Jólin

Séríslenskt ofurúr

Íslensku JS Watch co. Reykjavik úrin fást hjá Gilbert Úrsmið Laugavegi 62.
Íslensku JS Watch co. Reykjavik úrin fást hjá Gilbert Úrsmið Laugavegi 62.

Úrafyrirtækið JS Watch afhenti fyrr á árinu sprengjusérfræðingum, köfurum og áhöfnum loftfara Landhelgisgæslunnar armbandsúrið Sif N.A.R.T. Eru úrin ætluð til prófunar hjá Landhelgisgæslunni sem er lokaliður í þróunar og hönnunarferli sem staðið hefur yfir í tvö ár.

Markmið JS Watch með úrinu, sem hlotið hefur nafnið SIF - N.A.R.T. (The North Atlantic Rescue Timer), er að endurspegla seiglu og þrautseigju við hvaða aðstæður sem upp geta komið. Verkefni Landhelgisgæslunnar eru víðfeðm og taka til starfa í lofti, á láði og í landi.  Starfsmenn gæslunnar eru þrautþjálfaðir allir sem einn og taka verkefni sín alvarlega.  Það er með því sjónarmiði sem úrið Sif er hannað - að það standist gæðakröfur sem Landhelgisgæslan gerir til þess búnaðar sem þeir vinna með og treysta.

Úrið er nefnt eftir björgunarþyrlunni TF-SIF sem kom til landsins haustið 1985 og var fyrsta björgunarþyrlan í eigu Landhelgisgæslunnar.  Áætlað er að TF-SIF hafi bjargað um 250 mannslífum á þeim 22 árum sem hún var í rekstri.  Var hún auk þess notuð við öll þau verkefni sem Landhelgisgæslunni er ætlað að sinna þ.e. leit og björgun, sjúkraflug,  löggæslu og eftirlit, sjómannafræðslu og þjálfun áhafna. Hún var í notkun til 17. júlí  2007 er henni hlekktist á við björgunaræfingu við Straumsvík.

Armbandsúrið er 1000 metra vatnshelt úr sem hannað er til að þola notkun við erfiðustu aðstæður sem upp geta komið. Er það smíðað úr massífum eðal stálklump sem fyrst er stansaður og síðan fræstur út og mótaður.  Úrið er með 4 mm safírgleri sem hefur gengið í gegnum margar mismunandi þrýsti- og álagsprófanir.   Eftir prófanir og árangur þeirra er hægt að merkja úrið sem 1000 metra vatnshelt úr, mesta sem íslenskt úr hefur komist niður á. Gangverk úrsins er sjálftrekkjandi og með 25 rúbínsteina á slitflötum.

Úrin sem Landhelgisgæslan fær til prófunar verða með NATO Strap ólum sem eru gríðarlega sterkar og slitþolnar og henta því vel við þær aðstæður sem úrunum verður boðið upp á.

Nánar á gilbert.is.






×