Þrír í agabanni: „Ekki það sem við hjá KA viljum standa fyrir“ Sindri Sverrisson skrifar 30. júní 2023 10:52 Misjafnt var hvernig KA-menn ferðuðust heim til Akureyrar eftir leikinn við KR. Þorri Mar Þórisson (t.v. á mynd) var einn þriggja sem urðu eftir í Reykjavík. vísir/Diego Þrír leikmenn KA voru ekki með liðinu gegn ÍBV í Vestmannaeyjum á miðvikudag vegna agabanns, eftir að þeir ákváðu án leyfis að dvelja degi lengur í Reykjavík eftir leik gegn KR um síðustu helgi. Lárus Orri Sigurðsson greindi fyrst frá þessu í Stúkunni á Stöð 2 Sport í gærkvöld. Um er að ræða þá Harley Willard, Pætur Petersen og Þorra Mar Þórisson, sem allir komu við sögu í 2-0 tapinu gegn KR í Bestu deildinni í fótbolta á laugardaginn. „Þeir brutu reglur. Þeir ferðuðust ekki eins og átti að ferðast úr leiknum á móti KR, samkvæmt mínum heimildum fyrir norðan, og brutu þar með reglur og voru ekki í hóp út af því,“ sagði Lárus Orri í Stúkunni. „Ræddi við þá og þeir sýndu þessu skilning“ Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA-manna, staðfesti þetta við Vísi í dag en sagði enga dramatík í málinu og að leikmennirnir þrír yrðu allir til taks í næsta leik, undanúrslitaleik Mjólkurbikarsins gegn Breiðabliki á þriðjudaginn. „Við ferðumst saman í leiki og saman heim. Það var frí frá æfingum daginn eftir leikinn við KR og þessir þrír ákváðu að verða eftir í Reykjavík, en báðu ekki um leyfi til þess. Þess vegna ákváðum við að þeir yrðu ekki í hóp í þessum eina leik [við ÍBV á miðvikudag],“ segir Hallgrímur. „Ég ræddi við þá og þeir sýndu þessu skilning. Það er bara ekki það sem við hjá KA viljum standa fyrir, að menn ákveði sjálfir að ferðast ekki með liðinu,“ segir Hallgrímur. Klippa: Stúkan: Agabönn hjá KA KA tapaði einnig leiknum við ÍBV, 2-0, og hefur þar með tapað fimm af sex útileikjum sínum á tímabilinu. Þrátt fyrir það er liðið í 6. sæti Bestu deildarinnar, með sautján stig eftir fjórtán leiki. En hvað veldur þessu slaka gengi á útivelli? Þarf að endurskoða hvernig liðið ferðast í leiki? „Við erum að ferðast nákvæmlega eins og við höfum gert öll árin, fljúgum í útileiki og keyrum heim. Svo menn eru ekkert þreyttir í leikjum en kannski smá lemstraðir daginn eftir,“ segir Hallgrímur og bendir á að miðað við helstu tölfræðiþætti gæti gengi KA hæglega verið betra í síðustu leikjum: „Tölfræðin er ekki slæm í síðustu leikjum en við skorum ekki mark og ef við skorum ekki fyrsta markið þá er þetta alltaf erfitt,“ segir Hallgrímur. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Besta deild karla KA Stúkan Tengdar fréttir Umfjöllun: ÍBV - KA 2-0 | Eyjamenn komust úr fallsæti með sigri gegn KA ÍBV spyrnti sér frá fallsvæði Bestu-deildar karla í fótbolta með 2-0 sigri gegn KA á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum í dag. 28. júní 2023 18:54 Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sport Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Guðrún kveður Rosengård Fótbolti Fleiri fréttir Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Sjá meira
Lárus Orri Sigurðsson greindi fyrst frá þessu í Stúkunni á Stöð 2 Sport í gærkvöld. Um er að ræða þá Harley Willard, Pætur Petersen og Þorra Mar Þórisson, sem allir komu við sögu í 2-0 tapinu gegn KR í Bestu deildinni í fótbolta á laugardaginn. „Þeir brutu reglur. Þeir ferðuðust ekki eins og átti að ferðast úr leiknum á móti KR, samkvæmt mínum heimildum fyrir norðan, og brutu þar með reglur og voru ekki í hóp út af því,“ sagði Lárus Orri í Stúkunni. „Ræddi við þá og þeir sýndu þessu skilning“ Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA-manna, staðfesti þetta við Vísi í dag en sagði enga dramatík í málinu og að leikmennirnir þrír yrðu allir til taks í næsta leik, undanúrslitaleik Mjólkurbikarsins gegn Breiðabliki á þriðjudaginn. „Við ferðumst saman í leiki og saman heim. Það var frí frá æfingum daginn eftir leikinn við KR og þessir þrír ákváðu að verða eftir í Reykjavík, en báðu ekki um leyfi til þess. Þess vegna ákváðum við að þeir yrðu ekki í hóp í þessum eina leik [við ÍBV á miðvikudag],“ segir Hallgrímur. „Ég ræddi við þá og þeir sýndu þessu skilning. Það er bara ekki það sem við hjá KA viljum standa fyrir, að menn ákveði sjálfir að ferðast ekki með liðinu,“ segir Hallgrímur. Klippa: Stúkan: Agabönn hjá KA KA tapaði einnig leiknum við ÍBV, 2-0, og hefur þar með tapað fimm af sex útileikjum sínum á tímabilinu. Þrátt fyrir það er liðið í 6. sæti Bestu deildarinnar, með sautján stig eftir fjórtán leiki. En hvað veldur þessu slaka gengi á útivelli? Þarf að endurskoða hvernig liðið ferðast í leiki? „Við erum að ferðast nákvæmlega eins og við höfum gert öll árin, fljúgum í útileiki og keyrum heim. Svo menn eru ekkert þreyttir í leikjum en kannski smá lemstraðir daginn eftir,“ segir Hallgrímur og bendir á að miðað við helstu tölfræðiþætti gæti gengi KA hæglega verið betra í síðustu leikjum: „Tölfræðin er ekki slæm í síðustu leikjum en við skorum ekki mark og ef við skorum ekki fyrsta markið þá er þetta alltaf erfitt,“ segir Hallgrímur. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deild karla KA Stúkan Tengdar fréttir Umfjöllun: ÍBV - KA 2-0 | Eyjamenn komust úr fallsæti með sigri gegn KA ÍBV spyrnti sér frá fallsvæði Bestu-deildar karla í fótbolta með 2-0 sigri gegn KA á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum í dag. 28. júní 2023 18:54 Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sport Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Guðrún kveður Rosengård Fótbolti Fleiri fréttir Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Sjá meira
Umfjöllun: ÍBV - KA 2-0 | Eyjamenn komust úr fallsæti með sigri gegn KA ÍBV spyrnti sér frá fallsvæði Bestu-deildar karla í fótbolta með 2-0 sigri gegn KA á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum í dag. 28. júní 2023 18:54