Náðu fram heitasta naglatrendinu með vörum sem þú átt nú þegar til í snyrtibuddunni Þeir sem fylgjast vel með í heimi tísku og förðunar hafa varla látið hinar vinsælu Hailey Bieber-neglur framhjá sér fara. Ekkert lát virðist vera á vinsældum þessa trends og því vel við hæfi að fara yfir fara yfir það hvernig hægt er að ná fram þessu lúkki heima, með vörum sem ættu að vera til í flestum snyrtibuddum. Lífið 17. september 2022 07:00
Fyrstur manna á forsíðu breska Vogue Leikarinn Timothée Chalamet fékk þann heiður að vera fyrstur manna til þess að sitja einn á forsíðu tímaritsins breska Vogue. Þar fetar hann í fótspor söngvarans Harry Styles, sem var fyrsti maðurinn til þess að gera slíkt hið sama hjá ameríska Vogue árið 2020. Lífið 16. september 2022 16:31
Beið tólf tíma í röð til að votta drottningunni virðingu sína Knattspyrnugoðsögnin David Beckham beið í röð í tólf klukkustundir til þess að geta vottað Elísabetu II Bretadrottningu virðingu sína í dag. Lífið 16. september 2022 14:25
Fer nýjar leiðir í leit að næsta kærasta Kim Kardashian segist ætla að fara nýjar leiðir í leit að næsta kærasta. Athafnakonan heimsfræga er nú einhleyp eftir að sambandi hennar við grínistann Pete Davidson lauk nú í sumar. Lífið 16. september 2022 13:01
Cardi B játar líkamsárás á strippstað Rapparinn Cardi B játaði í dag að hafa skipulagt árás og ráðist á starfsmann strippstaðarins Angels í New York árið 2018. Cardi taldi að einn starfsmanna barsins væri viðhald eiginmanns hennar, Offset. Lífið 16. september 2022 12:57
Blake Lively á von á fjórða barninu Leikkonan Blake Lively á von á barni númer fjögur með eiginmanni sínum til tíu ára, leikaranum Ryan Reynolds. Lively sýndi heiminum að hún ætti von á barni nú fyrr í dag þegar hún steig á rauða dregilinn á Forbes viðburði. Lífið 15. september 2022 21:30
Ævi og ferill Whitney Houston til sýnis í væntanlegri kvikmynd Fyrsta stikla kvikmyndarinnar „I Wanna Dance With Somebody“ sem byggð er á lífi og starfi söngkonunnar Whitney Houston hefur litið dagsins ljós. Í stiklunni má sjá búta af leiðinni sem Houston fór að þeirri gríðarlegu frægð sem umkringdi feril hennar og mikilvæg augnablik úr hennar einkalífi. Bíó og sjónvarp 15. september 2022 18:12
Tímaritið Variety frestar forsíðu Meghan Markle Variety hefur frestað forsíðu hertogaynjunnar Meghan Markle vegna andláts Elísabetar II drottningar. Meghan var valin ein þeirra kvenna sem skartar miklum kvennakrafti (e. Power of Women). Í kjölfarið átti hún að birtast á forsíðu tímaritsins líkt og hinar konurnar sem voru valdar. Lífið 15. september 2022 17:30
Eignaðist sitt níunda barn og tvö önnur á leiðinni Bandaríski þáttastjórnandinn Nick Cannon hefur nú eignast sitt níunda barn. Þetta er hans annað barn á árinu og á hann von á tveimur börnum síðar á árinu. Lífið 15. september 2022 11:30
Bieber hjónin fögnuðu fjögurra ára brúðkaupsafmæli Hjónin Justin og Hailey Bieber fögnuðu fjögurra ára brúðkaupsafmæli með því að senda fallegar kveðjur á samfélagsmiðlum. Þau giftu sig í laumi árið 2018, tveimur mánuðum eftir að þau trúlofuðu sig, en héldu veislu ári síðar þar sem þau fögnuðu með vinum og fjölskyldu. Lífið 14. september 2022 11:30
