Blikar fá úkraínska landsliðskonu Úkraínska landsliðskonan Anna Petryk hefur samið við knattspyrnudeild Breiðabliks um að spila með liðinu í Bestu deildinni í sumar. Íslenski boltinn 19. mars 2022 14:05
Dóra María leggur skóna á hilluna Knattspyrnukonan Dóra María Lárusdóttir er búin að leggja skóna á hilluna. Hennar seinasti leikur á ferlinum var gegn Selfyssingum í lokaumferð Íslandsmótsins í fyrra þar sem Valskonur tóku á móti Íslandsmeistaratitlinum. Íslenski boltinn 18. mars 2022 22:45
Valskonur kláruðu riðilinn með fullt hús stiga Valskonur unnu alla fimm leiki sína í riðli tvö í Lengjubikar kvenna, en liðið vann 1-0 útisigur gegn Keflavík í kvöld. Íslenski boltinn 18. mars 2022 20:51
Löðuðu reyndan Ástrala í Laugardalinn Þróttur Reykjavík, sem vann brons á Íslandsmótinu og silfur í bikarkeppninni á síðasta ári, hefur fengið fyrrverandi landsliðskonu Ástralíu í sínar raðir. Sú heitir Gema Simon og er varnarmaður. Íslenski boltinn 18. mars 2022 17:16
Þungavigtin: Elfar vill losna frá Breiðabliki Miðvörðurinn öflugi Elfar Freyr Helgason vill komast að láni í burtu frá Breiðabliki í sumar með það í huga að fá stærra hlutverk en honum virðist ætlað hjá Blikum. Íslenski boltinn 17. mars 2022 10:47
Hannes hættur eftir glæstan feril: „Eitthvað sem mig óraði ekki fyrir í mínum villtustu draumum“ Hannes Þór Halldórsson, sá markvörður sem leikið hefur flesta landsleiki fyrir Ísland, hefur ákveðið að leggja hanskana á hilluna. Íslenski boltinn 16. mars 2022 10:30
Ingvar vítabani heldur áfram að koma Víkingi nær titlum: Sjáðu atvikin Víkingur og KR áttust við í undanúrslitum Lengjubikars karla í fótbolta í kvöld. Íslandsmeistarar Víkings höfðu betur 1-0, en KR-ingar fengu gullið tækifæri til að jafna leikinn um miðjan síðari hálfleik. Íslenski boltinn 15. mars 2022 23:01
Pablo Punyed skaut Víkingum í úrslit Lengjubikarsins Pablo Punyed skoraði eina mark leiksins er Íslandsmeistarar Víkings unnu 1-0 sigur gegn KR í undanúrslitum Lengjubikars karla í fótbolta í kvöld. Íslenski boltinn 15. mars 2022 21:16
Einu stig Grindvíkinga komu í átta marka leik Grindvíkingar heimsóttu Fram í lokaleik liðanna í fjórða riðli A-deildar Lengjubikars karla í kvöld. Hvorugt liðið hafði að neinu að keppa, en það voru Grindvíkingar sem unnu góðan 5-3 útisigur. Íslenski boltinn 15. mars 2022 20:29
Liðsfélagarnir þurftu að hressa Blikann við eftir að hann innsiglaði þrennuna sína Leikmenn eru oftast mjög kátir þegar þeir skora annað og þriðja mark sitt í leik en það leit ekki út fyrir það hjá einum efnilegum leikmanni Blika. Íslenski boltinn 15. mars 2022 11:01
Stjarnan í undanúrslit Lengjubikarsins Stjarnan tryggði sér í kvöld sæti í undanúrslitum Lengjubikarskarla í knattspyrnu með 2-0 sigri á ÍA. Liðið mætir FH í undanúrslitum. Íslenski boltinn 14. mars 2022 21:15
„Koma konur stundum betri út úr barneign?“ Lengjubikarmörk kvenna voru á dagskránni um helgina á Stöð 2 Sport og þar var farið yfir síðustu leiki í Lengjubikar kvenna í fótbolta. Helena Ólafsdóttir var umsjónarkona þáttarins og sérfræðingar hennar voru þær Mist Rúnarsdóttir og Harpa Þorsteinsdóttir. Íslenski boltinn 14. mars 2022 12:00
Helena: Steini opnaði örugglega kampavínsflösku þegar hann sá Elínu Mettu Elín Metta Jensen var fljót að stimpla sig inn þegar hún kom inn á völlinn í sigri Valskvenna á Þór/KA í Lengjubikar kvenna um helgina. Íslenski boltinn 14. mars 2022 10:00
„Verður að vera skap í þessu og menn þurfa stundum að láta aðra heyra það“ Pétur Viðarsson er aftur búinn að setja fótboltaboltaskóna upp á hillu og nú endanlega. Gaupi hitti kappann og fór yfir ferilinn og ákvörðunina um að hætta. Íslenski boltinn 14. mars 2022 08:00
Selfyssingar skelltu KA fyrir norðan | Snögg þrenna Jasons Daða Óvænt úrslit litu dagsins ljós í Lengjubikarnum í fótbolta í dag þegar Lengjudeildarlið Selfyssinga skellti Bestudeildarliði KA í Boganum á Akureyri. Fótbolti 13. mars 2022 17:59
