Íslenska krónan

Íslenska krónan

Allt er viðkemur ríkisgjaldmiðlinum.

Fréttamynd

Al­var­legar auka­verkanir ís­lensku krónunnar

Fjár­fest­ing stjórn­valda í heil­brigðisþjón­ustu á Íslandi er minni en á öðrum Norður­lönd­um. Og fátt ein­kenn­ir heil­brigðis- og öldrun­arþjón­ustu á Íslandi meira en biðlistar þrátt fyr­ir að hér á landi sé starf­andi frá­bært heil­brigðis­starfs­fólk. Fjár­fest­ing­ í heilbrigðisþjónustu er lít­il á sama tíma og skatt­heimta er óvíða hærri en á Íslandi. Hvað er það sem veld­ur eiginlega að háir skattar skila ekki sterkari heilbrigðiskerfi?

Skoðun
Fréttamynd

Mikil hækkun launa­kostnaðar ein helsta á­hættan fyrir ytri stöðu þjóðar­búsins

Mikil hækkun launakostnaðar á framleidda einingu hér á landi á síðustu árum er „langt yfir“ þeim viðmiðunarmörkum sem Hagstofa Evrópusambandsins (Eurostat) hefur sett til að meta mögulegt ójafnvægi á ytri stöðu hagkerfa. Verði framhald á launahækkunum umfram framleiðnivöxt mun það að líkindum leiða til verðbólgu, meiri viðskiptahalla og um leið gengislækkunar krónunnar, að mati Seðlabankans.

Innherji
Fréttamynd

Krónan, eða inn­ganga í ESB og evran?

Umræða um upptöku evrunnar hefur verið áberandi í fjölmiðlum undanfarið í kjölfar hækkunar stýrivaxta Seðlabanka Íslands. Seðlabankinn er að bregðast við verðbólgu sem nú mælist langt yfir verbólgumarkmiði sem er 2,5%, en verðbólgan nú mælist 8,0%. Stýrivextir Seðlabanka Íslands eru komnir í 9,25%.

Skoðun
Fréttamynd

Ekki megi taka evruna út fyrir sviga

Forsætisráðherra segir að upptaka evru leysi ekki öll vandamál Íslands. Henni fylgi allir kostir og gallar þess að ganga í Evrópusambandið. Taka þurfi umræðuna heildstætt og ekki taka gjaldeyrismálin ein út fyrir sviga. 

Innlent
Fréttamynd

Breytum um kúrs

Það hefur verið áhugavert að fylgjast með umræðunni innan verkalýðshreyfingarinnar um þann mikla kostnað sem fylgir krónunni fyrir heimili landsins. Þetta hávaxtabrjálæði sem við búum við þýðir að fjölskyldur greiða sturlaða vexti fyrir það eitt að eignast þak yfir höfuðið. Miklu hærri en í nágrannalöndunum.

Skoðun
Fréttamynd

Líf­eyris­sjóðir halda svipuðum takti í gjald­eyris­kaupum og í fyrra

Þrátt fyrir að lífeyrissjóðir hafi aukið nokkuð við fjárfestingar sínar í erlendum gjaldmiðlum yfir sumarmánuðina samhliða auknu innflæði gjaldeyris til landsins vegna mikils fjölda ferðamanna þá styrktist gengi krónunnar stöðugt á tímabilinu. Hrein gjaldeyriskaup lífeyrissjóðanna jukust um liðlega fimmtán prósent á fyrstu átta mánuðum ársins en flestir sjóðir eru hins vegar enn talsvert fjarri innri viðmiðum um hlutfall gjaldeyriseigna af heildareignum sínum.

Innherji
Fréttamynd

Sér­trúar­söfnuður á­sækir Ís­lendinga

Þegar fjármálaráðherra Íslands stígur fram og segir okkur Íslendingum að ekki megi banna verðtryggingu því hún veiti skuldugum skjól þá getum við illa skammað hann. Hann er lögfræðingur að mennt og þiggur hagfræðilega ráðgjöf frá æðstu menntastofnun Íslands og Seðlabanka Íslands.

Skoðun
Fréttamynd

Verð­bólgu­á­lagið á markaði rýkur upp eftir ó­vænta hækkun verð­bólgunnar

Verðbólguvæntingar á skuldabréfamarkaði hafa rokið upp í morgun eftir birtingu hagtalna sem sýndu að vísitala neysluverðs hefði hækkað nokkuð meira í ágústmánuði en spár greinenda gerðu ráð fyrir. Síðasta vaxtahækkun Seðlabankans um 50 punkta var einkum rökstudd með vísun til viðvarandi hárra verðbólguvæntinga og nefndi seðlabankastjóri að það skipti öllu máli fyrir framahaldið að ná þeim niður.

Innherji
Fréttamynd

„Heppi­legast“ að gjald­eyris­markaðurinn taki við met­inn­flæði vegna sölu á Kerecis

Ekki er hægt að útiloka að Seðlabankinn muni þurfa að koma að kaupum á hluta þess mikla gjaldeyris sem kemur til landsins við söluna á Kerecis, að sögn seðlabankastjóra, en reikna má með að íslenskir fjárfestar muni á næstu dögum fá um eða yfir 100 milljarða greidda til sín. Hann hefur samt „fyllstu trú“ á því að gjaldeyrismarkaðurinn muni geti tekið á móti innflæðinu án aðkomu bankans.

Innherji
Fréttamynd

Skilur gagn­rýnina en Seðla­bankinn þurfi að ná niður háum verð­bólgu­væntingum

„Við erum að beita peningastefnunni svona harkalega af því að við erum ekki að fá mikla aðstoð frá öðrum,“ segir Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri, en viðurkennir um leið að þegar vextirnir eru hækkaðir svona skarpt þá sé hætta á að það valdi harðri lendingu í efnahagslífinu. Fjórtánda vaxtahækkun peningastefnunefndar Seðlabankans í röð á rétt rúmlega tveimur árum, nú síðast í morgun um 50 punkta, var nánast alfarið réttlætt með vísun til hárra verðbólguvæntinga til lengri tíma á meðan flestir hagvísar sýna að farið er að hægja hraðar á umsvifum í hagkerfinu en áður var spáð.

Innherji
Fréttamynd

Frekari vaxta­hækkanir ó­þarfar

Það bárust jákvæð tíðindi í lok júlí þegar verðbólga hjaðnaði nokkuð milli mánaða og mældist 7,6%. Ljóst er að verðbólga er enn óásættanlega mikil en tölurnar gefa þó væntingar um að toppnum sé náð, verðbólga hafi náð hámarki og stýrivextir einnig. Sú þróun myndi styðja við gerð langtímasamnings á vinnumarkaði.

Skoðun
Fréttamynd

Hvalrekaskattur á bankana kemur til greina

Lilja Alfreðsdóttir viðskiptaráðherra segir koma til greina að leggja svokallaðan hvalrekaskatt á bankana vegna ofurhagnaðar sem má rekja til hærri vaxta. Það liggi þó ekkert fyrir um það innan ríkisstjórnar.

Innlent