Tískan á Emmy verðlaununum: Fjólubláar pallíettur og ljósblá jakkaföt Emmy-verðlaunahátíðin fór fram í 74. skiptið í gær og skörtuðu stjörnurnar sínu fegursta á gyllta dreglinum. Hvít jakkaföt, bláir kjólar og fjólubláar dragtir fönguðu meðal annars athyglina. Tíska og hönnun 13. september 2022 16:30
Ray J segir Kim Kardashian og Kris Jenner sjálfar hafa lekið kynlífsmyndbandinu Kim Kardashian skaust fyrst upp á stjörnuhimininn eftir að kynlífsmyndband af henni og þáverandi kærasta hennar Ray J lak á netið. Nú hefur hann gefið út yfirlýsingu þess efnis að móðir Kim, Kris Jennar, hafið átt hlut í því að myndbandið fór í dreifingu. Hann birti meðal annars samning þar sem kemur fram að þau hafi fengið greitt fyrir myndbandið. Lífið 13. september 2022 12:16
Zendaya, Jung-jae, Lizzo og Keaton sigursæl í gær Í nótt fór Emmy-verðlaunahátíðin fram í 74. skiptið. Það var grínistinn Kenan Thompson sem sá um að kynna hátíðina sem var haldin í Microsoft-leikhúsinu í Los Angeles. Bíó og sjónvarp 13. september 2022 06:49
Britney biður þess að foreldrar sínir brenni í helvíti „Ég segi það hátt og stolt, ég bið þess að þið brennið bæði í helvíti,“ sagði söngkonan Britney Spears í færslu um foreldra sína á Instagram í gær. Britney er dugleg að deila hugsunum sínum með fylgjendum á miðlinum og segir það hjálpa sér andlega. Lífið 12. september 2022 17:30
Elton John og Britney Spears klífa listann: „Ég er í skýjunum með viðbrögðin“ Elton John og Britney Spears sitja í ellefta sæti Íslenska listans á FM þessa vikuna með lagið Hold Me Closer. Lagið er endurgerð á Tiny Dancer, sögulegu lagi Elton John, og var kynnt inn sem líklegt til vinsælda í síðustu viku. Tónlist 10. september 2022 16:01
Stikla fyrir nýja „Knives Out“ ráðgátu: Benoit Blanc er mættur aftur Ný stikla hefur litið dagsins ljós vegna nýju „Knives Out“ kvikmyndarinnar. Myndin er í leikstjórn Rian Johnson. Bíó og sjónvarp 9. september 2022 23:56
Ratajkowski segir skilið við eiginmann sinn Fyrirsætan, leikkonan og rithöfundurinn Emily Ratajkowski er sögð hafa sótt um skilnað frá eiginmanni sínum til fjögurra ára en eiginmaðurinn Sebastian Bear-McClard, er sakaður um að hafa haldið framhjá Ratajkowski. Lífið 9. september 2022 21:45
Stjörnurnar minnast drottningarinnar Stjörnurnar senda fallegar kveðjur til konungsfjölskyldunnar eftir að drottningin kvaddi þennan heim í gær. Elísabet II Bretlandsdrottning var 96 ára gömul þegar hún lést í Balmoral í Skotlandi. Heimurinn fygdist með þegar fjölskyldumeðlimir komu sér þangað til að vera við hlið hennar. Lífið 9. september 2022 12:30
Netflix frestar tökum á The Crown Peter Morgan höfundur Netflix þáttanna The Crown hefur tilkynnt að tökum verði frestað ótímabundið af virðingu við drottninguna. Elísabet Bretlandsdrottning lést í gær 96 ára að aldri, en Morgan hefur áður talað um að þættirnir séu „ástarbréf“ til hennar. Lífið 9. september 2022 10:06
Kim Kardashian stofnaði framtakssjóð og er mætt á Wall Street Kim Kardashian er mætt á Wall Street eftir að hún tók höndum saman með Jay Sammons, sem áður var yfir Carlyle Group, og stofnaði framtakssjóðinn (e. private equity fund) SKKY Partners. Lífið 8. september 2022 11:30
