Meistararnir fá mikinn liðsstyrk úr Laugardal Bandaríski miðjumaðurinn Katie Cousins er gengin í raðir Íslandsmeistara Vals eftir að hafa verið lykilleikmaður í liði Þróttar á síðustu leiktíð. Íslenski boltinn 14. desember 2023 16:00
Kristinn heim í Kópavog Vinstri bakvörðurinn Kristinn Jónsson er genginn í raðir uppeldisfélagsins Breiðabliks. Þessu greindi félagið frá á samfélagsmiðlum sínum. Íslenski boltinn 9. desember 2023 19:00
Breiðablik sigraði Bose-mótið Breiðablik sigraði Íslands- og bikarmeistara Víkings í Bose-mótinu í knattspyrnu, lokatölur á Kópavogsvelli 3-1 Blikum í vil. Íslenski boltinn 8. desember 2023 21:06
Segja að Hafrún Rakel sé á leið til Bröndby Hafrún Rakel Halldórsdóttir er við það að ganga í raðir Bröndby, topplið efstu deildar í Danmörku. Hún er uppalin í Aftureldingu en hefur spilað með Breiðabliki í Bestu deild kvenna síðan 2020. Fótbolti 8. desember 2023 19:45
Endurnýjar kynnin við Óskar: „Sem betur fer féllu þeir ekki“ Hlynur Freyr Karlsson hlakkar til að starfa að nýju undir handleiðslu Óskars Hrafns Þorvaldssonar og nú sem atvinnumaður í Noregi, hjá knattspyrnuliði Haugesund. Það stóð hins vegar tæpt að af því yrði. Íslenski boltinn 8. desember 2023 10:00
Benoný samdi ekki við Gautaborg Ekkert varð af því að hinn 18 ára gamli KR-ingur, Benoný Breki Andrésson, skrifaði undir samning við sænska knattspyrnufélagið Gautaborg í gær eins og til stóð. Íslenski boltinn 7. desember 2023 13:11
Haugasund búið að kaupa Hlyn frá Val Valur hefur selt Hlyn Frey Karlsson til norska úrvalsdeildarliðsins Haugasunds sem Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfar. Íslenski boltinn 7. desember 2023 10:13
Fanney með fótboltaheila og getur náð heimsklassa Jólin komu snemma í ár með sigri Íslands á Danmörku í Þjóðadeildinni í fótbolta í fyrradag. Átján ára gamall markvörður Íslands og Vals sló í gegn í frumraun sinni. Íslenska landsliðið gerði sér lítið fyrir og kramdi ólympíudrauma danska landsliðsins með 1-0 sigri sínum í lokaumferð riðlakeppni Þjóðadeildarinnar í Viborg. Íslenski boltinn 7. desember 2023 09:00
Esther Rós færir sig yfir hraunið Esther Rós Arnarsdóttir er nýr leikmaður Stjörnunnar í Bestu deild kvenna í fótbolta. Íslenski boltinn 6. desember 2023 15:16
Lið Óskars Hrafns að sækja Hlyn Frey á Hlíðarenda Valur hefur samþykkt tilboð norska efstu deildarliðsins Haugasund í hinn unga og efnilega Hlyn Frey Karlsson. Óskar Hrafn Þorvaldsson tekur við stjórn Haugesund þegar tímabilinu í Noregi lýkur. Íslenski boltinn 28. nóvember 2023 19:31
Fram semur við þá markahæstu í íslenska fótboltanum á árinu Framarar hafa styrkt kvennalið sitt fyrir komandi sumar og það með því að semja við leikmanninn sem skoraði mest allra, hjá körlum sem konum, á Íslandsmótinu í knattspyrnu sumarið 2023. Íslenski boltinn 28. nóvember 2023 17:15
Ole kveður KR Ole Martin Nesselquist og Knattspyrnufélag Reykjavíkur hafa komist að samkomulagi um samningslok þar sem að Ole Martin óskaði eftir leyfi frá félaginu til þess að gerast aðalþjálfari hjá liði í heimalandi sínu, Noregi. Íslenski boltinn 28. nóvember 2023 16:09
Yfirlýsingar að vænta frá KR vegna Ole Martin Háværar sögusagnir þess efnis að Ole Martin Nesselquist sé hættur sem aðstoðarþjálfari karlaliðs KR í fótbolta eru nú á kreiki. Íslenski boltinn 28. nóvember 2023 14:16
„Ákveðinn hópur sem ég leitaði til“ Guðni Bergsson fyrrverandi formaður KSÍ, sem sækist nú eftir kjöri á ný, kveðst fullur af orku til að halda áfram því starfi sem hann skildi við á sínum tíma. Hann velti fyrir sér framboðinu í nokkrar vikur áður en hann lét slag standa. Fótbolti 27. nóvember 2023 23:24
Annar Íslendingur til Örebro Selfyssingurinn Áslaug Dóra Sigurbjörnsdóttir hefur skrifað undir tveggja ára samning við sænska úrvalsdeildarliðið Örebro. Íslenski boltinn 27. nóvember 2023 15:01
