„Búin að sakna fótbolta á hverjum einasta degi“ Smári Jökull Jónsson skrifar 29. júní 2023 23:31 Sandra Sigurðardóttir tók fram hanskana og lék í marki Grindavíkur í kvöld. Vísir/SJJ Markvörðurinn Sandra Sigurðardóttir sneri aftur á knattspyrnuvöllinn í kvöld eftir að hafa lagt hanskana á hilluna í vetur. Hún lék með Grindavík í sigri liðsins gegn Augnablik í Lengjudeild kvenna. Sandra lagði skóna á hilluna í vetur eftir glæstan feril en hún er leikjahæsti leikmaður í efstu deild kvenna hér á landi. Þegar Grindvíkingar lentu hins vegar í því að báðir markverðir liðsins voru frá vegna meiðsla og veikinda var haft samband við Söndru. „Þrjú stig og það var það sem skipti máli í dag. Ég er aðeins ryðguð en góð tilfinning,“ eftir leikinn í Grindavík í kvöld sem Grindavík vann 3-2. Sandra fékk ekki mikinn tíma til að undirbúa sig fyrir leikinn. „Ég fæ símtal fyrir tviemur sólarhringum þar sem er athugað hvort að ég sé tilbúin að taka þennan slag og ég var til í það með nokkrum skilyrðum. Ég vildi hjálpa.“ Sandra í leiknum í kvöld.Vísir/SJJ Sandra hitti leikmenn Grindavíkur í fyrsta skipti í dag og var því kastað beint í djúpu laugina. „Ég var að hitta þær í fyrsta skipti í dag fyrir leik. Þegar ég mætti þá vissi ég ekki hvað nein heitir en ég held ég sé alveg að læra þetta. Það var bara stemmning og þær tóku mér allar mjög vel,“ en búist er við að Sandra spili einnig með Grindavík á þriðjudag þegar liðið mætir Fram. „Við ætlum að sjá hvernig þróunin verður á meiðslum en upphaflegt plan var að ég myndi mögulega taka tvo leiki.“ „Vildi virða mína ákvörðun“ Hún segist ekki hafa þurft mikinn tíma til að hugsa sig um og viðurkennir að hún sé búin að vera með fiðring síðan knattspyrnutímabilið hófst á nýjan leik í vor. „Nei, í rauninni ekki. Fá reglur og annað á hreint en ég var alveg til í þetta. Ég ætla ekkert að fara í felur með það að ég er örugglega búinn að sakna fótbolta á hverjum einasta degi þó ég sjái ekkert endilega eftir ákvörðuninni. Það er erfitt að vera áhorfandi.“ Hún segir að hún hafi fengið fyrirspurnir frá liðum um að taka fram hanskana en hefur hingað til staðið við sína ákvörðun þangað til Grindavík hafði samband í vikunni. „Fyrst og fremst vill ég halda tryggð við mitt lið sem er Valur ef eitthvað myndi klikka þar og reyna að virða mína ákvörðun. Það var alveg ástæða fyrir henni þó svo að mig langi auðvitað að spila fótbolta og allt það. Maður verður einhvern tíman að hætta, maður er að eldast.“ Hreyfióð og byrjuð í utanvegahlaupum Sandra hefur haldið sér í góðu formi þrátt fyrir að hafa lagt knattspyrnuskóna á hilluna. Hún segist vera hreyfióð og tók meðal annars þátt í utanvegahlaupi fyrir ekki svo löngu síðan. „Ég er hreyfióð og er örugglega búin að æfa meira en ég gerði þegar ég var í fótbolta. Ég tók 10 kílómetra í Hengill Ultra utanvegahlaupi um daginn og ég hjóla og geri algjöra vitlausu. Ég er dugleg að hreyfa mig.“ Það var nóg að gera hjá Söndru eftir leik að sinna ungum Grindvíkingum.Vísir/SJJ Eftir leikinn í kvöld voru fjölmargir ungir knattspyrnuiðkendur í Grindavík sem vildu fá eiginhandaráritun hjá Söndru og nóg var að gera í myndatökum sömuleiðis. Sandra var heillangan tíma úti á velli eftir að leik lauk og gaf sér góðan tíma í að sinna ungum aðdáendum. „Ég var hálf hrærð. Mér fannst þetta gaman og gott ef krakkar í Grindavík gátu notið góðs af.“ Íslenski boltinn UMF Grindavík Lengjudeild kvenna Mest lesið Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fótbolti Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Enski boltinn Fyrrum forkólfar KSÍ á eftir Fjallinu á toppi tekjulistans Sport Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila Handbolti Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Íslenski boltinn Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Fótbolti Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Enski boltinn Sá ekki fram á tækifæri hjá Rosenborg og getur ekki hætt að skora fyrir Lyngby Fótbolti Hóta að sniðganga NFL leiki vegna karlkyns klappstýra Sport Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Sá ekki fram á tækifæri hjá Rosenborg og getur ekki hætt að skora fyrir Lyngby Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Sjáðu vítadóminn sem færði Leeds sigurinn í gærkvöldi Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fagnaði með syni sínum en var vísað af leikvanginum: „Þetta er sonur minn“ Óskar Hrafn: Spurningar sem þarf að svara fyrir næsta leik Júlíus: Ógeðslega sætt Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Leikmenn þurftu að flýja völlinn undan flugeldum Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Valgeir Lunddal með stoðsendinguna í mikilvægu marki Messi í argentínska landsliðshópnum Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Forest heldur áfram að versla Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ Neymar hágrét eftir skell gegn Coutinho og félögum María mætt til frönsku nýliðanna Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum Sjá meira