Adam Levine og Behati Prinsloo eiga von á barni Maroon 5 söngvarinn góðkunni Adam Levine og fyrirsætan Behati Prinsloo eiga von á sínu þriðja barni saman samkvæmt heimildum People. Parið gifti sig árið 2014 og rekur saman Calirosa vínframleiðsluna. Lífið 7. september 2022 15:01
Nafn sonarins, Harvey Weinstein og 73 spurningar Leikkonan Jennifer Lawrence er í sviðsljósinu hjá Vogue þessa vikuna þar sem hún ræðir móðurhlutverkið, nýju myndina sína og svarar 73 spurningum í mínígolfi. Í viðtalinu deilir hún nafni sonar síns sem kom í heiminn í febrúar á þessu ári. Lífið 7. september 2022 14:01
Lilja kynnti Ísland fyrir Netflix Lilja D. Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, fundaði með fulltrúum bandarísku streymisveitunnar Netflix í Los Angeles í Bandaríkjunum á dögunum. Viðskipti innlent 7. september 2022 09:04
Don´t Worry Darling dramað rakið: Harry Styles, meintur hráki, „Miss Flo“ og Shia LaBeouf Kvikmyndin Don't worry Darling er á leiðinni á hvíta tjaldið en dramað virðist vera enn meira utan handritsins miðað við fregnir af leikarahópnum. Sögurnar virðast verða fleiri með hverjum deginum sem líður og enn er margt óljóst í tengslum við þeirra samskipti. Lífið 6. september 2022 20:39
Bieber aflýsir fjölda tónleika vegna heilsubrests Tónlistarmaðurinn Justin Bieber tilkynnti í kvöld að hann hefði ákveðið að taka sé hlé frá tónleikahaldi um óákveðinn tíma vegna heilsubrests. Í júní síðastliðnum neyddist hann til að fresta fjölda tónleika vegna taugasjúkdóms sem hann greindist með. Lífið 6. september 2022 20:35
Gigi Hadid gæti orðið elsta kærastan til þessa Sá orðrómur er nú á kreiki vestanhafs að stórleikarinn Leonardo Dicaprio sé að slá sér upp með ofurfyrirsætunni Gigi Hadid, aðeins nokkrum vikum eftir að greint var frá sambandsslitum Dicaprio og leikkonunnar Camillu Morrone. Lífið 6. september 2022 15:31
Tapaði enn einu dómsmálinu Dómstóll í Kaliforníu hefur vísað frá enn einu dómsmálinu, í tengslum við eitt frægasta plötuumslag tónlistarsögunnar, plötu Nevermind með hljómsveitinni Nirvana. Fyrirsæta plötuumslagsins, Spencer Elden, hefur margoft krafist bóta þar sem hann telur myndatökuna falla undir „kynferðislega misnotkun barna“. Lífið 5. september 2022 21:23
Mörg járn í eldinum og rauði dregillinn með Jason Momoa Stórstjarnan Hera Hilmarsdóttir fer með hlutverk Helgu í kvikmyndinni Svar við bréfi Helgu þar sem hún leikur á móti Þorvaldi Davíð og Anítu Briem. Hún fer einnig með hlutverk í þáttunum „See“ frá streymisveitunni Apple TV+ þar sem hún leikur meðal annars á móti Jason Momoa. Lífið 5. september 2022 20:00
Brendan Fraser felldi tár eftir frumsýningu Hvalsins Aðstandendur kvikmyndarinnar The Whale hlutu átta mínútna lófaklapp eftir frumsýningu myndarinnar á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum. Tilfinningarnar báru Brendan Fraser, aðalleikara myndarinnar, ofurliði og varð hann klökkur yfir viðbrögðum fólks. Bíó og sjónvarp 5. september 2022 14:21
Missti röddina og hætti í miðjum tónleikum Tónlistarmaðurinn Weeknd, sem heitir réttu nafni Abel Tesfaye, og er frá Kanada, hætti að syngja á tónleikum í gær og gekk af sviðinu eftir að hafa misst röddina. Hann var hálfnaður með þriðja lag sitt þegar hann gekk út og skildi um sjötíu þúsund undrandi áhorfendur eftir. Tónlist 4. september 2022 14:30