarnar eru framleiddar árið 2018 og gert er ráð fyrir að þær verði afhentar haustið 2022. Með þessari viðbót verður félagið með átján 737 MAX vélar í rekstri. 16. júní 2022 17:20 Mest lesið Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Viðskipti erlent Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðskipti innlent Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Ungum konum fjölgar í lögreglunni Atvinnulíf Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Viðskipti innlent Undirrituðu verksamning um smíði Fossvogsbrúar Viðskipti innlent Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Viðskipti innlent Íslandsbanki lækkar vexti Viðskipti innlent Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Viðskipti innlent Fleiri fréttir Undirrituðu verksamning um smíði Fossvogsbrúar Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Sjá meira
Félagið gerði leigusamning við portúgalska flugrekandann Euro Atlantic en vélin verður fyrst og fremst nýtt í Evrópuflug Icelandair. Boeing 767 tekur rúmlega þrjú hundruð farþega en félagið á fyrir þrjár slíkar vélar. „Við erum að verða fyrir því, eins og heimurinn allur, að aðfangakeðjan er aðeins hægari en venjulega út af ástandinu í heiminum og þess vegna taka viðhaldsverkefni lengri tíma. Síðan er mikil mannekla á flugvöllum úti í heimi sem veldur töfum og truflunum á leiðarkerfinu okkar. Til að bregðast við þessu og búa til meira svigrúm í okkar kerfi þá tökum við þessa vél inn núna næstu tvær vikurnar.“ Aðalatriðið sé að tryggja góða þjónustu. „Við viljum að áætlanir séu eins áreiðanlegar og hægt er og það sem við erum að glíma við núna eru þessar truflanir á flugvöllum úti í heimi og það er ekki síst þess vegna sem við bætum þessari flugvél við. Við viljum halda stundvísi eins góðri og við getum og sinna viðskiptavinum eins vel og við getum. Þetta eru krefjandi aðstæður. Okkar starfsfólk er að vinna ótrúlega vinnu á hverjum einasta degi og þetta bara býr til aukinn sveigjanleika.“ Félagið hefur undanfarna mánuði stigið skref í átt að stækkun en tilkynnt hefur verið um kaup á fjórum MAX vélum sem verða til taks á næsta ári. Þá hefur félagið gert samning um leigu á tveimur MAX vélum til viðbótar. Á næsta ári mun félagið þannig hafa yfir að ráða tuttugu MAX vélum. „Við stækkum en með varkárum hætti. Við erum ekki komin upp í sömu stærð og félagið var fyrir COVID ástandið og við horfum til þess að vaxa í takt við eftirspurn.“
Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Icelandair leigir breiðþotu næstu tvær vikurnar Icelandair hefur gert samning við portúgalska flugrekandann Euro Atlantic um leigu á Boeing 767-300 flugvél sem nýtt verður í millilandaflugi Icelandair næstu vikur. 4. júlí 2022 07:17 Icelandair fær fleiri MAX-vélar Icelandair hefur gert samning um leigu á tveimur nýjum Boeing 737 MAX 8 flugvélum. 1. júlí 2022 09:02 Icelandair hyggst bæta við sig fjórum Boeing 737 MAX þotum Icelandair hefur undirritað viljayfirlýsingu um kaup á fjórum Boeing 737 MAX flugvélum. Vélarnar eru framleiddar árið 2018 og gert er ráð fyrir að þær verði afhentar haustið 2022. Með þessari viðbót verður félagið með átján 737 MAX vélar í rekstri. 16. júní 2022 17:20 Mest lesið Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Viðskipti erlent Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðskipti innlent Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Ungum konum fjölgar í lögreglunni Atvinnulíf Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Viðskipti innlent Undirrituðu verksamning um smíði Fossvogsbrúar Viðskipti innlent Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Viðskipti innlent Íslandsbanki lækkar vexti Viðskipti innlent Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Viðskipti innlent Fleiri fréttir Undirrituðu verksamning um smíði Fossvogsbrúar Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Sjá meira
Icelandair leigir breiðþotu næstu tvær vikurnar Icelandair hefur gert samning við portúgalska flugrekandann Euro Atlantic um leigu á Boeing 767-300 flugvél sem nýtt verður í millilandaflugi Icelandair næstu vikur. 4. júlí 2022 07:17
Icelandair fær fleiri MAX-vélar Icelandair hefur gert samning um leigu á tveimur nýjum Boeing 737 MAX 8 flugvélum. 1. júlí 2022 09:02
Icelandair hyggst bæta við sig fjórum Boeing 737 MAX þotum Icelandair hefur undirritað viljayfirlýsingu um kaup á fjórum Boeing 737 MAX flugvélum. Vélarnar eru framleiddar árið 2018 og gert er ráð fyrir að þær verði afhentar haustið 2022. Með þessari viðbót verður félagið með átján 737 MAX vélar í rekstri. 16. júní 2022 17:20