Íslenski boltinn

Íslenski boltinn

Fréttir, beinar lýsingar, úrslit og myndbönd úr efstu deildum í fótbolta á Íslandi.

Fréttamynd

Um­fjöllun og við­töl: Valur - Sel­­­­foss 1-1 | Botn­liðið náði í stig gegn meisturunum

Íslandsmeistarar Vals tóku á móti Selfossi á Hlíðarenda í kvöld. Niðurstaða leiksins var 1-1 jafntefli. Bryndís Arna Níelsdóttir gerði mark Vals og Áslaug Dóra Sigurbjörnsdóttir skoraði fyrir gestina. Bæði lið klífa upp töfluna með þessu jafntefli, Valur situr nú í 2. sæti en Selfoss færir sig upp af botninum og situr nú í 9. sæti deildarinnar.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Fjórir Val­sarar í liði fyrsta fjórðungs Bestu deildarinnar

Strákarnir í Þungavigtinni gerðu upp fyrsta fjórðung í Bestu deild karla og völdu bestu menn og lið fjórðungsins. Þá var veikasti hlekkurinn einnig valinn. Víkingurinn Oliver Ekroth var bestur að mati strákanna og Hlynur Freyr Karlsson Valsari var valinn sá besti ungi eftir mikla samkeppni frá Ísaki Andra Sigurgeirssyni í Stjörnunni.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Leik lokið: Keflavík - Breiðablik 0-6 | Risasigur skaut Blikum á toppinn

Keflavík tók á móti Breiðablik í sínum fyrsta heimaleik í Bestu deild kvenna í kvöld. Breiðabliksstelpur mættu vel búnar í þessa viðureign og unnu leikinn 6-0. Breiðablik skoraði sitt fyrsta mark á upphafsmínútu leiksins og það varð áhorfendum strax ljóst hvort liðið færi héðan með þrjú stig. Með þessum sigri fer Breiðablik upp í efsta sæti deildarinnar.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

„Það stoppaði bíll þarna og þurfti að bíða á meðan 80 naktir menn hlupu“

Ingimar Helgi Finnsson eða litla flugvélin eins og hann er oft þekktur mætti til Sverris Mar í hlaðvarpið „Ástríðan: hetjur neðri deildanna“ á dögunum og ræddi þar sinn feril í neðri deildum Íslands í fótbolta. Eins og gengur og gerist þá eru til ansi margar góðar sögur af liðum í neðri deildum og Ingimar fór yfir eina þeirra þar sem lið Árborgar á það til að fara í nektarhlaup.

Íslenski boltinn