Icelandair leigir breiðþotu næstu tvær vikurnar Atli Ísleifsson skrifar 4. júlí 2022 07:17 Vélin er ekki í staðlaðri uppsetningu Icelandair enda um skammtímaleigu að ræða sem kemur upp með skömmum fyrirvara. Wikipedia Commons/Maxime C-M/ Icelandair hefur gert samning við portúgalska flugrekandann Euro Atlantic um leigu á Boeing 767-300 flugvél sem nýtt verður í millilandaflugi Icelandair næstu vikur. Frá þessu segir í tilkynningu frá Icelandair. Þar segir að vélin, sem hafi komið til landsins landsins í gær, verði fyrst og fremst nýtt í Evrópuflug og sé fyrsta flug hennar í leiðakerfi Icelandair klukkan 7:40 í dag til München. Áætlað sé að vélin verði í rekstri Icelandair í um það bil tvær vikur. „Vélin er ekki í staðlaðri uppsetningu Icelandair enda um skammtímaleigu að ræða sem kemur upp með skömmum fyrirvara. Icelandair mun leitast við að lágmarka áhrif á farþega og verður þessi vél einvörðungu notuð þegar nauðsynlegt er til að halda áætlun. Áhöfn verður skipuð að hluta til starfsfólki Icelandair og starfsfólki Euro Atlantic að hluta. Flug og ferðaþjónusta hafa farið hratt af stað eftir Covid faraldurinn og eftirspurn hefur margfaldast. Á sama tíma hefur uppbygging innviða til að mæta þessari eftirspurn tekið tíma. Þetta hefur meðal annars komið fram í töfum í afgreiðslu á flugvöllum erlendis vegna manneklu sem hefur valdið talsverðum röskunum á flugi. Þá hefur truflun í aðföngum í kjölfar faraldursins valdið töfum á viðhaldsverkefnum,“ segir í tilkynningunni. Haft er eftir Jens Bjarnasyni, framkvæmdastjóra rekstrar hjá Icelandair, að félagið sé með metnaðarfulla flugáætlun í sumar, mikla tíðni og fjölbreytta brottfarartíma innan dagsins til að mæta mikilli eftirspurn eftir flugi og ferðalögum í sumar. „Þetta umfang hefur einnig gert okkur kleift að bregðast við þeim röskunum sem hafa orðið á flugi vegna aðstæðna sem hafa skapast eftir faraldurinn og tryggja að farþegar okkar komist sem fyrst á leiðarenda. Hins vegar, þar sem allir innviðir eru þandir til hins ítrasta og tafir hafa orðið á viðhaldi flugvéla, teljum við nauðsynlegt að búa okkur til enn meiri sveigjanleika þegar kemur að flotanum næstu vikurnar. Þetta er mikilvægt til að geta haldið uppi yfirgripsmikilli flugáætlun okkar og til að geta brugðist við ófyrirséðum aðstæðum,“ segir Jens. Icelandair Fréttir af flugi Boeing Tengdar fréttir Icelandair fær fleiri MAX-vélar Icelandair hefur gert samning um leigu á tveimur nýjum Boeing 737 MAX 8 flugvélum. 1. júlí 2022 09:02 Icelandair hyggst bæta við sig fjórum Boeing 737 MAX þotum Icelandair hefur undirritað viljayfirlýsingu um kaup á fjórum Boeing 737 MAX flugvélum. Vélarnar eru framleiddar árið 2018 og gert er ráð fyrir að þær verði afhentar haustið 2022. Með þessari viðbót verður félagið með átján 737 MAX vélar í rekstri. 16. júní 2022 17:20 Mest lesið Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sjá meira
Frá þessu segir í tilkynningu frá Icelandair. Þar segir að vélin, sem hafi komið til landsins landsins í gær, verði fyrst og fremst nýtt í Evrópuflug og sé fyrsta flug hennar í leiðakerfi Icelandair klukkan 7:40 í dag til München. Áætlað sé að vélin verði í rekstri Icelandair í um það bil tvær vikur. „Vélin er ekki í staðlaðri uppsetningu Icelandair enda um skammtímaleigu að ræða sem kemur upp með skömmum fyrirvara. Icelandair mun leitast við að lágmarka áhrif á farþega og verður þessi vél einvörðungu notuð þegar nauðsynlegt er til að halda áætlun. Áhöfn verður skipuð að hluta til starfsfólki Icelandair og starfsfólki Euro Atlantic að hluta. Flug og ferðaþjónusta hafa farið hratt af stað eftir Covid faraldurinn og eftirspurn hefur margfaldast. Á sama tíma hefur uppbygging innviða til að mæta þessari eftirspurn tekið tíma. Þetta hefur meðal annars komið fram í töfum í afgreiðslu á flugvöllum erlendis vegna manneklu sem hefur valdið talsverðum röskunum á flugi. Þá hefur truflun í aðföngum í kjölfar faraldursins valdið töfum á viðhaldsverkefnum,“ segir í tilkynningunni. Haft er eftir Jens Bjarnasyni, framkvæmdastjóra rekstrar hjá Icelandair, að félagið sé með metnaðarfulla flugáætlun í sumar, mikla tíðni og fjölbreytta brottfarartíma innan dagsins til að mæta mikilli eftirspurn eftir flugi og ferðalögum í sumar. „Þetta umfang hefur einnig gert okkur kleift að bregðast við þeim röskunum sem hafa orðið á flugi vegna aðstæðna sem hafa skapast eftir faraldurinn og tryggja að farþegar okkar komist sem fyrst á leiðarenda. Hins vegar, þar sem allir innviðir eru þandir til hins ítrasta og tafir hafa orðið á viðhaldi flugvéla, teljum við nauðsynlegt að búa okkur til enn meiri sveigjanleika þegar kemur að flotanum næstu vikurnar. Þetta er mikilvægt til að geta haldið uppi yfirgripsmikilli flugáætlun okkar og til að geta brugðist við ófyrirséðum aðstæðum,“ segir Jens.
Icelandair Fréttir af flugi Boeing Tengdar fréttir Icelandair fær fleiri MAX-vélar Icelandair hefur gert samning um leigu á tveimur nýjum Boeing 737 MAX 8 flugvélum. 1. júlí 2022 09:02 Icelandair hyggst bæta við sig fjórum Boeing 737 MAX þotum Icelandair hefur undirritað viljayfirlýsingu um kaup á fjórum Boeing 737 MAX flugvélum. Vélarnar eru framleiddar árið 2018 og gert er ráð fyrir að þær verði afhentar haustið 2022. Með þessari viðbót verður félagið með átján 737 MAX vélar í rekstri. 16. júní 2022 17:20 Mest lesið Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sjá meira
Icelandair fær fleiri MAX-vélar Icelandair hefur gert samning um leigu á tveimur nýjum Boeing 737 MAX 8 flugvélum. 1. júlí 2022 09:02
Icelandair hyggst bæta við sig fjórum Boeing 737 MAX þotum Icelandair hefur undirritað viljayfirlýsingu um kaup á fjórum Boeing 737 MAX flugvélum. Vélarnar eru framleiddar árið 2018 og gert er ráð fyrir að þær verði afhentar haustið 2022. Með þessari viðbót verður félagið með átján 737 MAX vélar í rekstri. 16. júní 2022 17:20