Sandra lagði skóna á hilluna í vetur eftir glæstan feril en hún er leikjahæsti leikmaður í efstu deild kvenna hér á landi. Þegar Grindvíkingar lentu hins vegar í því að báðir markverðir liðsins voru frá vegna meiðsla og veikinda var haft samband við Söndru. „Þrjú stig og það var það sem skipti máli í dag. Ég er aðeins ryðguð en góð tilfinning,“ eftir leikinn í Grindavík í kvöld sem Grindavík vann 3-2. Sandra fékk ekki mikinn tíma til að undirbúa sig fyrir leikinn. „Ég fæ símtal fyrir tviemur sólarhringum þar sem er athugað hvort að ég sé tilbúin að taka þennan slag og ég var til í það með nokkrum skilyrðum. Ég vildi hjálpa.“ Sandra í leiknum í kvöld.Vísir/SJJ Sandra hitti leikmenn Grindavíkur í fyrsta skipti í dag og var því kastað beint í djúpu laugina. „Ég var að hitta þær í fyrsta skipti í dag fyrir leik. Þegar ég mætti þá vissi ég ekki hvað nein heitir en ég held ég sé alveg að læra þetta. Það var bara stemmning og þær tóku mér allar mjög vel,“ en búist er við að Sandra spili einnig með Grindavík á þriðjudag þegar liðið mætir Fram. „Við ætlum að sjá hvernig þróunin verður á meiðslum en upphaflegt plan var að ég myndi mögulega taka tvo leiki.“ „Vildi virða mína ákvörðun“ Hún segist ekki hafa þurft mikinn tíma til að hugsa sig um og viðurkennir að hún sé búin að vera með fiðring síðan knattspyrnutímabilið hófst á nýjan leik í vor. „Nei, í rauninni ekki. Fá reglur og annað á hreint en ég var alveg til í þetta. Ég ætla ekkert að fara í felur með það að ég er örugglega búinn að sakna fótbolta á hverjum einasta degi þó ég sjái ekkert endilega eftir ákvörðuninni. Það er erfitt að vera áhorfandi.“ Hún segir að hún hafi fengið fyrirspurnir frá liðum um að taka fram hanskana en hefur hingað til staðið við sína ákvörðun þangað til Grindavík hafði samband í vikunni. „Fyrst og fremst vill ég halda tryggð við mitt lið sem er Valur ef eitthvað myndi klikka þar og reyna að virða mína ákvörðun. Það var alveg ástæða fyrir henni þó svo að mig langi auðvitað að spila fótbolta og allt það. Maður verður einhvern tíman að hætta, maður er að eldast.“ Hreyfióð og byrjuð í utanvegahlaupum Sandra hefur haldið sér í góðu formi þrátt fyrir að hafa lagt knattspyrnuskóna á hilluna. Hún segist vera hreyfióð og tók meðal annars þátt í utanvegahlaupi fyrir ekki svo löngu síðan. „Ég er hreyfióð og er örugglega búin að æfa meira en ég gerði þegar ég var í fótbolta. Ég tók 10 kílómetra í Hengill Ultra utanvegahlaupi um daginn og ég hjóla og geri algjöra vitlausu. Ég er dugleg að hreyfa mig.“ Það var nóg að gera hjá Söndru eftir leik að sinna ungum Grindvíkingum.Vísir/SJJ Eftir leikinn í kvöld voru fjölmargir ungir knattspyrnuiðkendur í Grindavík sem vildu fá eiginhandaráritun hjá Söndru og nóg var að gera í myndatökum sömuleiðis. Sandra var heillangan tíma úti á velli eftir að leik lauk og gaf sér góðan tíma í að sinna ungum aðdáendum. „Ég var hálf hrærð. Mér fannst þetta gaman og gott ef krakkar í Grindavík gátu notið góðs af.“
Íslenski boltinn UMF Grindavík Lengjudeild kvenna Mest lesið Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fótbolti Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Enski boltinn Fyrrum forkólfar KSÍ á eftir Fjallinu á toppi tekjulistans Sport Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila Handbolti Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Íslenski boltinn Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Fótbolti Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Enski boltinn Sá ekki fram á tækifæri hjá Rosenborg og getur ekki hætt að skora fyrir Lyngby Fótbolti Hóta að sniðganga NFL leiki vegna karlkyns klappstýra Sport Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Sá ekki fram á tækifæri hjá Rosenborg og getur ekki hætt að skora fyrir Lyngby Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Sjáðu vítadóminn sem færði Leeds sigurinn í gærkvöldi Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fagnaði með syni sínum en var vísað af leikvanginum: „Þetta er sonur minn“ Óskar Hrafn: Spurningar sem þarf að svara fyrir næsta leik Júlíus: Ógeðslega sætt Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Leikmenn þurftu að flýja völlinn undan flugeldum Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Valgeir Lunddal með stoðsendinguna í mikilvægu marki Messi í argentínska landsliðshópnum Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Forest heldur áfram að versla Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ Neymar hágrét eftir skell gegn Coutinho og félögum María mætt til frönsku nýliðanna Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum Sjá meira