Adam Ægir Pálsson: Ég vissi alltaf hvað ég gæti og nú er Siggi Raggi búinn að gefa mér fullt traust Sverrir Mar Smárason skrifar 22. október 2022 16:38 Adam Ægir Pálsson átti frábæran leik fyrir Keflavík í dag. Visir/ Tjörvi Adam Ægir Pálsson, sóknarmaður Keflavíkur, var stoltur og ánægður í leikslok eftir góðan 7-1 sigur liðsins gegn Leikni í leik sem fram fór í Árbænum í dag. Adam Ægir gerði tvö mörk og lagði upp eitt en var ansi nálægt því að skora þrennu sem hann hefði viljað. „Já 100% það voru nokkru færi til þess en stundum er þetta svona. Það er bara gott að ná að setja tvö og eitt „assist“. Maður verður að vera sáttur við það sem maður er með. Mér fannst þetta spilast skringilega. Mér fannst þeir ekki svona lélegir og mér fannst þetta ekki vera 7-1 leikur. Mér fannst þeir alveg hættulegir en þetta er kannski eins og sagan þeirra hefur verið í sumar. Oft verið fínir en ekki náð að binda endahnútinn á þetta. Þeir eru segir. Svo bara setja þeir menn upp í lokin og við náum skyndisóknum en 7-1 gefur ekki alveg rétta mynd af þessu. Þó gríðarlega sterkur sigur,“ sagði Adam Ægir. Adam Ægir hefur átt mjög gott tímabil með Keflavík. Skorað 7 mörk og lagt upp önnur 12. Hann nýtur sín vel í Keflavík með góða menn í kringum sig. „Já klárlega. Fyrst og fremst sáttur með að fá að spila. Ég vissi alltaf hvað ég gæti og nú er Siggi Raggi búinn að gefa mér fullt traust. Ég hef sýnst það að ég geti alveg „deliverað“ í þessari deild og hérna eru frábærir liðsfélagar sem ég þekki mjög vel. Ég var hér áður en ég fór í Víking og mér líður mjög vel í Keflavík. Þeir hafa gert helling fyrir mig og í raun og vera er ég ævinlega þakklátur fyrir þá,“ sagði Adam. Adam Ægir var verðlaunaður fyrir góða frammistöðu og kallaður inn í hóp A-landsliðsins sem varamaður fyrir leikinn gegn Saudi-Arabíu í nóvember. Hann vonast eftir því að detta inn í hópinn og fá tækifæri. „Klárlega viljað vera í hópnum en auðvitað bara heiður að fá að vera í einhverskonar hópi. Ég bíð eftir að einhver kannski detti út og bíð spenntur. Auðvitað hefði maður viljað vera í hópnum en það er heiður að vera nálægt landsliðinu og það er nóg,“ sagði Adam Ægir að lokum. Íslenski boltinn Besta deild karla Keflavík ÍF Leiknir Reykjavík Mest lesið „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Íslenski boltinn Sex rallýgoðsagnir teknar inn í nýjustu frægðarhöllina á Íslandi Sport Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Íslenski boltinn Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Íslenski boltinn Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Íslenski boltinn Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Enski boltinn Syni Tigers mistókst að tryggja sér sæti á Opna bandaríska Golf Fleiri fréttir Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Sex rallýgoðsagnir teknar inn í nýjustu frægðarhöllina á Íslandi Fjögur lið á toppnum með fjögur stig „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Íslensku stelpurnar flugu inn í úrslitin Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Syni Tigers mistókst að tryggja sér sæti á Opna bandaríska Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Fleiri sæti í boði fyrir stelpurnar okkar á HM 2031 Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Tæplega fimmtugur Manny Pacquiao ætlar að snúa aftur í hringinn Fékk sleggju í höfuðið og var ljónheppinn að lifa af Salah valinn bestur af blaðamönnum „Er ekki alltaf markmiðið að bæta sig? Annars væri maður ekki að þessu“ Hlakkar til að mæta „fótboltapabba“ sínum í úrslitaleiknum Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Geta unnið glænýjan bíl í Öskjuhlíðinni Sex ensk lið í Meistaradeild og tíu gætu náð Evrópusæti Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur Sjá meira
„Já 100% það voru nokkru færi til þess en stundum er þetta svona. Það er bara gott að ná að setja tvö og eitt „assist“. Maður verður að vera sáttur við það sem maður er með. Mér fannst þetta spilast skringilega. Mér fannst þeir ekki svona lélegir og mér fannst þetta ekki vera 7-1 leikur. Mér fannst þeir alveg hættulegir en þetta er kannski eins og sagan þeirra hefur verið í sumar. Oft verið fínir en ekki náð að binda endahnútinn á þetta. Þeir eru segir. Svo bara setja þeir menn upp í lokin og við náum skyndisóknum en 7-1 gefur ekki alveg rétta mynd af þessu. Þó gríðarlega sterkur sigur,“ sagði Adam Ægir. Adam Ægir hefur átt mjög gott tímabil með Keflavík. Skorað 7 mörk og lagt upp önnur 12. Hann nýtur sín vel í Keflavík með góða menn í kringum sig. „Já klárlega. Fyrst og fremst sáttur með að fá að spila. Ég vissi alltaf hvað ég gæti og nú er Siggi Raggi búinn að gefa mér fullt traust. Ég hef sýnst það að ég geti alveg „deliverað“ í þessari deild og hérna eru frábærir liðsfélagar sem ég þekki mjög vel. Ég var hér áður en ég fór í Víking og mér líður mjög vel í Keflavík. Þeir hafa gert helling fyrir mig og í raun og vera er ég ævinlega þakklátur fyrir þá,“ sagði Adam. Adam Ægir var verðlaunaður fyrir góða frammistöðu og kallaður inn í hóp A-landsliðsins sem varamaður fyrir leikinn gegn Saudi-Arabíu í nóvember. Hann vonast eftir því að detta inn í hópinn og fá tækifæri. „Klárlega viljað vera í hópnum en auðvitað bara heiður að fá að vera í einhverskonar hópi. Ég bíð eftir að einhver kannski detti út og bíð spenntur. Auðvitað hefði maður viljað vera í hópnum en það er heiður að vera nálægt landsliðinu og það er nóg,“ sagði Adam Ægir að lokum.
Íslenski boltinn Besta deild karla Keflavík ÍF Leiknir Reykjavík Mest lesið „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Íslenski boltinn Sex rallýgoðsagnir teknar inn í nýjustu frægðarhöllina á Íslandi Sport Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Íslenski boltinn Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Íslenski boltinn Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Íslenski boltinn Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Enski boltinn Syni Tigers mistókst að tryggja sér sæti á Opna bandaríska Golf Fleiri fréttir Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Sex rallýgoðsagnir teknar inn í nýjustu frægðarhöllina á Íslandi Fjögur lið á toppnum með fjögur stig „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Íslensku stelpurnar flugu inn í úrslitin Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Syni Tigers mistókst að tryggja sér sæti á Opna bandaríska Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Fleiri sæti í boði fyrir stelpurnar okkar á HM 2031 Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Tæplega fimmtugur Manny Pacquiao ætlar að snúa aftur í hringinn Fékk sleggju í höfuðið og var ljónheppinn að lifa af Salah valinn bestur af blaðamönnum „Er ekki alltaf markmiðið að bæta sig? Annars væri maður ekki að þessu“ Hlakkar til að mæta „fótboltapabba“ sínum í úrslitaleiknum Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Geta unnið glænýjan bíl í Öskjuhlíðinni Sex ensk lið í Meistaradeild og tíu gætu náð Evrópusæti Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur Sjá meira