Íslenski boltinn

Íslenski boltinn

Fréttir, beinar lýsingar, úrslit og myndbönd úr efstu deildum í fótbolta á Íslandi.

Fréttamynd

Haukar í Evrópu eftir 15 ára hlé

Kvennalið Hauka í körfuknattleik hefur ákveðið að taka þátt í Evrópukeppni næsta haust. Mun liðið taka þátt í Evrópubikar félagsliða, FIBA EuroCup. Er þetta í fyrsta sinn í 15 ár sem íslenskt kvennalið tekur þátt í Evrópukeppni. Haukar voru einnig síðasta liðið til að taka þátt.

Körfubolti
Fréttamynd

Sjö marka sveifla milli leikja

Íslandsmeistarar Breiðabliks unnu stórsigur á ÍBV er liðin mættust á Kópavogsvelli í Pepsi Max deild kvenna í knattspyrnu. Lokatölur 7-2 sem þýðir að um sjö marka sveiflu er að ræða frá fyrri leik liðanna sem ÍBV vann 4-2 í Vestmannaeyjum.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Umfjöllun og viðtöl: Kefla­vík - Stjarnan 1-2| Arna Dís tryggði Stjörnunni stigin þrjú

Stjarnan eru komnar aftur á sigurbraut eftir að hafa tapað tveimur leikjum í röð. Þær komust yfir snemma leiks með marki frá Ölmu Mathiesen. Aerial Chavarin jafnaði síðan leikinn undir lok fyrri hálfleiks með skalla.Gegn gangi leiksins gerði Arna Dís Arnþórsdóttir sigurmark leiksins og tryggði Stjörnunni stigin þrjú. Umfjöllun og viðtöl væntanleg

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Lukkan að snúast hjá Skagamönnum?

ÍA vann mikilvægan og óvæntan 2-1 sigur á Íslandsmeisturum Vals í Pepsi Max-deild karla í fótbolta á laugardag. Farið var yfir fórnfýsi leikmanna Skagaliðsins í varnarleik sínum í Pepsi Max stúkunni, og velti Baldur Sigurðsson því upp hvort lukkan væri að snúast hjá Skagamönnum.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Það er þetta mark sem skilur á milli

Íslandsmeistarar Vals töpuðu óvænt fyrir botnliði ÍA í Pepsi Max deild karla í knattspyrnu um helgina. Valur varð fyrir því óláni að skora tvö sjálfsmörk en varnarleikur liðsins í síðara marki ÍA var til umræðu í Stúkunni að leik loknum.

Íslenski boltinn