Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Atli Ísleifsson skrifar 14. nóvember 2024 10:38 Una Jónsdóttir er hagfræðingur Landsbankans. Vísir/Vilhelm Greiningardeild Landsbankans spáir því að vísitala neysluverðs lækki um 0,13 prósent á milli mánaða í nóvember og að verðbólga hjaðni úr 5,1 prósentum í 4,5 prósent. Þetta kemur fram í Hagsjá Landsbankans þar sem segir að flugfargjöld til útlanda og reiknuð húsaleiga komi til lækkunar að þessu sinni, en húsnæði án reiknaðrar húsaleigu til hækkunar. Á bankinn von á áframhaldandi hjöðnun næstu mánuði og að ársverðbólga verði komin niður í 3,5 próesnt í febrúar á næsta ári. Aðrir undirliðir sem áhrif á verðbólguna nú eru taldir munu hafa lítil áhrif. „Spá okkar núna er 0,07 prósentustigum hærri en síðasta spá sem við birtum daginn sem Hagstofan birti októbermælinguna. Spá okkar um raforkuverð til almennings hækkar og eins spá okkar um undirliðinn „hótel og veitingastaðir“. Við lækkum spá okkar um reiknaða húsaleigu. Reiknuð húsaleiga lækkar en annar húsnæðiskostnaður hækkar Hagstofan reiknar kostnað við að búa í eigin húsnæði (reiknuð húsaleiga) út frá markaðsleigu. Stór hluti leigusamninga eru vísitölutengdir og líklega tengdir við vísitölu neysluverðs til verðtryggingar, sem er vísitala neysluverðs með tveggja mánaða töf. Til verðtryggingar í nóvember er því septembermæling vísitölunnar, en í september lækkaði hún um 0,24% á milli mánaða. Við spáum því að reiknuð húsaleiga lækki um 0,1% á milli mánaða (-0,02% áhrif). Við spáum því einnig að annað vegna húsnæðis hækki um 0,8% á milli mánaða (0,08% áhrif) sem skýrist að mestu af hækkunum á raforkuverði til almennings sem hækkaði um 3,5% á milli mánaða samkvæmt verðmælingu okkar. Óljóst hvernig tilboðsdagar í nóvember skila sér í verðmælingar Hagstofunnar Síðustu ár hafa hérlendar verslanir tekið upp nokkra tilboðsdaga í nóvember. Þar á meðal er dagur einhleypra (e. singles’ day) sem er 11. nóvember. Í ár lenti dagur einhleypra inni í verðkönnunarvikunni, sem gerðist ekki síðustu tvö ár. Ólíkt janúar- og júlíútsölum er ekki komin reynsla á hvernig þessir tilboðsdagar skila sér inn í verðmælingar Hagstofunnar. Það er helst í liðunum föt og skór, húsgögn, heimilisbúnaður o.fl. og tómstundir sem þessir tilboðsdagar gætu haft áhrif. Við teljum að áhrif þessara tilboðsdaga dugi ekki til þess að Hagstofan mæli lækkun í þessum liðum á milli mánaða , en gerum þó ráð fyrir minni hækkunum á þeim en ella. Flugfargjöld til útlanda og bensín lækka Verð á flugfargjöldum til útlanda sveiflast verulega í samanburði við marga aðra liði vísitölunnar. Sveiflurnar eru árstíðabundnar og flugfargjöld lækka nær alltaf á milli mánaða í nóvember. Við gerum ráð fyrir að flugfargjöld til útlanda lækki um 13,3% á milli mánaða (-0,26% áhrif). Þá lækkar verð á bensíni og dísilolíu um 1,2% á milli mánaða (0,04% áhrif) í verðkönnun okkar,“ segir í Hagsjánni. Spá 3,5 prósenta verðbólgu í febrúar á næsta ári Samkvæmt skammtímaspá bankans mun vísitala neysluverðs hækka um 0,21 prósent í desember, en svo lækka um 0,41 prósent í janúar á næsta ári og hækka aftur um 0,74 prósent í febrúar. Gangi spáin eftir mælist verðbólga 4,3% í desember, 4,1% í janúar og 3,5% í febrúar. Verðlag Íslenska krónan Landsbankinn Tengdar fréttir Spá hressilegri vaxtalækkun Greiningadeild Íslandsbanka spáir því að peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands muni lækka stýrivexti sína um hálft prósentustig þegar hún kemur saman síðar í mánuðinum. 13. nóvember 2024 11:29 Mest lesið Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Viðskipti innlent Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Viðskipti innlent Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Neytendur Fleiri fréttir Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Sjá meira
