KR áfrýjar niðurstöðu KSÍ Runólfur Trausti Þórhallsson og Valur Páll Eiríksson skrifa 20. ágúst 2024 19:07 Páll reiknar með að KR muni áfrýja strax í kvöld. Stöð 2 Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar KR, staðfesti í samtali við Vísi og Stöð 2 rétt í þessu að félagið ætlaði að áfrýja niðurstöðu Knattspyrnusambands Íslands í máli félagsins er kemur að leiknum sem átti að fara fram í Kórnum á dögunum. Fyrr í dag hafnaði KSÍ kröfu KR að liðinu yrði dæmdur sigur í leik gegn HK í Bestu deild karla eftir að leiknum var frestað þar sem annað mark Kórsins var brotið og önnur mörk HK stóðust ekki kröfur KSÍ. Páll segir aga- og úrskurðarnefnd KSÍ vera gjarna til að vísa málum frá, mál sem eigi að fá efnislega umfjöllun. Svo gjörn sé nefndin til þess að það hafi verið tekið fyrir á ársþingi KSÍ. Vegna þessa séu KR-ingar ósáttir, að málið sé ekki tekið efnislega fyrir. Klippa: Kærunni vísað frá „Niðurstaðan sem slík kemur mér ekki á óvart, maður sér að það er vilji allra að úrslitin ráðist inn á vellinum. Það sem slær mig mest í þessu máli er að málið skuli ekki fá efnislega umfjöllun. Það hefur verið bent á – meðal annars á ársþingi KSÍ síðast þar sem ályktun var lögð fyrir stjórn og þingið fékk afgerandi meirihluta – félögin vilja fá efnislega niðurstöðu,“ sagði Páll í viðtali og hélt áfram. „Því miður virðist aga- og úrskurðarnefnd KSÍ falla í þá gryfju að vísa málum frá svo þau fá ekki efnislega umfjöllun. Ég held það vilji allir fá, sama hvort þeir hafi samúð með KR eða HK í þessu tiltekna tilfelli, umfjöllun um þetta og hvað sé raunverulega í lagi og hvað sé ekki í lagi. Það er þá eitthvað sem fólk verður að gera upp við sig.“ „Ég sakna þess að þessi ágæta nefnd, þetta ágæta fyrsta dómstig sambandsins fjalli efnislega um málið. Því miður falla þeir alltof oft í þessa sömu gryfju,“ sagði Páll. HK fórnarlamd aðstæðna en aðstæður ekki óviðráðanlegar Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ vísaði í grein 15.6 í reglugerð um knattspyrnumót, en þar er talað um „óviðráðanlegar orsakir“ fyrir því að leikur fari ekki fram, svo sem veður eða ástand vallar. KR sagði í kæru sinni að brotið mark í Kórnum væri ekki dæmi um óviðráðanlegar aðstæður og Páll færir rök fyrir því: „Ég held að það séu öll sammála að þegar horft er á eitthvað sem er óviðráðanlegt þá eigi það ekki við í þessu tiltekna tilfelli en það er líklega eina dæmið sem hægt er að vísa í til að fá efnislega niðurstöðu eins og stjórnin gerir. Ef þetta eru óviðráðanlegar aðstæður er verið að teygja hugtakið ansi vítt og ekki samræmi við neina lögfræði.“ „Það er líka hættulegt að setja svona fordæmi. Ætla ekki að ætla HK það að þeir hafi verið viljandi að brjóta, eru að vissu leyti fórnarlamb aðstæðna þó þeir hafi geta gert margt betur í aðdraganda leiksins en þetta er mjög hættulegt og vont fordæmi. Opnar á möguleika á að menn séu hreinlega óheiðarlegir, sem ég er þó ekki að segja að eigi við í þessu tilfelli en þetta er vont fordæmi.“ Vilja efnislega umfjöllun Leikurinn á að fara fram á fimmtudaginn kemur, þann 20. ágúst næstkomandi. Tíminn er því knappur fyrir æðra dómsvald að fara yfir málið, sérstaklega ef gefa á því málinu efnislega niðurstöðu, líkt og KR kallar eftir. „Ég geri fastlega ráð fyrir því að þessu verði áfrýjað í kvöld svo þetta geti fengið umfjöllun ákvörðunardómstóls á morgun, veit ekki hversu hratt þeir geta unnið. Hvort leikurinn fari fram á fimmtudag get ég ekki sagt til um en ef KSÍ segir okkur að mæta þá að sjálfsögðu mætir KR og gerir allt til að vinna leikinn. Við teljum hins vegar að það vanti mikilvæga umfjöllun það þurfi að afgreiða þetta mál og setja skýrt fordæmi.“ „Við viljum fá efnislega niðurstöðu í þetta mál. Okkur þykir það nauðsynlegt, fótboltanum til heilla,“ sagði Páll Kristjánsson að endingu. Frétt um málið úr Sportpakkanum á Stöð 2 má sjá að ofan. Viðtalið í heild sinni er í spilaranum að neðan. Klippa: KR áfrýjar og vill málefnalega niðurstöðu KSÍ Besta deild karla KR HK Íslenski boltinn Mest lesið Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Meikle skaut Littler skelk í bringu Sport Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Sport Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Golf Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Fótbolti Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Fótbolti Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fleiri fréttir Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Sjá meira
