Katastrófan vegna klaufa í Kristianstad Valur Páll Eiríksson skrifar 17. janúar 2025 16:00 Sveinn Jóhannsson mátti ekki spila með íslenska landsliðinu vegna númersleysis á treyjunni. Um er að kenna slakri prentsmiðju í Kristianstad. Samsett/Skjáskot/Vilhelm Slök prentvél í Kristianstad orsakaði það að Sveinn Jóhannsson gat ekki spilað meira en raun ber vitni í leik Íslands og Grænhöfðaeyja í fyrsta leik strákanna okkar á HM í Zagreb. Valur Páll Eiríksson skrifar frá Zagreb Það vakti athygli að í leik gærdagsins að Sveinn fór af velli númerslaus, skömmu eftir að hafa komið inn á, og tók ekki frekari þátt í leiknum við Grænhöfðaeyjar. „Katastrófa,“ sagði Einar Jónsson, sérfræðingur Besta sætisins um málið. Sveinn var kallaður inn í landsliðshóp Íslands eftir fyrri leik liðsins við Svíþjóð ytra á fimmtudag í síðustu viku. Arnar Freyr Arnarsson fór meiddur af velli í þeim leik, mótið úr sögunni og Sveinn kom inn í hópinn í hans stað. Þá þurfti HSÍ að prenta treyjur fyrir Svein en fjölmargar ómerktar treyjur eru ávallt með í för á stórmót, komi eitthvað upp. Fulltrúar HSÍ höfðu samband við kollega sína í sænska handknattleikssambandinu sem brugðust hratt við og redduðu prentsmiðju í Kristianstad, og það frítt að auki. Því miður fyrir HSÍ, og Svein sérstaklega, voru gæði prentunarinnar í samræmi við verðið. Sveinn var í hvítu treyjunni á bekknum í síðari leiknum við Svía í Malmö á laugardag og hún svo sett í þvott. Það kom svo í ljós þegar í leik var komið í gær að merkingin þoldi ekki þvottinn. Númer hans flagnaði af strax og hann kom inn af bekknum í síðari hálfleiknum gegn Grænhöfðaeyjum og varatreyja hans með jafn slæmri merkingu sem hreinlega þolir þvottinn ekki betur en svo. Með því var Sveinn orðinn ólöglegur þar sem hann þarf að bera númerið á bakinu til að mega spila. Álagið var því töluvert á Ými Örn Gíslason í leik gærdagsins þar sem annar línumaður, Elliði Snær Viðarsson, fékk rautt spjald snemma leiks. Fulltrúar HSÍ staðfestu við Vísi að ný merking væri á leiðinni frá Íslandi og verður búið að merkja treyju Sveins kyrfilega fyrir leik Íslands við Kúbu á morgun. Ísland mætir Kúbu í öðrum leik riðlakeppninnar á HM í Zagreb annað kvöld klukkan 19:30. Strákunum okkar verður fylgt vel eftir fram að leik. Landslið karla í handbolta HSÍ HM karla í handbolta 2025 Mest lesið Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Arsenal vann Lundúnaslaginn Enski boltinn Postecoglou rekinn Enski boltinn Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Enski boltinn Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Fótbolti Haaland skaut City á toppinn Enski boltinn Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fótbolti Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Níu marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Donni öflugur í sigri á Spáni Íslendingar í Evrópudeild: Óðinn raðaði inn mörkum í Sviss Sjá meira
Valur Páll Eiríksson skrifar frá Zagreb Það vakti athygli að í leik gærdagsins að Sveinn fór af velli númerslaus, skömmu eftir að hafa komið inn á, og tók ekki frekari þátt í leiknum við Grænhöfðaeyjar. „Katastrófa,“ sagði Einar Jónsson, sérfræðingur Besta sætisins um málið. Sveinn var kallaður inn í landsliðshóp Íslands eftir fyrri leik liðsins við Svíþjóð ytra á fimmtudag í síðustu viku. Arnar Freyr Arnarsson fór meiddur af velli í þeim leik, mótið úr sögunni og Sveinn kom inn í hópinn í hans stað. Þá þurfti HSÍ að prenta treyjur fyrir Svein en fjölmargar ómerktar treyjur eru ávallt með í för á stórmót, komi eitthvað upp. Fulltrúar HSÍ höfðu samband við kollega sína í sænska handknattleikssambandinu sem brugðust hratt við og redduðu prentsmiðju í Kristianstad, og það frítt að auki. Því miður fyrir HSÍ, og Svein sérstaklega, voru gæði prentunarinnar í samræmi við verðið. Sveinn var í hvítu treyjunni á bekknum í síðari leiknum við Svía í Malmö á laugardag og hún svo sett í þvott. Það kom svo í ljós þegar í leik var komið í gær að merkingin þoldi ekki þvottinn. Númer hans flagnaði af strax og hann kom inn af bekknum í síðari hálfleiknum gegn Grænhöfðaeyjum og varatreyja hans með jafn slæmri merkingu sem hreinlega þolir þvottinn ekki betur en svo. Með því var Sveinn orðinn ólöglegur þar sem hann þarf að bera númerið á bakinu til að mega spila. Álagið var því töluvert á Ými Örn Gíslason í leik gærdagsins þar sem annar línumaður, Elliði Snær Viðarsson, fékk rautt spjald snemma leiks. Fulltrúar HSÍ staðfestu við Vísi að ný merking væri á leiðinni frá Íslandi og verður búið að merkja treyju Sveins kyrfilega fyrir leik Íslands við Kúbu á morgun. Ísland mætir Kúbu í öðrum leik riðlakeppninnar á HM í Zagreb annað kvöld klukkan 19:30. Strákunum okkar verður fylgt vel eftir fram að leik.
Landslið karla í handbolta HSÍ HM karla í handbolta 2025 Mest lesið Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Arsenal vann Lundúnaslaginn Enski boltinn Postecoglou rekinn Enski boltinn Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Enski boltinn Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Fótbolti Haaland skaut City á toppinn Enski boltinn Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fótbolti Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Níu marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Donni öflugur í sigri á Spáni Íslendingar í Evrópudeild: Óðinn raðaði inn mörkum í Sviss Sjá meira