„Ég ætla rétt að vona að menn hafi ekki verið að spara sig“ Smári Jökull Jónsson skrifar 19. ágúst 2024 21:54 Sölvi Geir Ottesen stýrði Víkingum í fjarveru Arnars Gunnlaugssonar sem var í leikbanni. Vísir/Anton Brink Sölvi Ottesen stýrði Víkingum í fjarveru þjálfarans Arnars Gunnlaugssonar sem var í leikbanni. Hann sagði frammistöðu Víkinga í dag ólíka því sem þeir eru vanir að sýna. „Það er mikið svekkelsi. Við ætluðum okkur þrjú stig í dag og ætluðum okkur að sýna betri framimstöðu. Þá er ég sérstklega að tala um fyrri hálfleikinn, við vorum bara ekki mættir til leiks þar,“ sagði Sölvi þegar Gunnlaugur Jónsson ræddi við hann á Stöð 2 Sport eftir leikinn. Fyrri hálfleikur Víkinga var ekki góður og gerði Sölvi meðal annars fjórar breytingar að honum loknum. „Við vorum alltof mjúkir, töpuðum held ég öllum návígjum úti á vellinum. Það var skrýtið að horfa upp á þetta. Þetta er svo langt frá því sem við erum vanir frá okkar liði þar sem við erum að mæta í einvígin. Við höfðum gott fordæmi frá síðasta leik úti í Tallinn, fyrri hálfleikur varð bara okkur að falli í dag.“ Hann sagðist ætla að vona að menn hefðu ekki verið að spara sig fyrir næstu leiki en Víkingar spila í Sambandsdeildinni á fimmtudag og eiga góða möguleika á að tryggja sér sæti í riðlakeppni þeirrar keppni. „Það á ekki að vera þannig, alls ekki. Við erum alveg í nógu góðu standi og með nógu stóran hóp til að skipta ef menn eru þreyttir. Þannig að það er ekki skýringin, við erum með fulla orku og það á ekki að vera hugarfarið að hvíla eða spara þig í einhverjum leik.“ „Við vissum að við værum að mæta hörkuliði sem er í toppnum og þú hefur ekkert efni á því að spara þig í þannig leikjum. Ég ætla rétt að vona að menn hafi ekki verið að spara sig,“ bætti Sölvi við en Víkingur og Breiðablik eru nú jöfn að stigum á toppi Bestu deildarinnar eftir sigur Blika á Fram í Kópavoginum í kvöld. Besta deild karla Víkingur Reykjavík ÍA Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Sport KR lánar Óðinn til ÍR Íslenski boltinn Amad líklega frá út tímabilið Enski boltinn Óðinn Þór markahæstur að venju Handbolti Fleiri fréttir KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Devine til Blika og má spila í kvöld Fimmtán milljón króna hagnaður hjá KSÍ FH safnaði yfir tveimur milljónum fyrir Píeta samtökin Grótta laus úr banni FIFA Þorri mættur í Stjörnuna og ætlar að vinna titla Herra Fjölnir tekur við Fjölni „Púsluspilið gekk ekki upp“ Víkingar hættir í Lengjubikarnum Ætla að spila í Grindavík: „Ábyrgð mín að koma liðinu heim“ Sif Atla ráðin framkvæmdastjóri Leikmannasamtaka Íslands Andri Rúnar með þrennu fyrir Stjörnuna í kvöld Þorri sagður á heimleið: „Verð þakklátur alla ævina“ Úlfur óvænt rekinn frá Fjölni Framarar fundu strax leið úr skammarkróknum Tvær þrennur í níu marka stórsigri Hrannar með þrennu gegn Þór Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt Sjá meira
„Það er mikið svekkelsi. Við ætluðum okkur þrjú stig í dag og ætluðum okkur að sýna betri framimstöðu. Þá er ég sérstklega að tala um fyrri hálfleikinn, við vorum bara ekki mættir til leiks þar,“ sagði Sölvi þegar Gunnlaugur Jónsson ræddi við hann á Stöð 2 Sport eftir leikinn. Fyrri hálfleikur Víkinga var ekki góður og gerði Sölvi meðal annars fjórar breytingar að honum loknum. „Við vorum alltof mjúkir, töpuðum held ég öllum návígjum úti á vellinum. Það var skrýtið að horfa upp á þetta. Þetta er svo langt frá því sem við erum vanir frá okkar liði þar sem við erum að mæta í einvígin. Við höfðum gott fordæmi frá síðasta leik úti í Tallinn, fyrri hálfleikur varð bara okkur að falli í dag.“ Hann sagðist ætla að vona að menn hefðu ekki verið að spara sig fyrir næstu leiki en Víkingar spila í Sambandsdeildinni á fimmtudag og eiga góða möguleika á að tryggja sér sæti í riðlakeppni þeirrar keppni. „Það á ekki að vera þannig, alls ekki. Við erum alveg í nógu góðu standi og með nógu stóran hóp til að skipta ef menn eru þreyttir. Þannig að það er ekki skýringin, við erum með fulla orku og það á ekki að vera hugarfarið að hvíla eða spara þig í einhverjum leik.“ „Við vissum að við værum að mæta hörkuliði sem er í toppnum og þú hefur ekkert efni á því að spara þig í þannig leikjum. Ég ætla rétt að vona að menn hafi ekki verið að spara sig,“ bætti Sölvi við en Víkingur og Breiðablik eru nú jöfn að stigum á toppi Bestu deildarinnar eftir sigur Blika á Fram í Kópavoginum í kvöld.
Besta deild karla Víkingur Reykjavík ÍA Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Sport KR lánar Óðinn til ÍR Íslenski boltinn Amad líklega frá út tímabilið Enski boltinn Óðinn Þór markahæstur að venju Handbolti Fleiri fréttir KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Devine til Blika og má spila í kvöld Fimmtán milljón króna hagnaður hjá KSÍ FH safnaði yfir tveimur milljónum fyrir Píeta samtökin Grótta laus úr banni FIFA Þorri mættur í Stjörnuna og ætlar að vinna titla Herra Fjölnir tekur við Fjölni „Púsluspilið gekk ekki upp“ Víkingar hættir í Lengjubikarnum Ætla að spila í Grindavík: „Ábyrgð mín að koma liðinu heim“ Sif Atla ráðin framkvæmdastjóri Leikmannasamtaka Íslands Andri Rúnar með þrennu fyrir Stjörnuna í kvöld Þorri sagður á heimleið: „Verð þakklátur alla ævina“ Úlfur óvænt rekinn frá Fjölni Framarar fundu strax leið úr skammarkróknum Tvær þrennur í níu marka stórsigri Hrannar með þrennu gegn Þór Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt Sjá meira