Íslenski boltinn

KR og HK al­veg jöfn í inn­byrðis leikjum fyrir leik kvöldsins

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Valgeir Valgeirsson, þáverandi HK-ingur, á ferðinni í leik með HK á móti KR fyrir fjórum árum.
Valgeir Valgeirsson, þáverandi HK-ingur, á ferðinni í leik með HK á móti KR fyrir fjórum árum. vísir/hag

HK tekur á móti KR í kvöld í Bestu deild karla í fótbolta í einum umtalaðasta leik í deildinni í langan tíma.

Það er ekki aðeins mikilvægi hans sem ræður því heldur einnig sú staðreynd að það þurfti að fresta leiknum á dögunum vegna þess að eitt markanna í Kórnum var brotið.

Eftir að kæru og áfrýjun KR-inga var vísað frá er loksins orðið ljóst að leikurinn fer fram í kvöld.

Leikurinn í Kórnum hefst klukkan 20.00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 5.

Þetta verður fjórtándi innbyrðis leikur liðanna í efstu deild og staðan er sú fyrir leik kvöldsins að liðin eru alveg jöfn.

KR hefur unnið fimm leiki, HK hefur unnið fimm leiki og þrisvar hefur orðið jafntefli. HK hefur þó forskot í skoruðum mörkum með tuttugu mörk á móti sautján.

Bara einn KR-sigur í átta síðustu leikjum

HK-ingar hafa náð að jafna stöðuna með tveimur sigurleikjum í síðustu þremur leikjum liðanna þar á meðal 2-1 sigur á Meistaravöllum í Vesturbænum fyrr í sumar.

Frá því um mitt sumar 2019 þá hafa KR-ingar reyndar aðeins náð að vinna HK einu sinni í átta leikjum liðanna í Bestu deildinni. Sá sigur kom í Kórnum 16. ágúst 2021. HK hefur unnið KR fjórum sinnum á sama tíma og er 13-6 yfir í markatölu undanfarin fimm ár.

  • Fyrstu sex leikir liðanna í efstu deild:
  • 4 KR-sigrar
  • 1 HK-sigur
  • 0 jafntefli
  • Markatala: KR +4 (11-7)
  • -
  • Síðustu átta leikir liðanna í efstu deild:
  • 4 HK-sigrar
  • 1 KR-sigur
  • 3 jafntefli
  • Markatala: HK +7 (13-6)
  • -
  • Samanlagt í öllum leikjum liðanna í efstu deild:
  • 5 HK-sigrar
  • 5 KR-sigrar
  • 3 jafntefli
  • Markatala: HK +3 (20-17)



Fleiri fréttir

Sjá meira


×