Umfjöllun og viðtöl: Víkingur - Keflavík 4-1 | Fimmti sigur Víkinga í röð Víkingar eru áfram með fullt hús stiga í Bestu deildinni eftir öruggan 4-1 sigur á Keflavík í Bestu deild karla í kvöld. Þetta er fimmti sigur Víkinga í röð í upphafi tímabilsins. Íslenski boltinn 4. maí 2023 21:17
Umfjöllun og viðtal: Stjarnan - Breiðablik 0-2 | Stefán Ingi áfram heitur þegar Blikar unnu í Garðabæ Breiðablik lagði Stjörnuna í 0-2 stórleik 5. umferðar Bestu deildar karla. Leikið var á Samsungvellinum í Garðabæ í þessum leik sem stundum er kallaður baráttan um Arnarneshæðina. Íslenski boltinn 4. maí 2023 21:13
„Hann kemur heim sem fullbúið karldýr“ Stefán Ingi Sigurðarson er markahæsti leikmaður Bestu deildar karla eftir fjórar umferðir. Hann hefur skorað fimm mörk þrátt fyrir að hafa ekki verið í byrjunarliði Breiðabliks í upphafi móts. Íslenski boltinn 4. maí 2023 14:00
Langversta byrjun KR undir stjórn Rúnars Kristinssonar KR-ingar hafa tapað þremur leikjum í röð í Bestu deild karla í fótbolta og það án þess að skora eitt einasta mark. Íslenski boltinn 4. maí 2023 10:30
„Vonandi legg ég upp og skora í hverjum einasta leik“ Adam Ægir Pálsson spilaði sextíu mínútur í 1-6 sigri Vals gegn Fylki í Bestu deildinni í kvöld. Hann skoraði eitt mark og gaf eina stoðsendingu fyrir Val sem jafnaði Víking á toppi deildarinnar. Íslenski boltinn 4. maí 2023 00:37
Rúnar: Áhyggjuefni að skora ekki mörk og tapa fótboltaleikjum Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, var niðurlútur eftir tapið sinna manna á Seltjarnarnesi í kvöld. KR hefur nú tapað þremur leikjum í röð í Bestu deildinni. Fótbolti 3. maí 2023 23:17
Umfjöllun og viðtöl: Fylkir - Valur 1-6 | Valsmenn gengu frá Árbæingum í fyrri hálfleik Valur vann 6-1 stórsigur á Fylki þegar liðin mættust í Árbænum í kvöld. Valsmenn gengu frá leiknum strax í fyrri hálfleik og var sigur þeirra aldrei í hættu. Íslenski boltinn 3. maí 2023 22:10
Elfar Árni: Rosalega gott að vera kominn aftur á völlinn KA vann góðan 4-2 sigur á FH á Greifavellinum á Akureyri í dag í fimmtu umferð Bestu deildar karla. Fimm mörk litu dagsins ljós í seinni hálfleik eftir rólegan fyrri hálfleik. Elfar Árni Aðalsteinsson skoraði fjórða mark KA í dag með glæsilegu skot í vinkilinn fjær og var ánægður að leik loknum. Fótbolti 3. maí 2023 21:20
Umfjöllun og viðtöl: KR-HK 0-1 | Nýliðarnir áfram á flugi HK gerði sér lítið fyrir og sigraði KR á útivelli í kvöld í fimmtu umferð Bestu deildar karla. Leiknum lauk með 1-0 sigri HK eftir mark frá Arnþóri Ara Atlasyni í upphafi leiks. Fótbolti 3. maí 2023 21:15
Umfjöllun og viðtöl: Fram - ÍBV 3-1 | Fyrsti sigur Framara í hús Fram lagði ÍBV að velli með þremur mörkum gegn einu þegar liðin áttust við í fimmtu umferð Bestu deildar karla í fótbolta á Framvellinum í Úlfarsárdal í kvöld. Íslenski boltinn 3. maí 2023 19:56
HK-ingar frumsýna nýja Sampdoria-búninginn sinn í kvöld HK-liðið mætir KR á nýstárlegum stað í Bestu deild karla í fótbolta í kvöld þegar Vesturbæingar taka á móti Kópavogsliðinu út á Seltjarnarnesi. Íslenski boltinn 3. maí 2023 15:31
