Heimaleikjabann Víkinga fellt niður Sindri Sverrisson skrifar 19. október 2022 14:55 Stuðningsmenn Víkings geta mætt í Víkina á næsta heimaleik eins og þeir hafa verið duglegir við að gera síðustu misseri. Þeir fögnuðu vel sigrinum gegn FH í bikarúrslitaleiknum. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Ekkert verður af fyrsta heimaleikjabanninu í sögu íslensks fótbolta, sem Víkingur Reykjavík átti að sæta, því áfrýjunardómstóll KSÍ hefur fellt úrskurð þess efnis úr gildi. Víkingur, FH og Knattspyrnusamband Íslands hlutu öll refsingu hjá aga- og úrskurðarnefnd KSÍ vegna óláta á úrslitaleik Mjólkurbikars karla sem fram fór á Laugardalsvelli 1. október, þar sem Víkingar fögnuðu sigri í framlengdum leik. Víkingur fékk hámarkssekt upp á 200.000 krónur og FH 50.000 króna sekt, vegna hegðunar stuðningsmanna, en Víkingur var þar að auki úrskurðaður í eins leiks heimaleikjabann. Í dómi áfrýjunardómstólsins er vitnað í skýrslu frá eftirlitsmanni KSÍ þar sem segir að stuðningsmenn Víkings hafi í að minnsta kosti þrígang kveikt á blysum, sungið níðsöngva um leikmann og þjálfara FH, og ölvun þeirra verið sýnileg. Þá hljóp stuðningsmaður Víkings inn á völlinn. Í dómnum er lögð rík áhersla á að um alvarleg brot sé að ræða, þó að heimaleikjabannið sé fellt niður. Rökin fyrir því eru fyrst og fremst að dómnum þykir ekki sýnt fram á að öryggi leikmanna, þjálfara og annarra teljist ótryggt á heimaleikjum Víkings. Framkvæmd bikarúrslitaleiksins, og þar með öryggismál, hafi ekki verið í höndum félagsins heldur KSÍ. Víkingar sættu sig við sektina en áfrýjuðu úrskurðinum um heimaleikjabann og nú hefur áfrýjunardómstóllinn dæmt félaginu í hag. Stuðningsmenn Víkings geta því fjölmennt á síðasta heimaleik tímabilsins sem er gegn KR næsta mánudagskvöld, í næstsíðustu umferð Bestu deildarinnar. Víkingur Reykjavík Besta deild karla Mjólkurbikar karla Fótbolti Reykjavík Mest lesið Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Fótbolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Handbolti Guardiola samdi til ársins 2027 Enski boltinn Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Framarar náðu toppliðunum að stigum Handbolti Fleiri fréttir Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina Sjá meira
Víkingur, FH og Knattspyrnusamband Íslands hlutu öll refsingu hjá aga- og úrskurðarnefnd KSÍ vegna óláta á úrslitaleik Mjólkurbikars karla sem fram fór á Laugardalsvelli 1. október, þar sem Víkingar fögnuðu sigri í framlengdum leik. Víkingur fékk hámarkssekt upp á 200.000 krónur og FH 50.000 króna sekt, vegna hegðunar stuðningsmanna, en Víkingur var þar að auki úrskurðaður í eins leiks heimaleikjabann. Í dómi áfrýjunardómstólsins er vitnað í skýrslu frá eftirlitsmanni KSÍ þar sem segir að stuðningsmenn Víkings hafi í að minnsta kosti þrígang kveikt á blysum, sungið níðsöngva um leikmann og þjálfara FH, og ölvun þeirra verið sýnileg. Þá hljóp stuðningsmaður Víkings inn á völlinn. Í dómnum er lögð rík áhersla á að um alvarleg brot sé að ræða, þó að heimaleikjabannið sé fellt niður. Rökin fyrir því eru fyrst og fremst að dómnum þykir ekki sýnt fram á að öryggi leikmanna, þjálfara og annarra teljist ótryggt á heimaleikjum Víkings. Framkvæmd bikarúrslitaleiksins, og þar með öryggismál, hafi ekki verið í höndum félagsins heldur KSÍ. Víkingar sættu sig við sektina en áfrýjuðu úrskurðinum um heimaleikjabann og nú hefur áfrýjunardómstóllinn dæmt félaginu í hag. Stuðningsmenn Víkings geta því fjölmennt á síðasta heimaleik tímabilsins sem er gegn KR næsta mánudagskvöld, í næstsíðustu umferð Bestu deildarinnar.
Víkingur Reykjavík Besta deild karla Mjólkurbikar karla Fótbolti Reykjavík Mest lesið Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Fótbolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Handbolti Guardiola samdi til ársins 2027 Enski boltinn Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Framarar náðu toppliðunum að stigum Handbolti Fleiri fréttir Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina Sjá meira