
„Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“
„Það eru blendnar tilfinningar eftir leikinn gegn Grænhöfðaeyjum þó svo við hefðum unnið stórt. Það kom tíu mínútna kafli þar sem var deyfð yfir þessu,“ sagði Gísli Þorgeir Kristjánsson á hóteli landsliðsins í Zagreb í dag.