Tíu sem hafa blómstrað í upphafi Bestu deildarinnar Fimmta umferð Bestu deildar karla hefst í kvöld með fjórum leikjum. En hvaða leikmenn hafa slegið í gegn það sem af er tímabils? Vísir fer yfir tíu þeirra. Íslenski boltinn 3. maí 2023 10:01
Dómarinn stöðvaði leik til að minnast Þuríðar Örnu Leikur Fylkis og Aftureldingar í Lengjudeild kvenna í fótbolta í gærkvöld var stöðvaður í fyrri hálfleik á meðan að viðstaddir minntust dyggs stuðningsmanns Fylkisliðsins, Þuríðar Örnu Óskarsdóttur, sem lést í mars. Íslenski boltinn 3. maí 2023 07:30
„Tíu ára horfi ég upp á vin minn lenda fyrir bíl“ Víglundur Páll Einarsson, fyrrum knattspyrnumaður, átti langan og farsælan feril í neðri deildum Íslands. Hann sinnti einnig mörgum öðrum hlutverkum en hlutverki leikmanns. Spilandi þjálfari, þjálfari, formaður, stjórnarmaður og framkvæmdastjóri svo eitthvað sé nefnt. Fótbolti 2. maí 2023 22:30
Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - ÍBV 1-0 | Gunnhildur Yrsa tryggði Stjörnunni fyrsta sigurinn Stjarnan lagði ÍBV í 2. umferð Bestu deildar kvenna 1-0 í kvöld. Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir skoraði eina mark leiksins um miðjan fyrri hálfleikinn. Íslenski boltinn 2. maí 2023 21:44
Umfjöllun og viðtöl: Valur - FH 2-0 | Vísað á dyr með fölsuð skilríki Íslands- og bikarmeistarar Vals áttu ekki í teljandi vandræðum með að vinna spræka nýliða FH í 2. umferð Bestu deildar kvenna í fótbolta í kvöld. Íslenski boltinn 2. maí 2023 20:21
„FH spurði mig ekkert að því“ „Mér fannst þetta bara góður leikur hjá báðum liðum. FH er erfitt að spila á móti, erfitt að vinna. Við berum mikla virðingu fyrir þeim og þegar upp er staðið er ég bara mjög sáttur með að vinna 2-0,“ sagði Pétur Pétursson, þjálfari Vals, eftir sigurinn gegn FH í Bestu deild kvenna í fótbolta í dag. Íslenski boltinn 2. maí 2023 19:54
Kjóstu besta leikmann apríl Lesendur Vísis geta nú valið um það hvaða leikmaður skaraði fram úr í Bestu deild karla í fótbolta í fyrsta mánuði leiktíðarinnar, apríl. Íslenski boltinn 2. maí 2023 12:31
KR-ingar spila heimaleikinn sinn á Seltjarnarnesi KR-völlurinn er ekki tilbúinn eins og flestir grasvellir á landinu. KR-ingar þurftu því að færa heimaleik sinn á móti HK í Bestu deild karla. Íslenski boltinn 2. maí 2023 08:41
Umfjöllun og viðtöl: Þór/KA – Keflavík 1-2 | Gestirnir skelltu Akureyringum aftur á jörðina Keflavík vann sterkan sigur á Þór/KA fyrir norðan í dag í 2. umferð Bestu deildar kvenna. Leikurinn endaði 1-2 fyrir Keflavík en liðið spilaði vel í dag og áttu svör við flestum aðgerðum heimakvenna. Íslenski boltinn 1. maí 2023 19:15
Jóhann Kristinn: Frumsýning á heimavelli sem fór hrikalega úrskeiðis Keflavík vann 1-2 útisigur á Þór/KA í Bestu deild kvenna í knattspyrnu í dag. Íslenski boltinn 1. maí 2023 19:00
„Er með góða tengingu við klúbbinn, leikmenn treysta honum og fara eftir því sem hann vill“ Farið var yfir magnaðan 1-0 útisigur Þórs/KA á Stjörnunni í 1. umferð Bestu deildar kvenna í knattspyrnu í síðasta þætti Bestu markanna. Þór/KA kemur sprækt til leiks á nýju tímabili og virðist sem nýr þjálfari hafi eitthvað með það að gera. Íslenski boltinn 30. apríl 2023 12:01
