Piparkökulest: Skemmtileg samverustund Margir baka myndakökur og skreyta fyrir jólin. Sumir eru síðan myndarlegri en aðrir, hella sér í stórframkvæmdir og byggja vegleg hús og farartæki. Hrefna Sigurjónsdóttir er ein þeirra. Hún virkjar fjölskylduna til verksins og úr verður gæðastund. Matur 14. desember 2010 06:00
Jól í gamla daga: Bauð góða nótt þegar ég kvaddi Fyrstu jólaminningar Torfa Guðbrandssonar, fyrrverandi skólastjóra, eru frá Sjúkrahúsinu á Ísafirði. Þar dvaldi hann fimm bernskuár, fjarri foreldrum sínum, og barðist við berkla. Jól 13. desember 2010 00:01
Heimagert konfekt er lostæti Halldór Kr. Sigurðsson, bakari og konditor, sýnir lesendum hvernig steypa á í súkkulaðimót og gefur uppskriftir að þremur fyllingum. Matur 8. desember 2010 06:00
Þrír framandi eftirréttir: Bollywood-döðlur, vitringahringur og palestínskar smákökur Af hverju ekki að breyta út af vana og bjóða upp á framandi eftirrétti um jólin í bland við þjóðlega rétti? Þrír matgæðingar af erlendum uppruna deila uppskriftum sem veita innýn í aðra og spennandi matarmenningu. Matur 30. nóvember 2010 06:00
Jólakaka sem endist út janúar Paul Newton gerir árlega enska jólaköku. Hann byrjar á henni í lok október og vökvar hana með koníaki öðru hverju fram að jólum. Þetta árið byrjaði hann 23. október en hann segir kökuna endast út janúar. Matur 13. nóvember 2010 12:00
Yljandi jólaglöggskaffi Fátt er betra á kaldri aðventunni en sopi af heitum drykk. Sonja Björk Grant hjá Kaffismiðjunni kann uppskrift að jólakaffi með hrásykri og negulnöglum. Sonja segir jólakaffið í anda jólaglöggs en það er Jólin 1. janúar 2010 00:01
Simmi: Hreindýralundir og jólaís „Ég er giftur mesta jólabarni heims," svarar Sigmar Vilhjálmsson fjölmiðlamaður, kallaður Simmi, aðspurður út í jólaundirbúning á hans heimili. „Bryndís er búin að vera undirbúa jólin hægt og rólega frá því í október. Þannig að sjálfur jólaundirbúningurinn á sér langan aðdraganda." „Þetta er mjög gott fyrirkomulag því við náum að klára allt í tæka tíð og getum því notið jólastemmningarinnar í botn í desember." „Konan mín á samt allan heiðurinn að undirbúningnum. Ég veiti hjálparhönd og elda jólamatinn," segir Simmi. Jólin 1. janúar 2010 00:01
Sigga Lund: Möndlugjöfin á sínum stað „Ég kemst ávallt snemma í jólaskap og er yfirleitt byrjuð á því að setja eina og eina jólaplötu á fóninn um miðjan nóvember þegar ég hengi upp fyrsta skrautið," segir útvarpskonan Sigg Lund þegar við spyrjum hana hvenær hún byrjaði að undirbúa jólin. Jólin 1. janúar 2010 00:01
Piparkökuhús Það eru ekki jól hjá mörgu barninu - og fullorðna fólkinu - án þess að piparkökuhús sé bakað. Jól 1. janúar 2010 00:01
Samviskulegar smákökur Hollusta, hamingja, leikur og sköpun eru aðalsmerki jólabakarans Auðar Ingibjargar Konráðsdóttur, sem galdrar fram guðdómlegar og hollustu-jólasmákökur sem fjölskyldan öll getur útbúið saman í ljúfum jólaanda. Jól 1. janúar 2010 00:01
Kjörin jólagjöf gegn valkvíða - myndir „Við erum alltaf í góðu skapi og leggjum okkur fram við það að taka vel á móti viðskiptavinum okkar og er umhugað um að þeim líði sem allra best meðan á heimsókn þeirra í Kringlunni stendur." Jólin 1. janúar 2010 00:01
Spænsk jól: Roscon de Reyes Á Spáni eru jólin haldin dálítið öðruvísi en á Íslandi. Fjölskyldur koma saman á jóladag og borða mikið og drekka góð vín, meðal annars marispan og kampavín. Jól 1. janúar 2010 00:01
Pétur Gautur: Ekkert stress á aðfangadagskvöld Á laugardaginn var listamaðurinn Pétur Gautur með opið hús á vinnustofunni sinni í tíunda sinn. Að því tilefni höfðum við samband við hann og spurðum meðal annars út í jólahaldið hjá honum. Jólin 1. janúar 2010 00:01
Sætar súkkulaðispesíur Þessar Súkkulaðispesíur sendi Guðný Margrét Eyjólfsdóttir, 9 ára, okkur. Jólin 1. janúar 2010 00:01
Villibráð að hætti Jóa Fel: Krónhjörtur, sveppablanda og steiktar perur Maukið í morteli sveppi og einiber, kryddið með salt og pipar. Veltið kjötinu uppúr kryddinu og steikið við háan hita. Bakið í ofni við 180° í sirka 12 mínútur en það fer efti því hversu þykk steikin er. Hafið steikina létt steikta eða í sirka 55° í kjarnhita. Jólin 1. janúar 2010 00:01