Þetta kemur fram í Hagsjá Landsbankans þar sem segir að flugfargjöld til útlanda og reiknuð húsaleiga komi til lækkunar að þessu sinni, en húsnæði án reiknaðrar húsaleigu til hækkunar. Á bankinn von á áframhaldandi hjöðnun næstu mánuði og að ársverðbólga verði komin niður í 3,5 próesnt í febrúar á næsta ári. Aðrir undirliðir sem áhrif á verðbólguna nú eru taldir munu hafa lítil áhrif. „Spá okkar núna er 0,07 prósentustigum hærri en síðasta spá sem við birtum daginn sem Hagstofan birti októbermælinguna. Spá okkar um raforkuverð til almennings hækkar og eins spá okkar um undirliðinn „hótel og veitingastaðir“. Við lækkum spá okkar um reiknaða húsaleigu. Reiknuð húsaleiga lækkar en annar húsnæðiskostnaður hækkar Hagstofan reiknar kostnað við að búa í eigin húsnæði (reiknuð húsaleiga) út frá markaðsleigu. Stór hluti leigusamninga eru vísitölutengdir og líklega tengdir við vísitölu neysluverðs til verðtryggingar, sem er vísitala neysluverðs með tveggja mánaða töf. Til verðtryggingar í nóvember er því septembermæling vísitölunnar, en í september lækkaði hún um 0,24% á milli mánaða. Við spáum því að reiknuð húsaleiga lækki um 0,1% á milli mánaða (-0,02% áhrif). Við spáum því einnig að annað vegna húsnæðis hækki um 0,8% á milli mánaða (0,08% áhrif) sem skýrist að mestu af hækkunum á raforkuverði til almennings sem hækkaði um 3,5% á milli mánaða samkvæmt verðmælingu okkar. Óljóst hvernig tilboðsdagar í nóvember skila sér í verðmælingar Hagstofunnar Síðustu ár hafa hérlendar verslanir tekið upp nokkra tilboðsdaga í nóvember. Þar á meðal er dagur einhleypra (e. singles’ day) sem er 11. nóvember. Í ár lenti dagur einhleypra inni í verðkönnunarvikunni, sem gerðist ekki síðustu tvö ár. Ólíkt janúar- og júlíútsölum er ekki komin reynsla á hvernig þessir tilboðsdagar skila sér inn í verðmælingar Hagstofunnar. Það er helst í liðunum föt og skór, húsgögn, heimilisbúnaður o.fl. og tómstundir sem þessir tilboðsdagar gætu haft áhrif. Við teljum að áhrif þessara tilboðsdaga dugi ekki til þess að Hagstofan mæli lækkun í þessum liðum á milli mánaða , en gerum þó ráð fyrir minni hækkunum á þeim en ella. Flugfargjöld til útlanda og bensín lækka Verð á flugfargjöldum til útlanda sveiflast verulega í samanburði við marga aðra liði vísitölunnar. Sveiflurnar eru árstíðabundnar og flugfargjöld lækka nær alltaf á milli mánaða í nóvember. Við gerum ráð fyrir að flugfargjöld til útlanda lækki um 13,3% á milli mánaða (-0,26% áhrif). Þá lækkar verð á bensíni og dísilolíu um 1,2% á milli mánaða (0,04% áhrif) í verðkönnun okkar,“ segir í Hagsjánni. Spá 3,5 prósenta verðbólgu í febrúar á næsta ári Samkvæmt skammtímaspá bankans mun vísitala neysluverðs hækka um 0,21 prósent í desember, en svo lækka um 0,41 prósent í janúar á næsta ári og hækka aftur um 0,74 prósent í febrúar. Gangi spáin eftir mælist verðbólga 4,3% í desember, 4,1% í janúar og 3,5% í febrúar.
Verðlag Íslenska krónan Landsbankinn Tengdar fréttir Spá hressilegri vaxtalækkun Greiningadeild Íslandsbanka spáir því að peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands muni lækka stýrivexti sína um hálft prósentustig þegar hún kemur saman síðar í mánuðinum. 13. nóvember 2024 11:29 Mest lesið Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Viðskipti innlent Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Viðskipti innlent Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Neytendur Fleiri fréttir Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Sjá meira
Spá hressilegri vaxtalækkun Greiningadeild Íslandsbanka spáir því að peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands muni lækka stýrivexti sína um hálft prósentustig þegar hún kemur saman síðar í mánuðinum. 13. nóvember 2024 11:29