Kæra fólskulegt brot í Kaplakrika: „Einbeittur brotavilji“ Aron Guðmundsson skrifar 27. júní 2024 20:31 Bryndís Rut Haraldsdóttir, fyrirliði Tindastóls, fékk að finna fyrir því í leik FH og Tindastóls á Kaplakrikavelli í gærkvöldi. Vísir/Pawel Cieslikiewicz Fólskulegt brot sem átti sér stað í leik FH og Tindastóls, en fór fram hjá dómarateyminu, í Bestu deild kvenna í fótbolta í gærkvöldi hefur verið kært til Knattspyrnusambands Íslands. Þetta staðfestir Adam Smári Hermannsson, formaður knattspyrnudeildar Tindastóls í samtali við Vísi. Ljótt atvik átti sér stað í fyrri hálfleik í umræddum leik í Bestu deild kvenna í gær þegar að Bryndís Rut Haraldsdóttir, fyrirliði Tindastóls, varð fyrir fólskulegu olnbogaskoti Breukelen Woodard, leikmanns FH. Atvikið fór fram hjá dómarateymi leiksins en Bryndís lá óvíg eftir í dágóða stund áður en dómari leiksins áttaði sig á stöðunni. „Þetta er ekki óviljaverk. Þetta er viljaverk,“ segir Adam, formaður knattspyrnudeildar Tindastóls í samtali við Vísi í kvöld. „Hún beitir líkamanum meira að segja þannig, þegar að hún gefur höggið, á þá leið til að ná krafti í þetta. Það vill þannig til að Bryndís er okkar lang aftasti maður á vellinum þegar að þetta gerist og það misstu allir af þessu. Dómarinn stöðvar leikinn loksins þegar að það er öskrað á hann að það væri leikmaður liggjandi á jörðinni. Dómarateymi sem hélt engri línu í leiknum.“ Klippa: Fólskulegt brot í Kaplakrika: „Ógeðslega ljótt að sjá“ Kæra inn á borði KSÍ Sökum þess að atvikið fór fram hjá öllum í dómarateymi leiksins var engin aukaspyrna dæmd og ekkert spjald fór á loft. Knattspyrnudeild Tindastóls ætlar hins vegar ekki að sitja hjá aðgerðalaus í þessu máli. „Við lögðum inn kæru til KSÍ í dag. Svipað atvik átti sér stað hér á Sauðárkróksvelli á síðasta tímabili. Þar sem að akkúrat leikmaður FH gaf leikmanni Tindastóls olnbogaskot. Svona brot viljum við ekki sjá inn á vellinum. Það er eitt að skalla saman eða slæma hendi óvart í andlit. Í þessu atviki er boltinn í loftinu á leiðinni út af vellinum töluvert frá þessu atviki. Þetta er bara einbeittur brotavilji. Þær voru búnar að vera kljást fyrr í leiknum og leikmaður FH var bara orðin pirruð á því hvernig Bryndís var búin að halda aftur af henni. Það sést langar leiðir á þessu myndbroti að þetta er ljótt brot. Bryndís er úr sveitinni og kallar ekki allt ömmu sína og stóð þetta af sér.“ „Ógeðslega ljótt að sjá“ Atvikið sem og umræðurnar í Bestu mörkunum, uppgjörsþætti Bestu deildar kvenna, má sjá hér fyrir ofan en þar sagði Helena Ólafsdóttir, umsjónarmaður þáttarins að ljótt væri að sjá þetta. „Þetta er bara fáránlegt,“ sagði Helena í Bestu mörkunum. „Þarna er aðstoðardómarinn bara í fínni stöðu til að sjá þetta og þetta var rætt í lýsingu leiksins. Opin augu takk fyrir. Þetta er bara ógeðslega ljótt að sjá. “ Bryndís Rut, fyrirliði Tindastóls, mætti svo sjálf í viðtal eftir leik þar sem að hún tjáði sig um atvikið. „Hún gaf mér olnbogaskot í andlitið því hún var pirruð. Ég veit að það er hiti í leiknum og allt það en mér finnst dómararnir eiga að vernda leikmenn betur því að höfuðmeiðsli eru alvarlegri en fólk heldur og við erum með leikmenn sem við höfum misst út vegna höfuðmeiðsla. Mér finnst dómarar almennt eiga að verja leikmenn betur eins og í þessu atviki.“ En hefði þetta olnbogaskot ekki átt að verðskulda rautt spjald? „Dæmi hver fyrir sig. Ég þarf að horfa á þetta aftur en ég fékk olnboga beint í smettið og ég vil meina að þetta hafi verið frekar gróft. Boltinn var hvergi nálægt en það þýðir ekkert að pirra sig og það er bara áfram gakk,“ sagði Bryndís Rut að lokum. Besta deild kvenna FH Tindastóll Mest lesið Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Fótbolti Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Handbolti Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Fótbolti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Handbolti ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Handbolti Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Fleiri fréttir Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu Sjá meira
