Neita að hafa klippt tré til að gera mótmælendum erfiðara um vik Eiður Þór Árnason skrifar 20. júlí 2023 06:00 Mikill hiti hefur haft áhrif á verkfallsaðgerðir handritshöfunda og leikara í Hollywood. Ap/Steven Senne Forsvarsmenn NBC Universal kvikmyndaversins hafna því að hafa snyrt tré á lóð sinni við Universal Studios í þeim tilgangi að gera mótmælendum erfiðara um vik í steikjandi hita. Borgaryfirvöld í Los Angeles hafa gefið út að trjásnyrtingin sé til rannsóknar og til skoðunar hvort fyrirtækið hafi haft heimild til að klippa af trjánum. Handritshöfundar og leikarar sem standa nú í samningaviðræðum við fyrirtækið og hafa lagt niður störf kvarta undan meðferð á röð fíkustrjáa sem veitti þeim skugga frá sólinni. Gert er ráð fyrir því að hiti nái allt að 33 gráðum í Los Angeles í þessari viku. The Guardian greinir frá þessu. Í yfirlýsingu hafna fulltrúar NBC Universal að aðgerðirnar hafi beinst að verkfallsfólki. Trén hafi verið snyrt árlega á þessum tíma og fyrirtækið styðji rétt fólks til mótmæla. Þá standi til að auka skuggavarp á svæðinu. Our Office is investigating the tree trimming that occurred outside Universal Studios where workers, writers, and actors are exercising their right to picket.The trimmed trees are LA City managed street trees.(Before and after photos below) pic.twitter.com/xczw0bTdh9— LA City Controller Kenneth Mejia (@lacontroller) July 19, 2023 Writers Guild of America, stéttarfélag handritshöfunda í Hollywood, og The Screen Actors Guild – American Federation of Television and Radio Artists, stéttarfélag leikara, hafa kvartað yfir því að NBC Universal hafi hafnað óskum þeirra um að tryggja félagsmönnum örugga gönguleið í kringum byggingasvæði á lóð Universal Studios. Þetta hafi skapað hættulegar aðstæður fyrir verkfallsfólk sem hafi neyðst til að vera á annasamri umferðargötu þar sem tveir hafi þegar orðið fyrir bíl. NBC Universal segir í yfirlýsingu að stjórnendur fyrirtækisins telji sig hafa fullnægt lagalegum skyldum sínum gagnvart bandarískri vinnumarkaðslöggjöf. Bandaríkin Hollywood Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Fleiri fréttir Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Sjá meira
Borgaryfirvöld í Los Angeles hafa gefið út að trjásnyrtingin sé til rannsóknar og til skoðunar hvort fyrirtækið hafi haft heimild til að klippa af trjánum. Handritshöfundar og leikarar sem standa nú í samningaviðræðum við fyrirtækið og hafa lagt niður störf kvarta undan meðferð á röð fíkustrjáa sem veitti þeim skugga frá sólinni. Gert er ráð fyrir því að hiti nái allt að 33 gráðum í Los Angeles í þessari viku. The Guardian greinir frá þessu. Í yfirlýsingu hafna fulltrúar NBC Universal að aðgerðirnar hafi beinst að verkfallsfólki. Trén hafi verið snyrt árlega á þessum tíma og fyrirtækið styðji rétt fólks til mótmæla. Þá standi til að auka skuggavarp á svæðinu. Our Office is investigating the tree trimming that occurred outside Universal Studios where workers, writers, and actors are exercising their right to picket.The trimmed trees are LA City managed street trees.(Before and after photos below) pic.twitter.com/xczw0bTdh9— LA City Controller Kenneth Mejia (@lacontroller) July 19, 2023 Writers Guild of America, stéttarfélag handritshöfunda í Hollywood, og The Screen Actors Guild – American Federation of Television and Radio Artists, stéttarfélag leikara, hafa kvartað yfir því að NBC Universal hafi hafnað óskum þeirra um að tryggja félagsmönnum örugga gönguleið í kringum byggingasvæði á lóð Universal Studios. Þetta hafi skapað hættulegar aðstæður fyrir verkfallsfólk sem hafi neyðst til að vera á annasamri umferðargötu þar sem tveir hafi þegar orðið fyrir bíl. NBC Universal segir í yfirlýsingu að stjórnendur fyrirtækisins telji sig hafa fullnægt lagalegum skyldum sínum gagnvart bandarískri vinnumarkaðslöggjöf.
Bandaríkin Hollywood Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Fleiri fréttir Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Sjá meira