Heimaleikjabann Víkinga fellt niður Sindri Sverrisson skrifar 19. október 2022 14:55 Stuðningsmenn Víkings geta mætt í Víkina á næsta heimaleik eins og þeir hafa verið duglegir við að gera síðustu misseri. Þeir fögnuðu vel sigrinum gegn FH í bikarúrslitaleiknum. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Ekkert verður af fyrsta heimaleikjabanninu í sögu íslensks fótbolta, sem Víkingur Reykjavík átti að sæta, því áfrýjunardómstóll KSÍ hefur fellt úrskurð þess efnis úr gildi. Víkingur, FH og Knattspyrnusamband Íslands hlutu öll refsingu hjá aga- og úrskurðarnefnd KSÍ vegna óláta á úrslitaleik Mjólkurbikars karla sem fram fór á Laugardalsvelli 1. október, þar sem Víkingar fögnuðu sigri í framlengdum leik. Víkingur fékk hámarkssekt upp á 200.000 krónur og FH 50.000 króna sekt, vegna hegðunar stuðningsmanna, en Víkingur var þar að auki úrskurðaður í eins leiks heimaleikjabann. Í dómi áfrýjunardómstólsins er vitnað í skýrslu frá eftirlitsmanni KSÍ þar sem segir að stuðningsmenn Víkings hafi í að minnsta kosti þrígang kveikt á blysum, sungið níðsöngva um leikmann og þjálfara FH, og ölvun þeirra verið sýnileg. Þá hljóp stuðningsmaður Víkings inn á völlinn. Í dómnum er lögð rík áhersla á að um alvarleg brot sé að ræða, þó að heimaleikjabannið sé fellt niður. Rökin fyrir því eru fyrst og fremst að dómnum þykir ekki sýnt fram á að öryggi leikmanna, þjálfara og annarra teljist ótryggt á heimaleikjum Víkings. Framkvæmd bikarúrslitaleiksins, og þar með öryggismál, hafi ekki verið í höndum félagsins heldur KSÍ. Víkingar sættu sig við sektina en áfrýjuðu úrskurðinum um heimaleikjabann og nú hefur áfrýjunardómstóllinn dæmt félaginu í hag. Stuðningsmenn Víkings geta því fjölmennt á síðasta heimaleik tímabilsins sem er gegn KR næsta mánudagskvöld, í næstsíðustu umferð Bestu deildarinnar. Víkingur Reykjavík Besta deild karla Mjólkurbikar karla Fótbolti Reykjavík Mest lesið „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Handbolti Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Íslenski boltinn Barcelona-leikmaður í leyfi vegna andlegrar heilsu sinnar Fótbolti Undirbýr Liverpool líf án Salah? Enski boltinn Hótað lífláti eftir mistökin Formúla 1 Pot í augun hans í bardaga kallaði fram sjaldgæfan sjúkdóm Sport Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Enski boltinn Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Handbolti Fleiri fréttir Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Sjá meira
Víkingur, FH og Knattspyrnusamband Íslands hlutu öll refsingu hjá aga- og úrskurðarnefnd KSÍ vegna óláta á úrslitaleik Mjólkurbikars karla sem fram fór á Laugardalsvelli 1. október, þar sem Víkingar fögnuðu sigri í framlengdum leik. Víkingur fékk hámarkssekt upp á 200.000 krónur og FH 50.000 króna sekt, vegna hegðunar stuðningsmanna, en Víkingur var þar að auki úrskurðaður í eins leiks heimaleikjabann. Í dómi áfrýjunardómstólsins er vitnað í skýrslu frá eftirlitsmanni KSÍ þar sem segir að stuðningsmenn Víkings hafi í að minnsta kosti þrígang kveikt á blysum, sungið níðsöngva um leikmann og þjálfara FH, og ölvun þeirra verið sýnileg. Þá hljóp stuðningsmaður Víkings inn á völlinn. Í dómnum er lögð rík áhersla á að um alvarleg brot sé að ræða, þó að heimaleikjabannið sé fellt niður. Rökin fyrir því eru fyrst og fremst að dómnum þykir ekki sýnt fram á að öryggi leikmanna, þjálfara og annarra teljist ótryggt á heimaleikjum Víkings. Framkvæmd bikarúrslitaleiksins, og þar með öryggismál, hafi ekki verið í höndum félagsins heldur KSÍ. Víkingar sættu sig við sektina en áfrýjuðu úrskurðinum um heimaleikjabann og nú hefur áfrýjunardómstóllinn dæmt félaginu í hag. Stuðningsmenn Víkings geta því fjölmennt á síðasta heimaleik tímabilsins sem er gegn KR næsta mánudagskvöld, í næstsíðustu umferð Bestu deildarinnar.
Víkingur Reykjavík Besta deild karla Mjólkurbikar karla Fótbolti Reykjavík Mest lesið „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Handbolti Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Íslenski boltinn Barcelona-leikmaður í leyfi vegna andlegrar heilsu sinnar Fótbolti Undirbýr Liverpool líf án Salah? Enski boltinn Hótað lífláti eftir mistökin Formúla 1 Pot í augun hans í bardaga kallaði fram sjaldgæfan sjúkdóm Sport Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Enski boltinn Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Handbolti Fleiri fréttir Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Sjá meira