Barnalán hjá Barbie-hjónum Magnús Jochum Pálsson skrifar 20. júlí 2023 10:35 Hjónin Noah Baumbach og Greta Gerwig á frumsýningu Marriage Story árið 2019. EPA/Facundo Arrizabalaga Leikstjórarnir Greta Gerwig og Noah Baumbach eignuðust annað barn sitt fyrr á árinu. Barnið kom því í heiminn í miðjum fjölmiðlatúr fyrir Barbie sem Gerwig leikstýrir og kom í bíó í vikunni. Gerwig greindi frá fréttunum í drottningarviðtali við Elle í gær. Gerwig sagði fyrst frá því að hún væri ólétt í sjónvarpsþætti Jimmy Fallon í desember síðastliðnum. Síðan hefur ekkert heyrst af barninu þó Gerwig sé búin að vera linnulaust í fjölmiðlum vegna Barbie. Í viðtalinu við Elle greindi hún frá því að hún ætti fjögurra mánaða son. Hún gaf lítið upp um soninn nema að hann svæfi vel og að hann væri alveg eins og teiknimyndafígúrann Schmoo, sem er blíð hvít keilulaga vera. It's Greta's World... The Director Talks Boiler Suits, New Babies, And Barbie-Mania https://t.co/3jhiwvJdW9— ELLEUK (@ELLEUK) July 19, 2023 Viðtal Elle við Gerwig hefur vakið mikla athygli netverja sem hafa aðallega verið að agnúast út í stílíseringu í myndatökunni af leikstjóranum. Finnst fólki hún vera ólík sjálfri sér á myndunum og minna frekar á unga Hillary Clinton. Hin 39 ára Gerwig á fyrir einn son með hinum 53 ára Noah Baumbach. Hjónin kynntust fyrst árið 2010 við gerð myndarinnar Greenberg sem Baumbach leikstýrði og Gerwig lék í. Síðan hafa þau unnið mörgum sinnum saman og skrifuðu þau meðal annars handritið að Barbie saman. Hollywood Ástin og lífið Tengdar fréttir Fer frá Barbie til Narníu Netflix ætlar að koma fantasíunni Narníu aftur á stóra skjáinn og hefur leikstjórinn Greta Gerwig gert tveggja mynda samning við streymisveiturisann. Hún er nýbúin að leikstýra Barbie sem kemur út seinna í mánuðinum. 4. júlí 2023 10:39 Margot Robbie sektaði þá sem ekki mættu í bleiku Margot Robbie, ástralska Hollywood leikkonan sem fer með hlutverk í Barbie myndinni, skyldaði alla á setti myndarinnar til þess að mæta í bleiku einu sinni í viku. Þeir sem ekki gegndu voru sektaðir. 10. júlí 2023 14:52 Undirgefnir aðdáendur og linnulaus markaðsherferð knýi „Barbenheimer“ áfram Einn stærsti bíóviðburður ársins er nú runninn upp en stórmyndin Barbie verður frumsýnd á Íslandi í dag og frumsýning bíómyndarinnar Oppenheimer var í gær. Álitsgjafi segir bíóviðburðinn „Barbenheimer“ lykta af örvæntingu þar sem bíóbransinn eigi enn í erfiðleikum með að koma sér aftur á réttan kjöl eftir heimsfaraldur. 20. júlí 2023 07:01 Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Fleiri fréttir Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Sjá meira
Gerwig greindi frá fréttunum í drottningarviðtali við Elle í gær. Gerwig sagði fyrst frá því að hún væri ólétt í sjónvarpsþætti Jimmy Fallon í desember síðastliðnum. Síðan hefur ekkert heyrst af barninu þó Gerwig sé búin að vera linnulaust í fjölmiðlum vegna Barbie. Í viðtalinu við Elle greindi hún frá því að hún ætti fjögurra mánaða son. Hún gaf lítið upp um soninn nema að hann svæfi vel og að hann væri alveg eins og teiknimyndafígúrann Schmoo, sem er blíð hvít keilulaga vera. It's Greta's World... The Director Talks Boiler Suits, New Babies, And Barbie-Mania https://t.co/3jhiwvJdW9— ELLEUK (@ELLEUK) July 19, 2023 Viðtal Elle við Gerwig hefur vakið mikla athygli netverja sem hafa aðallega verið að agnúast út í stílíseringu í myndatökunni af leikstjóranum. Finnst fólki hún vera ólík sjálfri sér á myndunum og minna frekar á unga Hillary Clinton. Hin 39 ára Gerwig á fyrir einn son með hinum 53 ára Noah Baumbach. Hjónin kynntust fyrst árið 2010 við gerð myndarinnar Greenberg sem Baumbach leikstýrði og Gerwig lék í. Síðan hafa þau unnið mörgum sinnum saman og skrifuðu þau meðal annars handritið að Barbie saman.
Hollywood Ástin og lífið Tengdar fréttir Fer frá Barbie til Narníu Netflix ætlar að koma fantasíunni Narníu aftur á stóra skjáinn og hefur leikstjórinn Greta Gerwig gert tveggja mynda samning við streymisveiturisann. Hún er nýbúin að leikstýra Barbie sem kemur út seinna í mánuðinum. 4. júlí 2023 10:39 Margot Robbie sektaði þá sem ekki mættu í bleiku Margot Robbie, ástralska Hollywood leikkonan sem fer með hlutverk í Barbie myndinni, skyldaði alla á setti myndarinnar til þess að mæta í bleiku einu sinni í viku. Þeir sem ekki gegndu voru sektaðir. 10. júlí 2023 14:52 Undirgefnir aðdáendur og linnulaus markaðsherferð knýi „Barbenheimer“ áfram Einn stærsti bíóviðburður ársins er nú runninn upp en stórmyndin Barbie verður frumsýnd á Íslandi í dag og frumsýning bíómyndarinnar Oppenheimer var í gær. Álitsgjafi segir bíóviðburðinn „Barbenheimer“ lykta af örvæntingu þar sem bíóbransinn eigi enn í erfiðleikum með að koma sér aftur á réttan kjöl eftir heimsfaraldur. 20. júlí 2023 07:01 Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Fleiri fréttir Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Sjá meira
Fer frá Barbie til Narníu Netflix ætlar að koma fantasíunni Narníu aftur á stóra skjáinn og hefur leikstjórinn Greta Gerwig gert tveggja mynda samning við streymisveiturisann. Hún er nýbúin að leikstýra Barbie sem kemur út seinna í mánuðinum. 4. júlí 2023 10:39
Margot Robbie sektaði þá sem ekki mættu í bleiku Margot Robbie, ástralska Hollywood leikkonan sem fer með hlutverk í Barbie myndinni, skyldaði alla á setti myndarinnar til þess að mæta í bleiku einu sinni í viku. Þeir sem ekki gegndu voru sektaðir. 10. júlí 2023 14:52
Undirgefnir aðdáendur og linnulaus markaðsherferð knýi „Barbenheimer“ áfram Einn stærsti bíóviðburður ársins er nú runninn upp en stórmyndin Barbie verður frumsýnd á Íslandi í dag og frumsýning bíómyndarinnar Oppenheimer var í gær. Álitsgjafi segir bíóviðburðinn „Barbenheimer“ lykta af örvæntingu þar sem bíóbransinn eigi enn í erfiðleikum með að koma sér aftur á réttan kjöl eftir heimsfaraldur. 20. júlí 2023 07:01