Fyrr í dag hafnaði KSÍ kröfu KR að liðinu yrði dæmdur sigur í leik gegn HK í Bestu deild karla eftir að leiknum var frestað þar sem annað mark Kórsins var brotið og önnur mörk HK stóðust ekki kröfur KSÍ. Páll segir aga- og úrskurðarnefnd KSÍ vera gjarna til að vísa málum frá, mál sem eigi að fá efnislega umfjöllun. Svo gjörn sé nefndin til þess að það hafi verið tekið fyrir á ársþingi KSÍ. Vegna þessa séu KR-ingar ósáttir, að málið sé ekki tekið efnislega fyrir. Klippa: Kærunni vísað frá „Niðurstaðan sem slík kemur mér ekki á óvart, maður sér að það er vilji allra að úrslitin ráðist inn á vellinum. Það sem slær mig mest í þessu máli er að málið skuli ekki fá efnislega umfjöllun. Það hefur verið bent á – meðal annars á ársþingi KSÍ síðast þar sem ályktun var lögð fyrir stjórn og þingið fékk afgerandi meirihluta – félögin vilja fá efnislega niðurstöðu,“ sagði Páll í viðtali og hélt áfram. „Því miður virðist aga- og úrskurðarnefnd KSÍ falla í þá gryfju að vísa málum frá svo þau fá ekki efnislega umfjöllun. Ég held það vilji allir fá, sama hvort þeir hafi samúð með KR eða HK í þessu tiltekna tilfelli, umfjöllun um þetta og hvað sé raunverulega í lagi og hvað sé ekki í lagi. Það er þá eitthvað sem fólk verður að gera upp við sig.“ „Ég sakna þess að þessi ágæta nefnd, þetta ágæta fyrsta dómstig sambandsins fjalli efnislega um málið. Því miður falla þeir alltof oft í þessa sömu gryfju,“ sagði Páll. HK fórnarlamd aðstæðna en aðstæður ekki óviðráðanlegar Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ vísaði í grein 15.6 í reglugerð um knattspyrnumót, en þar er talað um „óviðráðanlegar orsakir“ fyrir því að leikur fari ekki fram, svo sem veður eða ástand vallar. KR sagði í kæru sinni að brotið mark í Kórnum væri ekki dæmi um óviðráðanlegar aðstæður og Páll færir rök fyrir því: „Ég held að það séu öll sammála að þegar horft er á eitthvað sem er óviðráðanlegt þá eigi það ekki við í þessu tiltekna tilfelli en það er líklega eina dæmið sem hægt er að vísa í til að fá efnislega niðurstöðu eins og stjórnin gerir. Ef þetta eru óviðráðanlegar aðstæður er verið að teygja hugtakið ansi vítt og ekki samræmi við neina lögfræði.“ „Það er líka hættulegt að setja svona fordæmi. Ætla ekki að ætla HK það að þeir hafi verið viljandi að brjóta, eru að vissu leyti fórnarlamb aðstæðna þó þeir hafi geta gert margt betur í aðdraganda leiksins en þetta er mjög hættulegt og vont fordæmi. Opnar á möguleika á að menn séu hreinlega óheiðarlegir, sem ég er þó ekki að segja að eigi við í þessu tilfelli en þetta er vont fordæmi.“ Vilja efnislega umfjöllun Leikurinn á að fara fram á fimmtudaginn kemur, þann 20. ágúst næstkomandi. Tíminn er því knappur fyrir æðra dómsvald að fara yfir málið, sérstaklega ef gefa á því málinu efnislega niðurstöðu, líkt og KR kallar eftir. „Ég geri fastlega ráð fyrir því að þessu verði áfrýjað í kvöld svo þetta geti fengið umfjöllun ákvörðunardómstóls á morgun, veit ekki hversu hratt þeir geta unnið. Hvort leikurinn fari fram á fimmtudag get ég ekki sagt til um en ef KSÍ segir okkur að mæta þá að sjálfsögðu mætir KR og gerir allt til að vinna leikinn. Við teljum hins vegar að það vanti mikilvæga umfjöllun það þurfi að afgreiða þetta mál og setja skýrt fordæmi.“ „Við viljum fá efnislega niðurstöðu í þetta mál. Okkur þykir það nauðsynlegt, fótboltanum til heilla,“ sagði Páll Kristjánsson að endingu. Frétt um málið úr Sportpakkanum á Stöð 2 má sjá að ofan. Viðtalið í heild sinni er í spilaranum að neðan. Klippa: KR áfrýjar og vill málefnalega niðurstöðu
KSÍ Besta deild karla KR HK Íslenski boltinn Mest lesið Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Meikle skaut Littler skelk í bringu Sport Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Sport Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Golf Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Fótbolti Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Fótbolti Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fleiri fréttir Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Sjá meira