Yfirburðir Vals í Lengjubikarnum algjörir Ellefu mörk voru skoruð í leikjunum þremur sem fram fóru í A-deild Lengjubikarsins í dag. Fótbolti 12. mars 2022 17:19
ÍBV fær óvæntan liðsstyrk: Spilaði síðast 2018 ÍBV tilkynnti í dag að tveir leikmenn hefðu skrifað undir samning hjá félaginu og munu leika með liðinu í Bestu deild kvenna í sumar. Um að ræða þær Kristínu Ernu Sigurlásdóttur og Þórhildi Ólafsdóttur. Þær eru báðar uppaldar hjá félaginu. Íslenski boltinn 11. mars 2022 23:00
KR í undanúrslit | Fjölnir án sigurs Alls fóru fjórir leikir fram í Lengjubikar karla og kvenna í knattspyrnu í kvöld. KR er komið í undanúrslit í karlaflokki, Fjölnir tapaði fimmta leiknum í röð og þá vann Afturelding 2-0 sigur á Fylki í kvennaflokki. Íslenski boltinn 11. mars 2022 22:00
Víkingur í undanúrslit með fullt hús stiga Íslands- og bikarmeistarar Víkings áttu í vandræðum með nýliða ÍBV er liðin mættust í riðli 1 í A-deild Lengjubikars karla í knattspyrnu. Lauk leiknum þó á endanum með 2-0 sigri Víkinga. Íslenski boltinn 11. mars 2022 19:00
Fyrirliði KR síðustu ár en ekki með í sumar Ingunn Haraldsdóttir mun ekkert leika með KR í Bestu deildinni í fótbolta í sumar eftir að hafa slitið hásin. Íslenski boltinn 11. mars 2022 17:16
FH-ingar fyrstir í undanúrslit og Stjörnumenn fyrstir til að leggja Blika Tveir leikir fóru fram í Lengjubikar karla í kvöld. FH-ingar urðu fyrstir til að tryggja sér sæti í undanúrslitum með 3-0 sigri gegn Fylki í riðli þrjú og í riðli tvö varð Stjarnan fyrsta liðið til að taka stig af Breiðablik þegar liðið vann 4-1 sigur á heimavelli. Íslenski boltinn 10. mars 2022 21:14
Blikar fá gambískan framherja frá Bandaríkjunum Breiðablik hefur fengið gambíska framherjann Omar Sowe á láni frá New York Red Bulls. Hann kom til landsins í morgun. Íslenski boltinn 10. mars 2022 13:05
Hilmar varð fyrir áfalli í Boganum Hilmar Árni Halldórsson, lykilmaður í knattspyrnuliði Stjörnunnar, mun ekki spila meira með liðinu á þessu ári. Íslenski boltinn 9. mars 2022 10:27
Keflavík fær markvörð úr einni bestu deild heims Keflvíkingar voru ekki lengi að tilkynna um nýjan, bandarískan markvörð í stað Tiffany Sornpao sem gekk í raðir Selfyssinga um helgina. Íslenski boltinn 8. mars 2022 16:30
Rikki stóð í snjónum sem má „alls ekki“ vera í borginni eftir tvær vikur Rigningin á höfuðborgarsvæðinu í dag er vatn á myllu þeirra sem telja að hægt verði að spila á grasvöllum þegar Íslandsmótið í fótbolta hefst í næsta mánuði. Íslenski boltinn 8. mars 2022 13:31
Guðjón neyðist til að hætta Knattspyrnumaðurinn Guðjón Baldvinsson hefur neyðst til að leggja skóna á hilluna, 36 ára gamall, og verður því ekki með KR-ingum í Bestu deildinni í sumar. Íslenski boltinn 8. mars 2022 12:18
„Mér gæti ekki verið meira sama“ Fyrir tveimur árum var landsliðsmaðurinn fyrrverandi Gunnar Heiðar Þorvaldsson ekkert sérlega áhugasamur um að gerast fótboltaþjálfari. Hann fékk hins vegar bakteríuna heima í Vestmannaeyjum og hefur nú tekið við Vestra á Ísafirði eftir að félaginu mistókst að krækja í þungavigtarmenn á þjálfaramarkaðnum. Fótbolti 8. mars 2022 07:31
Telur að nýju leikmenn Vals verði bestu leikmenn Bestu deildarinnar Farið var yfir hvaða fimm leikmenn ættu að vera bestir í Bestu deildinni í síðasta þætti af Lengjubikarsmörkunum. Albert Brynjar Ingason, framherji Fylkis í Lengjudeildinni, setti listann saman og athygli vakti að tveir af nýjum leikmönnum Vals voru þar efstir á blaði. Íslenski boltinn 7. mars 2022 23:30
Valur þurfti að bíða lengi eftir mörkunum gegn Aftureldingu Íslandsmeistarar Vals unnu 2-0 sigur á nýliðum Aftureldingar er liðin mættust í Lengjubikar kvenna í knattspyrnu í kvöld. Íslenski boltinn 7. mars 2022 22:30
Frá Vestmannaeyjum til Vestfjarða: „Ekki eins og ég sé að fara til Úsbekistan“ „Langur og ekki langur, hvað er langt og hvað er stutt. Þetta voru einhverjir dagar, þetta var ekkert sem ég sagði já við einn tveir og bingó,“ sagði Gunnar Heiðar Þorvaldsson, nýráðinn þjálfari Lengjudeildarliðs Vestra, í viðtali í Sportpakka Stöðvar 2 í kvöld. Íslenski boltinn 7. mars 2022 20:30