Hollywood

Hollywood

Fréttir af fræga fólkinu úti í hinum stóra heimi.

Fréttamynd

Nichelle Nichols er látin

Leikkonan Nichelle Nichols er látin 89 ára að aldri. Hún er þekktust fyrir að hafa leikið liðsforingjann Nyota Uhura í upprunalegu Star Trek þáttunum á árunum 1966 til 1969 og svo í sex myndum um áhöfn USS Enterprise.

Lífið
Fréttamynd

Skattsvikamál Shakiru fyrir dóm á Spáni

Kólumbísku poppstjörnunni Shakiru hefur mistekist að ná dómsátt með spænskum saksóknurum og mun mál hennar vegna meintra skattsvika því fara fyrir dómstóla. Shakira mun þar halda fram sakleysi sínu. 

Erlent
Fréttamynd

Gantast enn með kinnhestinn en vill ekki ræða við Will Smith

Á nýlegu uppistandi hélt grínistinn Chris Rock áfram að gantast með kinnhestinn víðfræga sem Will Smith veitti honum á síðustu Óskarsverðlaunum. Chris minntist ekki á nýlegt myndband Will Smith þar sem sá síðarnefndi biðst fyrirgefningar á framferði sínu á Óskarsverðlaununum. Hann hélt hins vegar áfram að gera grín að atvikinu.

Lífið
Fréttamynd

John Travolta með krakkana á Íslandi

John Travolta virðist einn þeirra sem ferðaðist um okkar fallegu eyju í sumar ef marka má Instagram-færslu sem hann birti í gær. Svo virðist sem hann hafi komið hingað með alla fjölskylduna og vinafólk fyrr í sumar á einni einkaþotunni sinni.

Lífið
Fréttamynd

Saksóknarar vilja Shakiru í fangelsi í átta ár

Saksóknarar á Spáni hafa farið fram á að kólumbíska poppstjarnan Shakira verði dæmd í rúmlega átta ára fangelsi verði hún sakfelld fyrir skattsvik. Stjarnan hefur verið ákærð fyrir að hafa svikið 14,5 milljónir evra, eða rúmlega tvo milljarða króna, undan skatti.

Lífið
Fréttamynd

Segjast ekki hafa klippt gamla þætti á ný

Höfundar þáttanna Stranger Things segjast ekki hafa klippt gamla þætti eftir að þeir voru gefnir út til þess að þeir litu betur út miðað við hvernig þættirnir þróuðust. Áhorfendur hafa greint frá því að þegar þeir horfa á gamla þætti séu einhver atriði sem vantar.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Will Smith skeit á skó Chris Rock

Leikarinn Kevin Hart gaf uppistandaranum Chris Rock geitina Will Smith að gjöf þegar þeir héldu uppistand saman nýverið. Á sviðinu tók geitin upp á því að gera nýjum eiganda sínum grikk og skíta á hvíta skó hans.

Lífið
Fréttamynd

Britney Spears og Elton John sameina krafta sína

Söngkonan Britney Spears virðist ætla að gefa út nýja tónlist og það með engan annan en Elton John sér við hlið. Samkvæmt heimildum Page Six hafa þau sameinað krafta sína í endurútgáfu af laginu „Tiny Dancer“ sem kom upphaflega út árið 1971.

Lífið
Fréttamynd

Paul Sor­vino er látinn

Leikarinn Paul Sorvino lést í gær, 83 ára að aldri. Hann var einna þekktastur fyrir hlutverk sitt í stórmyndinni Goodfellas.

Lífið
Fréttamynd

Stinnandi krem og brúðkaupsferð í París

Söngdívan Jennifer Lopez er 53 ára í dag og í tilefni þess tilkynnti hún um komu húðlínunnar sinnar en fyrsta kremið í henni er hannað til þess að stinna bossann. Hún segir í tilkynningunni að almennt einbeiti fólk sér að því að huga vel að andlitinu en líkaminn eigi það til að gleymast.

Lífið
Fréttamynd

H.E.R. mun leika Fríðu

Söngkonan Gabriella Sarmiento Wilson, betur þekkt sem H.E.R. mun fara með hlutverk Fríðu í sérútgáfu sjónvarpsstöðvarinnar ABC af klassísku Disney myndinni „Fríða og Dýrið.“

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Britney ber á Instagram

Poppstjarnan Britney Spears hefur á síðustu misserum birt myndir af sér í litlum klæðum á Instagram síðu sinni. Fyrr í dag fengu aðdáendur hennar að sjá nýja myndasyrpu frá Britney sem segist vera í Lundúnum.

Lífið
Fréttamynd

Kodak Black enn og aftur hand­tekinn

Bill Kahan Kapri, betur þekktur sem Kodak Black, var handtekinn í gær í Flórída-ríki. Þetta er í áttunda skiptið sem þessi 25 ára rappari er handtekinn og í annað sinn á þessu ári.

Lífið
Fréttamynd

Ben Stiller í Flatey með Ólafi Darra

Stórleikarinn Ben Stiller virðist vera staddur á landinu og samkvæmt Eiríki Jónssyni sást hann í  Flatey á Breiðarfirði með vini sínum og samstarfsfélaga Ólafi Darra leikara. 

Lífið