Spennufíkill korter fyrir jól „Ég veit ekki hvort það er tilviljun eða dulin spennufíkn, en ég fer oft af stað í breytingar heima hjá mér korter fyrir jól, það er sennilega að þá hefur maður jólin til að reka á eftir manni sem einhverskonar „skiladag", segir útvarpsmaðurinn Gunnlaugur Helgason, betur þekktur sem Gulli Helga, spurður út í undirbúning fyrir hátíðarnar. „Ég skal alveg viðurkenna að það er voða gaman að fara í breytingar heima hjá sér en það þarf oft einhvern eða eitthvað til að ýta manni af stað og í þessu tilfelli var það dóttir mín sem vildi ekki hafa bleika litinn í herberginu sínu lengur," segir Gulli. Hvað kemur þér í hátíðarskap? „Frost, snjór, piparkökur, Ó helga nótt með Agli Ólafs, jólaljós og smá áhyggjur af jólagjöfunum. Annars er sú venja hér á heimilinu að pakka jóladiskum og jólamyndunum (DVD) með skrautinu þannig að þegar að kassarnir eru opnaðir þá er oft sest niður og horft á skemmtilegar myndir sem tengjast jónunum, ég mæli með: Love Actually, Chrismas Vacation, White Christmas, It´s a Wonderful Life svo einhverjar séu nefndar," segir hann. Eftirminnileg jól „Ætli að séu ekki jólin sem yngsti sonur okkar fæddist, Ágústa konan mín var sett 19. des en á aðfangadag var hann ekki enn kominn í heiminn. Hún mátti ekki hósta þá hélt ég að hún væri að fara fæða, en svo fór hún af stað um nóttina og hann fæddist á jóladag. Pabbi hans er líka smiður en móðir hans heiti Ágústa ekki María," segir Gulli hlæjandi. Stúfur birtist alltaf á aðfangadagskvöld „Við höfum fengið „óvænta" heimsókn undanfarin 20 ár á aðfangadag, þá hefur Stúfur komið með pakka heim til okkar, veit ekki af hverju, sennilega eru börnin mín svo stillt. Undanfarin jól hefur verið hamborgarahryggur á aðfangadag, en núna verður þríréttað því ég fékk gefins tvær rjúpur og ég mun borða þær báðar aleinn. Yngsti sonur minn vill nautalund og restin hamborgarahrygg þannig að það verður fjör í eldhúsinu þann daginn," segir Gulli að lokum. - elly@365.is Jólin 1. janúar 2010 00:01
Piparkökur með brjóstsykri Smjör mulið út í þurrefni og sírópi og kaffi bætt við. Jólin 1. janúar 2010 00:01
Smákökur með sólblómafræum Forhitið ofninn á 180°C (lægra ef notaður er blástur Jólin 1. janúar 2010 00:01
Ódýrar og einfaldar gjafir frá hjartanu Signý Jóna Hreinsdóttir býr gjarnan til jólagjafir handa vinum og ættingjum. Gjafirnar gleðja munn og maga og eru ekki flóknar í framkvæmd. Jólin 1. janúar 2010 00:01
Skotheld fegrunarráð fyrir jólin „Á vinnuborðinu hjá mér þegar kemur að augnförðun fyrir þessi jól eru gylltir og kóngabláir litir," segir Karl Berndsen hár- og förðunarfræðingur. Jólin 1. janúar 2010 00:01
Stollenbrauð Stollenbrauðið þýska er fallegt og bragðast vel með smjöri og heitu súkkulaði. Jólin 1. janúar 2010 00:01
Súkkulaðispesíur Guðnýjar Margrétar Þessar Súkkulaðispesíur sendi Guðný Margrét Eyjólfsdóttir, 9 ára. Jól 1. janúar 2010 00:01
Tökum okkur góðan tíma í að finna möndluna „Ég er nú þegar byrjuð að huga að jólunum. Búin að birgja mig upp af kertum til að hafa það kósý í skammdeginu svo það er nú þegar orðið nokkuð jólalegt á heimilinu," svarar María Sigrún Hilmarsdóttir fréttakona aðspurð út í undirbúning fyrir jólin. „Mér finnst líka svo gott að hafa kerti hjá mér í vinnuni yfir dimmasta tímann. Svo er ég búin að kaupa nokkrar Jólin 1. janúar 2010 00:01
Rjómalöguð sveppasúpa Sveppirnir eru steiktir uppúr smjöri og hveitinu er blandað saman við, þá er soðinu blandað saman við og hrært þar til kekkjalaust. Jólin 1. janúar 2010 00:01
Súkkulaðikransatoppar Hrærið marsípan, flórsykur og kakó saman,bætið eggjahvítu út í og blandið vel. Jólin 1. janúar 2010 00:01
Smábitakökur Eysteins Þessar súkkulaðibitakökur fann Eysteinn Eyjólfsson upp þegar hann var ellefu ára gamall fyrir tveimur árum. Jól 1. janúar 2010 00:01