Ljótt atvik átti sér stað í fyrri hálfleik í umræddum leik í Bestu deild kvenna í gær þegar að Bryndís Rut Haraldsdóttir, fyrirliði Tindastóls, varð fyrir fólskulegu olnbogaskoti Breukelen Woodard, leikmanns FH. Atvikið fór fram hjá dómarateymi leiksins en Bryndís lá óvíg eftir í dágóða stund áður en dómari leiksins áttaði sig á stöðunni. „Þetta er ekki óviljaverk. Þetta er viljaverk,“ segir Adam, formaður knattspyrnudeildar Tindastóls í samtali við Vísi í kvöld. „Hún beitir líkamanum meira að segja þannig, þegar að hún gefur höggið, á þá leið til að ná krafti í þetta. Það vill þannig til að Bryndís er okkar lang aftasti maður á vellinum þegar að þetta gerist og það misstu allir af þessu. Dómarinn stöðvar leikinn loksins þegar að það er öskrað á hann að það væri leikmaður liggjandi á jörðinni. Dómarateymi sem hélt engri línu í leiknum.“ Klippa: Fólskulegt brot í Kaplakrika: „Ógeðslega ljótt að sjá“ Kæra inn á borði KSÍ Sökum þess að atvikið fór fram hjá öllum í dómarateymi leiksins var engin aukaspyrna dæmd og ekkert spjald fór á loft. Knattspyrnudeild Tindastóls ætlar hins vegar ekki að sitja hjá aðgerðalaus í þessu máli. „Við lögðum inn kæru til KSÍ í dag. Svipað atvik átti sér stað hér á Sauðárkróksvelli á síðasta tímabili. Þar sem að akkúrat leikmaður FH gaf leikmanni Tindastóls olnbogaskot. Svona brot viljum við ekki sjá inn á vellinum. Það er eitt að skalla saman eða slæma hendi óvart í andlit. Í þessu atviki er boltinn í loftinu á leiðinni út af vellinum töluvert frá þessu atviki. Þetta er bara einbeittur brotavilji. Þær voru búnar að vera kljást fyrr í leiknum og leikmaður FH var bara orðin pirruð á því hvernig Bryndís var búin að halda aftur af henni. Það sést langar leiðir á þessu myndbroti að þetta er ljótt brot. Bryndís er úr sveitinni og kallar ekki allt ömmu sína og stóð þetta af sér.“ „Ógeðslega ljótt að sjá“ Atvikið sem og umræðurnar í Bestu mörkunum, uppgjörsþætti Bestu deildar kvenna, má sjá hér fyrir ofan en þar sagði Helena Ólafsdóttir, umsjónarmaður þáttarins að ljótt væri að sjá þetta. „Þetta er bara fáránlegt,“ sagði Helena í Bestu mörkunum. „Þarna er aðstoðardómarinn bara í fínni stöðu til að sjá þetta og þetta var rætt í lýsingu leiksins. Opin augu takk fyrir. Þetta er bara ógeðslega ljótt að sjá. “ Bryndís Rut, fyrirliði Tindastóls, mætti svo sjálf í viðtal eftir leik þar sem að hún tjáði sig um atvikið. „Hún gaf mér olnbogaskot í andlitið því hún var pirruð. Ég veit að það er hiti í leiknum og allt það en mér finnst dómararnir eiga að vernda leikmenn betur því að höfuðmeiðsli eru alvarlegri en fólk heldur og við erum með leikmenn sem við höfum misst út vegna höfuðmeiðsla. Mér finnst dómarar almennt eiga að verja leikmenn betur eins og í þessu atviki.“ En hefði þetta olnbogaskot ekki átt að verðskulda rautt spjald? „Dæmi hver fyrir sig. Ég þarf að horfa á þetta aftur en ég fékk olnboga beint í smettið og ég vil meina að þetta hafi verið frekar gróft. Boltinn var hvergi nálægt en það þýðir ekkert að pirra sig og það er bara áfram gakk,“ sagði Bryndís Rut að lokum.
Besta deild kvenna FH Tindastóll Mest lesið Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Fótbolti Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Handbolti Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Fótbolti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Handbolti ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Handbolti Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Fleiri fréttir Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu Sjá meira