Umfjöllun og viðtöl: Keflavík-ÍBV 1-3 | Eyjamenn unnu fyrsta útisigurinn Keflavík og ÍBV mættust í fjórðu umferð Bestu deildar karla á heimavelli Keflvíkinga á gervigrasvellinum við Nettó-höllina. Eftir markalausan fyrri hálfleik komust Keflvíkingar yfir 1-0 en Eyjamenn voru fljótir að svara fyrir sig og komust í 1-3 sem urðu lokatölur leiksins. ÍBV vann sinn annan sigur í röð í deildinni og lyfti sér upp í sjötta sæti með sex stig. Keflvíkingar sitja hins vegar enn í áttunda sæti með fjögur stig. Íslenski boltinn 29. apríl 2023 21:29
Umfjöllun og viðtöl: Valur 3 – 2 Stjarnan | Dramatískt sigurmark í uppbótartíma Valur vann Stjörnuna 3-2, þegar liðin mættust í lokaleik 4. umferðar Bestu deildar karla í knattspyrnu. Liðin mættust á Origo-vellinum og var það sigurmark Birkis Heimissonar á 97. mínútu sem skildi liðin að. Íslenski boltinn 29. apríl 2023 21:02
Umfjöllun og viðtöl: Víkingur – KA 1-0 | Fullkomin byrjun Víkinga heldur áfram Víkingur sigraði KA í baráttuleik í Víkinni í fjórðu umferð Bestu deildar karla. Leikurinn endaði 1-0 þar sem færeyski landsliðsmaðurinn, Gunnar Vatnhamar, reyndist hetja heimamanna með marki á 88. mínútu leiksins. Íslenski boltinn 29. apríl 2023 19:00
Umfjöllun og viðtöl: FH - KR 3-0 | Ósigrandi á Miðvellinum FH valtaði fyrir KR á gulum Miðvellinum í 4. umferð Bestu deildar karla í knattspyrnu. Kjartan Henry Finnbogason reyndist sínum gömlu félögum en skoraði tvö mörk. Það fyrra einkar glæsileg bakfallsspyrna og það síðara einföld afgreiðsla af stuttu færi. Fótbolti 29. apríl 2023 17:01
„Þó ég hafi ekki æft nema tvisvar þá er geggjað að koma hingað inn og maður er velkominn“ Eyþór Aron Wöhler, leikmaður HK, spilaði sinn fyrsta leik með liðinu dag í nýliðaslag Bestu deildarinnar gegn Fylki. Leikurinn var jafn framan af en HK tókst að tryggja sér sigurinn á lokamínútum leiksins með marki frá Örvari Eggertssyni. Sport 29. apríl 2023 16:35
Umfjöllun og viðtöl: HK – Fylkir 1-0 | Örvar getur ekki hætt að skora HK vann Fylki í Kórnum 1-0. Allt benti til þess að leikurinn myndi enda með markalausu jafntefli.Örvar Eggertsson skoraði sigurmarkið á 84. mínútu þegar hann fylgdi eftir skot sem Ólafur Kristófer varði. Íslenski boltinn 29. apríl 2023 16:30
„Segir ekki bara að hann sé að gefa tækifæri heldur einnig til um gæði leikmannsins“ „Það sem við gagnrýndum Pétur mikið fyrir í fyrra var að gefa ekki þessum ungu leikmönnum nægilega mörg tækifæri,“ sagði Harpa Þorsteinsdóttir í síðasta þætti Bestu markanna um Íslandsmeistaralið Vals og þjálfara þess Pétur Pétursson. Íslenski boltinn 29. apríl 2023 12:00
Sigurmark Klæmints, þrennan hjá Stefáni Inga og öll hin mörkin Íslandsmeistaralið Breiðabliks vann Fram í hreint út sagt ótrúlegum leik í Bestu deild karla á föstudagskvöld. Mörkin úr 5-4 sigri Blika má sjá hér að neðan. Íslenski boltinn 29. apríl 2023 10:31