Fer með farm af fótboltabúnaði heim um jólin: „Þetta skiptir þau öllu máli“ Hin ganverska Samira Suleman, fótboltakona og yngri flokka þjálfari hjá ÍA, safnar nú íþróttabúnaði sem hún fer með til Gana um jólin. Að hennar sögn breytir þetta öllu fyrir ungt fólk í heimabænum hennar. Íslenski boltinn 25. nóvember 2023 08:00
Arnór Borg orðinn leikmaður FH Arnór Borg Guðjohnsen hefur gengið endanlega í raðir Bestu deildar liðs FH frá Víkingi Reykjavík. Frá þessu greina FH-ingar í færslu á samfélagsmiðlum í dag. Íslenski boltinn 23. nóvember 2023 15:47
Utan vallar: Enginn Siggi Jóns en söguleg sigurganga fékk verðskuldað sviðsljós Lokaþáttur Skagans, heimildaþátta um sigurgöngu fótboltaliðs Skagamanna á tíunda áratugnum, fór í loftið á mánudaginn var og það má hrósa þeim sem að honum stóðu fyrir skemmtilega og fróðlega þætti. Íslenski boltinn 23. nóvember 2023 10:01
Ekkert Hátíðarlaufabrauð í ár Fótboltatímabil Höskuldar Gunnlaugssonar, fyrirliða Breiðabliks, hefur lengst um nokkra mánuði sökum þátttöku Blika í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu og því mun hann ekki geta sinnt hliðarstarfi sínu, að steikja Hátíðarlaufabrauð, fyrir komandi jólahátíð. Íslenski boltinn 23. nóvember 2023 09:30
Guðni býður sig fram til formanns KSÍ Guðni Bergsson hefur ákveðið að bjóða sig fram til formanns Knattspyrnusambands Íslands. Íslenski boltinn 22. nóvember 2023 15:40
Kjartan Kári spilar ekki fyrir Óskar Hrafn í Noregi: Seldur til FH FH-ingar hafa gengið frá kaupum á íslenska knattspyrnumanninum Kjartani Kára Halldórssyni en norska félagið FK Haugesund staðfesti söluna í morgun. Íslenski boltinn 22. nóvember 2023 09:00
Fanndís framlengir við Val Fimmfaldi Íslandsmeistarinn Fanndís Friðriksdóttir verður áfram í herbúðum Valskvenna en hún hefur framlengt samning sinn við Hlíðarendafélagið. Íslenski boltinn 21. nóvember 2023 12:01
Herra Víkingur tekur eitt ár enn og á möguleika á leikjametinu Halldór Smári Sigurðsson hefur framlengt samning sinn við Víking út næsta tímabil og verður því með Íslands- og bikarmeisturum Víkinga í Bestu deildinni 2024. Íslenski boltinn 21. nóvember 2023 09:21
Edda fylgir Nik í Kópavoginn Edda Garðarsdóttir hefur verið ráðin aðstoðarþjálfari Breiðabliks í Bestu deild kvenna í knattspyrnu. Þar mun hún aðstoða Nik Chamberlain sem tók nýverið við starfi aðalþjálfara liðsins en þau unnu saman hjá Þrótti Reykjavík. Íslenski boltinn 20. nóvember 2023 21:00
Kennie fylgir Rúnari til Fram Daninn Kennie Chopart, fyrrverandi fyrirliði KR, er genginn í raðir Fram. Þar hittir hann fyrir Rúnar Kristinsson, gamla þjálfarann sinn hjá KR. Íslenski boltinn 20. nóvember 2023 16:25
Æfingatíminn hentaði ekki og því fór Kristinn frá KR Gregg Ryder, nýráðinn þjálfari KR í Bestu deild karla í knattspyrnu, segir að Kristinn Jónsson hafi farið frá félaginu þar sem æfingatími félagsins hentaði honum ekki. Íslenski boltinn 19. nóvember 2023 08:00
Vladan semur við nýliða Vestra og tekur að sér markmannsþjálfun Markvörðurinn fyrrverandi Vladan Djogatovic er nýr markmannsþjálfari Vestra. Liðið mun leika sem nýliða í Bestu deild karla í knattspyrnu sumarið 2024. Íslenski boltinn 18. nóvember 2023 22:30
Máli Jóns Páls gegn Víkingi Ólafsvík vísað frá Landsréttur hefur úrskurðað að vísa máli knattspyrnuþjálfarans Jóns Páls Pálmasonar gegn Knattspyrnudeild Víkings Ólafsvíkur frá héraðsdómi. Héraðsdómur hafði áður sýknað deildina af kröfu Jóns Páls, en hann hafði krafið félagið um 26 milljónir króna auk dráttarvaxta. Íslenski boltinn 17. nóvember 2023 15:06
Arnar sagður í viðræðum við Norrköping Arnar Gunnlaugsson, þjálfari tvöfaldra meistara Víkings, er sagður í viðræðum við Norrköping í Svíþjóð um að taka við þjálfarataumunum hjá félaginu. Íslenski boltinn 14. nóvember 2023 23:29
Ryder býður stuðningsmönnum KR í bjór á Rauða ljóninu Gregg Ryder, nýráðinn þjálfari KR, ætlar greinilega að vinna stuðningsmenn félagsins strax á sitt band. Íslenski boltinn 14. nóvember 2023 23:00