Rúnar: „Kjartan Henry hefur ekki hagað sér almennilega" Hjörvar Ólafsson skrifar 24. október 2022 22:01 Rúnar Kristinsson er ósáttur við hegðun Kjartans Henrys og sættir sig ekki við þá gagnrýni sem hann hefur látið uppi um félagið, liðsfélaga sína og starfsfólk KR. Vísir/Hulda Margrét Rúnar Kristinsson, þjálfari karlaliðs KR í fótbolta, tjáði sig um málefni Kjartans Henrys Finnbogasonar eftir jafntefli KR gegn Víkingi í kvöld. „Málefni Kjartans Henrys hafa farið á flug og það er ekki eitthvað sem ég eða félagið vildi og hann ekki heldur held ég. KR hafði hug á því að framlengja samning sinn við Kjartan Henry á breyttum forsendum," sagði Rúnar. „Kjartan Henry skrifaði undir samning þess efnis að fyrri samningi hans við KR yrði sagt upp fyrir leikinn við Breiðablik. Ég stóð í þeirri trú að það hefði verið gert til þess að virkja ákvæði um að breyta samningnum en fékk svo upplýsingar um það eftir leikinn við Breiðablik að leikmannasamningnum hefði verið sagt upp. Í ljósi twitter-færslu Kjartans Henrys daginn fyrir leikinn við Breiðablik þar sem hann ýjaði að ákveðnum hlutum ákvað ég að hafa hann ekki í hópnum í þeim leik og hann hefur ekki æft með liðinu síðan," sagði þjálfarinn enn fremur um þróun mála. Ekki ætlunin að ljúga eftir leikinn við Blika „Það var ekki ætlun mín að ljúga í viðtalinu sem var tekið við mig eftir leikinn við Breiðablik, ég einfaldlega vissi ekki betur. Í kjölfarið fer Kjartan Henry í viðtöl þar sem hann sakar mig um að hafa ekki valið sig í lið vegna einhvers ákvæði í samning hans við félagið. Ég kann ekki við það að vera sakaður um slíkt og það er fjarri sannleikanum," sagði hann. „Eina sem ég er að hugsa um er að vinna fótboltaleiki sem þjálfari KR og ég vel besta liðið til þess að gera slík. Ég vel þá leikmenn sem standa sig best á æfingum og í leikjum og haga sér almennilega. Því miður hefur það verið svo í sumar að Kjartan Henry hefur ekki hagað sér almennilega í nokkur skipti og gagnrýnt liðsfélaga, þjálfara og stjórn á opinberum vettvangi. Slíkt kann ég ekki að meta," sagði Rúnar. „Eins og sakir standa er Kjartan Henry ekki að æfa með KR og félagið og hann eru að hugsa málið varðandi næstu skref. Kjartan Henry óskaði eftir tíma til þess að fara yfir stöðuna og svo verðum við bara að sjá hvað framtíðin ber í skauti sér þessu erfiða máli," sagði hann um framhaldið. Íslenski boltinn Besta deild karla KR Mest lesið „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Handbolti Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Fótbolti Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Fótbolti Auðveldara hjá Arsenal og Tottenham í Meistaradeildinni Fótbolti Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Enski boltinn Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Enski boltinn Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Íslenski boltinn „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Handbolti Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Handbolti Fleiri fréttir Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Auðveldara hjá Arsenal og Tottenham í Meistaradeildinni Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Modric lagði upp í fyrsta sigri AC Milan Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Brynjólfur með tvö í kvöld og er orðinn markahæstur í hollensku deildinni Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Sjá meira
„Málefni Kjartans Henrys hafa farið á flug og það er ekki eitthvað sem ég eða félagið vildi og hann ekki heldur held ég. KR hafði hug á því að framlengja samning sinn við Kjartan Henry á breyttum forsendum," sagði Rúnar. „Kjartan Henry skrifaði undir samning þess efnis að fyrri samningi hans við KR yrði sagt upp fyrir leikinn við Breiðablik. Ég stóð í þeirri trú að það hefði verið gert til þess að virkja ákvæði um að breyta samningnum en fékk svo upplýsingar um það eftir leikinn við Breiðablik að leikmannasamningnum hefði verið sagt upp. Í ljósi twitter-færslu Kjartans Henrys daginn fyrir leikinn við Breiðablik þar sem hann ýjaði að ákveðnum hlutum ákvað ég að hafa hann ekki í hópnum í þeim leik og hann hefur ekki æft með liðinu síðan," sagði þjálfarinn enn fremur um þróun mála. Ekki ætlunin að ljúga eftir leikinn við Blika „Það var ekki ætlun mín að ljúga í viðtalinu sem var tekið við mig eftir leikinn við Breiðablik, ég einfaldlega vissi ekki betur. Í kjölfarið fer Kjartan Henry í viðtöl þar sem hann sakar mig um að hafa ekki valið sig í lið vegna einhvers ákvæði í samning hans við félagið. Ég kann ekki við það að vera sakaður um slíkt og það er fjarri sannleikanum," sagði hann. „Eina sem ég er að hugsa um er að vinna fótboltaleiki sem þjálfari KR og ég vel besta liðið til þess að gera slík. Ég vel þá leikmenn sem standa sig best á æfingum og í leikjum og haga sér almennilega. Því miður hefur það verið svo í sumar að Kjartan Henry hefur ekki hagað sér almennilega í nokkur skipti og gagnrýnt liðsfélaga, þjálfara og stjórn á opinberum vettvangi. Slíkt kann ég ekki að meta," sagði Rúnar. „Eins og sakir standa er Kjartan Henry ekki að æfa með KR og félagið og hann eru að hugsa málið varðandi næstu skref. Kjartan Henry óskaði eftir tíma til þess að fara yfir stöðuna og svo verðum við bara að sjá hvað framtíðin ber í skauti sér þessu erfiða máli," sagði hann um framhaldið.
Íslenski boltinn Besta deild karla KR Mest lesið „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Handbolti Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Fótbolti Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Fótbolti Auðveldara hjá Arsenal og Tottenham í Meistaradeildinni Fótbolti Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Enski boltinn Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Enski boltinn Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Íslenski boltinn „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Handbolti Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Handbolti Fleiri fréttir Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Auðveldara hjá Arsenal og Tottenham í Meistaradeildinni Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Modric lagði upp í fyrsta sigri AC Milan Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Brynjólfur með tvö í kvöld og er orðinn markahæstur í hollensku deildinni Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Sjá meira